blaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. RÖK GEGN UPPSÖGN VARNARSAMNINGS eginstoðir stefnu íslenskra stjórnvalda í varnar- og öryggis- málum hafa byggst á aðild að NATO og varnarsamningi við Bandaríkin. Forsendur þessara stoða breyttust með lokum kalda stríðsins, þrátt fyrir að þau tíðindi hafi borist íslenskum stjórn- málamönnum seint og illa til eyrna. Stjórnvöldum hefur gengið illa að ná samningsmarkmiðum sínum í viðræðum um framkvæmd varnarsamningsins og það hefur leitt til um- ræðu um að hugsanlega ætti að segja þeim sáttmála upp. Þessi skoðun er á stundum rökstudd með því að benda á að Bandaríkjamenn sjái enga nauðsyn á sýnilegum vörnum hér á iandi og í ljósi þess ætti sú öryggis- trygging sem felst í aðild að NATO að duga. Þessi röksemdarfærsla er ekki óskiljanleg þegar tekið er tillit til þjóð- arstolts og ákveðinna vonbrigða með það sem virðist vera einhliða ákvörðun um hvernig Bandaríkjamenn vilja standa að skjalfestu sam- komulagi um varnir íslands. En málið er ekki svo einfalt. Sú öryggistrygging sem felst í aðild að NATO er ekki jafn sterk og áður. Þar af leiðandi er öryggistrygging af hálfu Bandaríkjanna enn mikilvæg. Sú trygging felst ekki í viðveru á Mið- nesheiði heldur í trúverðugri skuldbindingu stjórnvalda í Washington. Stjórnvöldum hefði mátt vera ljóst að hernaðarviðbúnaður Banda- ríkjamanna myndi minnka í Evrópu eftir lok kalda stríðsins. Þeim hefði einnig átt að vera ljóst að stuðningur þeirra við skilyrðislausa stækkun NATO til austurs flýtti fyrir færslu hernaðarhagsmuna Bandaríkjanna frá N-Atlantshafi til Mið-Asíu. Með austurstækkuninni umbreyttist bandalagið úr því að vera fæling- arbandalag rlkja með sameiginlegan óvin í það að vera einhverskonar lauslegt bandalag ólíkra ríkja, sem hafa ólíka hagsmuni, innan sam- taka sem hafa ekki enn náð að leysa tilvistarkreppu sína innan nýrrar heimsmyndar. Það eina sem heldur bandalaginu saman og gerir það trúverðugt er hernaðarmáttur eina risaveldisins sem á aðild að því. Sá hernaðar- máttur er óumdeilanlegur. Um hlutverk bandalagsins, gildi þess, nauð- syn og vægi í heimi alþjóðastjórnmála má hinsvegar deila. Þess vegna er fráleitt að tala um að sama öryggistrygging felist í aðild að NATO nú og á tímum kalda stríðsins. Öryggi íslands felst í því að Bandaríkin eru tilbúin að tryggja það. Mik- ilvægi þeirrar tryggingar hefur ekki breyst. fslendingar hafa átt þeirri gæfu að fagna að sú skuldbinding hefur hingað til verið formfest bæði á vettvangi NATO og með tvíhliða varnarsamningi við Bandaríkin. Það að segja einu upp til að styrkja annað er rökleysa. Örn Arnarson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: fslandspóstur SERBLAÐ Sumarið & garðurinn Miðvikudaginn 28. júni blaóió Auglýsendur, upplýsingar veita: nsdóttir • Síim 5i0 3722 • Gsm 846 022! • kolia@bládid.net Hauksson • Simi StÐ 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbi.rs 12 I ÁLIT MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 blaöiö 1 / io Æ7lA ?AKA At> . / SföJA ftK pMmHÚv/V; 'íjfmwúK/vír/f* Það flýr enginn fortíð sína Það var fyrir nokkrum árum sem ég vann með manni sem er mér enn þann dag í dag talsvert minnis- stæður. Þetta var góður strákur, ekki til í honum illkvittni, en kannski ekki sá skarpasti, allavega ekki þegar kom að peningamálum. Einn daginn kom þessi ágæti drengur til vinnu eins og aðra daga, en nú brá svo við að í stað þess að vera léttur og glaðlyndur, þá var hann í vondu skapi og vart dróst upp úr honum orð. Þannig gekk það fram eftir degi - drengurinn lædd- ist eiginlega með veggjum og vildi ekkert við vinnufélaga sína tala. Það var ekki fyrr en i seinna kaffinu sem hann loks gaf upp ástæðu skap- vonsku sinnar. Átti inni pening Þannig var mál með vexti að dreng- urinn hafði nokkrum mánuðum áður flutt sig milli bæjarfélaga. Áður hafði hann búið í litlu sjávarþorpi og unað þar glaður við sitt, og starfað dagsdaglega í fiskvinnslu staðarins. Það var ekki fyrr en hann fann ást- ina í lífi sínu sem hann ákvað að flytja. Kappinn sagði vinnufélögum sínum að þegar hann hefði látið af störfum hjá fiskvinnslunni hefði fyr- irtækið skuldað honum pening. Svo virðist sem hann hafi átt inni hjá því einhverja þúsundkalla i orlof, sem og einhverjar krónur í oflofsuppbót og desemberuppbót. Hann tjáði nú- verandi vinnufélögum sínum að það hefði loks verið greitt út daginn áður. Við sem unnum með drengnum gátum ekki séð að það gætu verið svona slæmar fréttir þvi maðurinn staðhæfði að hann hefði ekki verið snuðaður, fyrirtækið hafði greitt það sem því bar. Útskýring kappans var einhvernveginn á þennan hátt: V Aðalbjörn Sigurðsson „Sko - ég skipti við banka í gamla sjávarþorpinu mínu þegar ég bjó þar en er nú farinn að skipta við annan banka hér á staðnum. Fiskvinnslan greiddi hinsvegar skuld sína inn á reikning minn í gamla bankanum.