blaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 blaðið 38 I SIGURVEGAR- INN Smáborgarinn fylgdist eins og þorri lands- manna með kosningunum um síðustu helgi. Það verður varla sagt að úrslitin hafi komið á óvart enda höfðu spár gefið kjósendum nokkuð glögga mynd af þeim niðurstöðum sem siðan voru opinberaðar á laugardagskvöldið. Ræðuroddvita eftir að úrslit lágu fyrir komu heldur ekki á óvart. Menn tóku ósigri með reisn og sigri með jafnaðargeði. Sumir lýstu því yfir að þeirætluðu í„harða" naflaskoðun og enn aðrir táruðust af gleði þegar kjósendur höfðu náðarsamlega gefið þeim fjögur ár í einhverri sveitar- eða bæjarstjórn. Auglýsingaslagur Ekki táraðist Smáborgarinn af gleði eða sorg þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki þró- ast alls staðar eins og hann hefði kosið - og reyndar kaus. Þegar upp er staðið eru kosningar að mörgu leyti fyrir löngu hættar að snúast um djúpstæðan mál- efnalegan ágreining. Þetta er fyrst og fremst ímyndabarátta milli manna og flokka. Einhver sagði að kosningar sner- ust í raun um baráttu milli auglýsinga- stofa um það hver næði að skapa bestu og flottustu ímyndina af sínum frambjóð- enda. Það kann að vera rétt enda Ijóst að tugum ef ekki hundruðum milljóna var eytt i að kynna frambjóðendur á síðum dagblaðanna og í auglýsingatímum í Ijósvakamiðlum. Minna fór þó um mál- efnalegar umræður og man Smáborgar- inn hreinlega ekki eftir jafn dapurlegum kosningaslag hvað það varðar. Það sást varla til frambjóðenda nema í eitt augna- blik mínútu fyrir kosningar og ekki voru þeir neitt sérstaklega sannfærandi og frambærilegir þá. Skrípaleikur Nú keppast menn við landshorna á milli að búa til meirihluta hér og þar. Smáborg- arinn horfir á þessar athafnir stjórnmála- manna með blendnum hug enda Ijóst að vilji kjósenda hefur frekar lítið vægi í þess- um leik. Þannig mun sá flokkursem mest afhroð beið halda áfram að stjórna í næst stærsta bæjarfélagi landsins. Þegar þetta er skrifað er jafnvel útlit fyrir að hann komist einnig til valda í sjálfri höfuðborg- inni þarsem hann rétt marði einn fulltrúa. Hvar er vilji kjósenda í þessum skrípaleik þegar flokkur sem greinilega var hafn- að í nánast öllum kjördæmum landsins kemst samt sem áður til valda? Það skyldi þó ekki vera að þeir sem töpuðu í hinu lýð- ræðislega vali standi uppi sem sigurvegar- ar í hinni pólitísku refskák. HVAÐ FINNST ÞÉR? Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins. Hvernig verður sumarþingið? „Þetta verður mjög skemmtilegt fyrir ykkur fréttamenn, ég get lofað ykk- ur því. Stjórnarandstaðan mætir dýrvitlaus til leiks og það verður mikið um upphlaup, hávaða og læti. Þetta getur dregist langt fram á sumar en þessu gæti líka linnt á einni viku. Það fer eftir því hvernig úr spilast." Alþingi kemur saman í dag á sérstöku sumarþingi þar sem gera má ráð fyrir að mörg hitamál verði rædd. Síðastliðinn föstudag hélt danska útgáfan Crunchy Frog tónleika á Nasa við Austurvöll þar sem fram komu hljómsveitirnar HeavyTrash,Tremolo Beer Gut, Powersolo og Fræ. HÁSKÓLI ÍSLANDS S JÚKRAÞ JÁLFUN ARSKOR Auglýsingar 510 3744 blaöi&_ eftir Jim Unger Ekki einu sinni reyn'etta! HEYRST HEFUR... Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson var ekki lengi að bræða saman meiri- hluta í Reykja- vík, svo hann þarf varla að hræðast varn- aðarorð Stak- steinaMorgun- blaðsins um að þessu tækifæri mætti hann ekki klúðra. Hins vegar er ekki ósennilegt að Staksteinar sjálf- ur hafi kosið annað samstarf en það, sem varð ofan á. Þar hefur hinn glæsilegi oddviti vinstri- grænna, Svandís Svavarsdóttir verið mærð verulega undan- farnar vikur og miðað við árangurinn í kosningun- um verður svo sem ekki annað séð en að hún hafi staðið undir þeim gullhömrum öllum... Raunar hefur heyrst að Vil- hjálmur hafi þegar á kosn- inganótt litið á Vinstrigræna sem fyrsta kost. Bæði hafi hon- um litist vel á að hafa meirihlut- ann rúman, en eins hitt að þar á bænum sé nóg af mannskap til þess að fylla hin aðskiljan- legu ráð og nefndir valdakerfis borgarinnar. Mannauðurinn þykir af skornari skammti hjá framsókn og frjálslyndum. For- ysta vinstrigrænna hafi á hinn bóginn viljað kanna samstarf á vinstri vængnum til þrautar, þó þar hafi menn alls ekki slegið samstarf til hægri út af borðinu að ókönnuðu máli. Kunnugir segja að með þeim biðleik hafi vinstrigrænir misst af vagnin- um... Ekkert mun hafa verið sam- ið um skiptingu helstu valdastofnana Reykjavíkurborg- ar milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks, enda munu samn- ingaviðræður oddvitanna hafa snúist um framtíð- arsýn og sam- eiginlegan skilning, en hrossa- kaupin látin bíða betri tíma. Gárungarnir segja að Björn Ingi hafi aðeins sett fram eina kröfu af sinni hálfu, að formaður borgarráðs fengi bíl og einkabíl- stjóra til afnota. Það myndi þá veraHummer... Könnunarviðræður um meirihluta R-listaflokk- anna og frjálslyndra hófust þegar morguninn eftir kjördag en á meðan svaf Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fram eftir, enda löng og ströng kosn- ingabarátta að baki. Þar mun Dagur B. Eggerts- son, oddviti Samfylkingarinn- ar, hafa beitt sér mjög til þess að af samstarfi hafi mátt verða og verið tilbúinn til hvers kyns eftirgjafar að þvi tilskyldu að hann yrði borgarstjóri. Bak við tjöldin kippti Ingibjörg Sói- rún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, í alla þá spotta, sem hún hafði í hendi sér, en allt kom fyrir ekki, því Ólafur F. Magnússon óskaði eftir fund- arhléi til þess að komast í há- degismat, en eins og Björn Ingi Hrafnsson skýrði frá, er Ólafur ekki enn snúinn úr þeim máls-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.