blaðið - 30.05.2006, Page 18
26 I HEILSA
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 blaöiö
margret@bladid.net
Bónus • Hagkaup • World Class • Hreyfing • Hress
Hollusta
í hverjum bital
Melónur eru meinhollar
Fátt er sœlla en að læsa tönnunum í safaríka melónusneið
Melónur bera með sér bragð af
sumri og sólheitum ströndum.
Þær eru kaldar og stökkar, safa-
ríkar og léttar, en einnig hlaðnar
góðum vítamínum. Til dæmis er
heill dagskammtur af A vítamíni
og um sjötíu prósent af C vítamín
þörf þinni í hálfri sneið af gulri
melónu, og þar af eru aðeins
50 hitaeiningar og engin fita í
sneiðinni!
Melónur eru af sömu ætt og t.d.
kúrbítur og agúrkur en þær eru hins
vegar flokkaðar sem ávöxtur út af
sætleika þeirra. Bændur í Mið-Aust-
urlöndum voru fyrstir til að rækta
melónur fyrir rúmum þúsund árum
og með Kólumbusi komu þær svo
til Ameríku. Því fagna Bandaríkja-
menn enn og á hverju ári borða þeir
um n kg á mann af melónum.
Melónur geta gert ákaflega mikið
fyrir sumarsalatið sem er borðað
eitt og sér eða með grillmatnum.
Þá er m.a. gott að mauka þær í ma-
tvinnsluvél og nota sem dressingu
eða bera fram sem forrétt eða léttan
rétt ásamt hráskinku og nokkrum
piparkornum, en piparinn, sé hann
notaður í örlitlu magni, dregur fram
sætuna í ávextinum.
Geymast í þrjá daga í ísskáp
Það er hægt að kaupa melónur allt
árið um kring, bæði vantsmelónur,
hunangsmelónur og gular, en þær
eru samt yfirleitt alltaf langbestar
þegar líða fer á sumarið. Þegar þú
velur þér meiónu úr ávaxtaborðinu
þá ætti hún alltaf að vera stinn (þó
ekki glerhörð), töluvert þung miðað
við stærð, laus við alla myglu eða
mjúka bletti og það er óþarfi að hafa
áhyggjur þó hún sé örlítið þyngri á
aðra hliðina. Það er bara vegna þess
að kjötið sígur örlítið með þyngdar-
aflinu, eftir því hvernig melónan
liggur. Melónur má geyma við stofu-
hita ef þær eru ekki alveg þroskaðar,
en um leið og þær ná þroska, eða
eftir að búið er að skera þær, á að
vefja þær í plastfilmu og setja í ís-
skápinn. Þar endast melónur í um
fimm daga - en þrjá eftir að búið er
að skera þær.
margret@bladid.net
Brjóstagjöf með
aðstoð hómópatíu
- Fyrri hluti
Landlœknir hvetur fjölmiðla-
fólk til að setja sér vinnureglur
Æðstu stjórnendur sjúkrastofnana þurfa að gefa leyfifyrir mynda-
tökum og viðtölum enda oft um viðkvœm mál að rœða.
Brjóstagjöf er almennt mjög gef-
andi og nærandi reynsla þegar allt
gengur vel, en það getur líka valdið
okkur miklum vonbrigðum, skap-
raunum og örvæntingu ef við upp-
lifum erfiðleika við að koma reglu á
brjóstagjöfina.
Það geta legið margar ástæður
að baki þess að erfiðleikar koma
upp við brjóstagjöfina. Þetta getur
verið vegna erfiðrar fæðingar, til-
finningalegra vandamála eins og
fæðingaþunglyndis, vanlíðunar
eða kvíða en einnig vegna líkam-
legra kvilla eins og sprungnar geir-
vörtur, magakrampar og svo fram-
vegis. Hómópatía getur oft hjálpað
í þessum tilfellum ásamt fleiri
góðum aðferðum. Til dæmis getur
það hjálpað að nudda brjóstið létt og
leggja á það heita og kalda bakstra.
Það er um að gera að gæta þess að
fá næga hvíld og gefa sér líka góðan
tíma í brjóstagjöfina. Svo er mjög
mikilvægt að drekka mikið af vatni
og láta brjóstin tæmast vel þegar
verið er að mjólka eða gefa.
Ef eftirfarandi ráð og remedíur
leysa ekki vandamálið frekar fljótt
þá hvet ég þig til að leita frekari
aðstoðar.
Belladonna: Við bráða bólgutil-
felli er Belladonna yfirleitt fyrsta re-
medían sem reynt er að nota.