“ Við vinnufélagarnir gátum ekki ennþá skilið af hverju kappinn var ósáttur, fyrr en hann bætti eftirfar- andi við. „Sjáið til - ég er löngu fluttur og því kemur skuldin í gamla bank- anum mér ekki lengur við.“ Ekki hægt að hunsa söguna Það sló eiginlega þögn á hóp- inn þegar þessi orð höfðu verið sögð. Við vinnufélagar mannsins reyndum að útskýra fyrir honum að kerfið virkaði ekki svona - hann gæti ekki einfaldlega flutt burt frá skuldunum sínum, en allt kom fyrir ekki. Maðurinn hafði ekki áhuga á útskýringum okkar og var ósáttur í nokkra daga yfir þessu ótrúlega ranglæti heimsins. Þessi saga kom upp í huga minn á dögunum þegar ég las skýringar Björns Inga Hrafnssonar um að honum kæmi nú lítið við gerðir flokksbræðra sinna í tíð R-listans. Nú væri kominn nýr maður með nýjar áherslur - og því gæti hann til að mynda ekki borið ábyrgð á gerðum framsóknarmanna í Orku- veitu Reykjavíkur síðustu ár. Ég hugsaði með mér að svona virkar þetta bara alls ekki. Það er ekki hægt að gleyma bara sögunni þegar það hentar og þykjast ekki bera ábyrgð. Geir H. Haarde þarf í dag að svara fyrir gerðir Sjálfstæðis- flokksins meðan Davíð Oddson var þar formaður. Sömu sögu má segja um Ingibjörgu Sólrúnu sem þarf dag- lega að svara fyrir einhverjar syndir gamalla flokksbræðra hennar i Samfylkingu, Alþýðubandalagi, Al- þýðuflokki og jafnvel fleiri stjórn- málaflokkum. Það verður ekki til nýr flokkur sem enga ábyrgð ber þegar nýtt fólk tekur við af gömlum foringjum. Á þessu þarf Björn Ingi að átta sig. Höfundur erfréttastjóri Blaðsins Klippt & skorið Fredrik Ljungberg, leikmaður Svía, aug- lýsti karlmannanærföt í þýskum fjöl- miðlum fyrir leik Sví- þjóðar og Þýska- lands í sextán liða úrslitum heims- meistamótsins í knattspyrnu og það er óhætt að segja að Svíar hafiveriðábrókinnigegnÞjóðverjumíMiinchen." Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar tvö, lýsti á frábæran hátt frammistöðu sænska landsliðsins gegn þvi þýska í sextán liða úr- slitum HM í fyrradag, en Svíar töpuðu leiknum sem kunnugt er með tveimur mörkumgegnengu. Ritstjórn Vef Þjóðviljans á www. andriki.is er dugleg við að benda á nýja fleti á þekktum deilumálum í samfélaginu. Um helgina beina þeir spjótum sínum að svifryki á höfuðborgarsvæðinu og ástæðum þess. ( pistli á síðunni segir að nagladekk gætu jafnvel frekar verið til þess fallin að draga úr svifryksmengun en hitt, því mjúkt yfirborð sumardekkja róti upp meira ryki en hið harða yfirborð nagladekkjanna. "En hvað er þá til ráða til að draga úr svifryki? Eitt ráð og eftil vill það besta ereinfaldlega að þrífa göturnar og ef til vill verður það gert í Reykja- vík sem hluti af hinu mikla hreinsunarátaki sem ný borgaryfirvöld hafa boðað. Svifrykið er nefnilega að stærstum hluta ryk sem þyrlast upp aftur og aftur vegna þess að þrifum er ekki sinnt. Annað ráð sem er líklega ekki mikið síðra er að hætta að niðurgreiða ferðir risastórra, níðþungra og yfirleitt galtómra bfla um götur borgarinnar. Þessir bílar, sem eru gulir á lit og þekkjast af því að þeir eru allt of stórir fyrir flestar af götum borgarinnar, slíta götunum margfalt meira en venjulegir fólksbílar. Og munurinn er ekki bara tí- eða hundraðfaldur. Nei, hann er þúsunda- eða tugþúsundafaldur. Það er nefnilega ekki bara þannig að þessir illa nýttu „monstertrukkar" eyði tiltölulega meira eldsneyti á hvern farþega en almenningsfarar- tækin, það erað segja fólksbílarnir. Einn helsti vandinn vegna gulu risabílanna er gífurlegt slit á götum með tilheyrandi viðhaldskostnaði og svifryksmengun." adalbjorn@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.