Takið hana inn á klukkutíma
fresti við brjóstabólgu, ef hiti og
stífla eru í brjóstinu, eða jafnvel
sláttur.
Bryonia: Hentar venjulega fyrir
hægra brjóstið ef það er hart og
heitt, en virkar ekki eins vel þegar
um hreyfingu eða hita er að ræða.
Phytolacca: Notuð ef brjóstið er
hart og hnúðótt, eða ef hnúðarnir
verða sársaukafullir og kýli gætu
verið að byrja að myndast.
Magakrampi
Eftirfarandi remedíur eru
notadrjúgar fyrir börn með
magakrampa:
Chamomilla: Barnið er pirrað,
niðurgangurinn er grænn á litinn,
barnið dregur hnén upp að maga
Landlæknisembættið hefur
nýverið sent frá sér bréf þar
sem fjölmiðlafólk er hvatt til að
viðhafa ákveðnar vinnureglur
hvað varðar umfjöllun sína á mál-
efnum einstakra sjúklinga.
Þegar viðtöl eru tekin við sjúk-
linga fara þau oftar en ekki fram
inni á sjúkrastofnunum og þá
kemur það fyrir að aðrir sem eru þar
staddir birtist í mynd. Landlæknir
hvetur fjölmiðlafólk til að taka tillit
til þessa og fá samþykki frá öllum
sem hugsanlega gætu komið að um-
fjölluninni hvort sem er með máli
eða myndum. Hann minnir einnig
forstöðumenn slíkra stofnana á þá
ábyrgð sem hjá þeim liggur.
Aðgát skal höfð í nær-
veru sjúklings
Landlæknir mælir með að vinnu-
reglur þessar byggist m.a. á því að
forstöðumenn og faglegir stjórn-
endur heilbrigðisstofnana beri
ábyrgð varðandi aðgengi fjölmiðla
að sjúklingum og upplýsingum til
fjölmiðla um sjúklinga og vistmenn
stofnana. Hann hvetur til að sam-
þykki sé fengið frá æðstu fagstjórn-
endum stofnunar, eða þeirra sem
þeir tilgreina, áður en leyfi til töku
viðtals er veitt inni á stofnuninni,
jafnvel þó samþykki sjúklings eða
Það er mikilvægt að fjölmiðlafólk setji sér skýrar vinnureglur þegar tekin eru viðtöl við
sjúklinga á sjúkrastofnunum.
aðstandenda liggi fyrir. Einnig er
lagt til að þessi viðtöl fari síður fram
á göngum eða sjúkraherbergjum við-
komandi stofnana og ef ekki er hægt
að fallast á viðkomandi skilyrði, þá
verði fjölmiðlafólkið að bíða effir
því að sjúklingurinn útskrifist af
stofnuninni. Að lokum leggur hann
áherslu á að mikilvægt sé að virð-
ingar sjúklings sé gætt í viðtölum af
þessu tagi og að metið sé að sjúkling-
urinn hafi í reynd hæfni til þess að
meta mögulegar afleiðingar slíkra
viðtala eða umfjöllunar.
BYLGJA
SVARAR SPURNINGUM /
UMÓHEFÐBUNDNAR "
LÆKNINGAR P
• - 1 >.' ■ fC
þegar verkirnir eru og einkennin
verða sérstaklega slæm í kringum
níuleytið á kvöldin.
Mag Phos: Barnið er þreytt og úr-
vinda með snögga krampaverki.
Belladonna: Ef barnið er heitt,
eirðarlaust, með útþaninn kvið og
sveigir bakið aftur.
Móðirin þreytt eftir brjóstagjöf
China: Veikburða eftir vökvatap
við fæðingu eða brjóstagjöf.
Silica: Veikburða, þyngdartap og
orkulítil.
Yfirfull brjóst
Belladonna: Brjóstin full, heit og
það flæðir úr þeim.
Bryonia: Þrútin og full. Verri við
hreyfingu.
Calc carb: Brjóstin stór og óþægi-
leg. Nóg af mjólk en léleg gæði.
Að venja barn af brjósti
Það er alltaf talið best að venja
barnið af brjóstinu hægt og rólega
en stundum er það einfaldlega ekki
hægt af margs konar ástæðum. Lac
Caninum og Pulsatilla eru nota-
drjúgar remedíur til að minnka
mjólkina þegar verið er að venja
barn af brjósti.
Sum börn verða kvekkt eða upp-
lifa aðra erfiðleika þegar gjöfum er
hætt og þá gæti heildræn remedía
komið að góðum notum.
Kveðja Bylgja
Hvar fínnur þú hómópata? Auðveld-
asta leiðin er að fara á
www.homopatar.is