blaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 blaöið
Komdu og
semdu um
afslátt
SÖLUSÝNING Á HÁGÆÐA HANDGERÐU KINVERSKU POSTULÍNI
Uti- eða
innibiómapottar
myndir - iampar
vasar - skálar
og fleira
* ‘
•íT
s\ rsmm
£
*
Tnm as paper
Sound like a chime
White like jade
Bright as mirror
LUXUS GJAFIR OG SOFNUNAR VORUR - GOÐ FJARFESTING
Hlíðasmári 15
Kópavogi
Sími 895 8966
Nóg að gera hja bilaleigum
Sumarið fer vel af stað hjá bílaleigum landsins. Þær hagnast á að
fleiri erlendir ferðamenn koma nú til landsins á eigin vegum.
Eftir Atla (sleifsson
Steingrímur Birgisson, forstjóri
Hölds - bílaleigu Akureyrar, segir
vel hafi gengið hjá leigunni það
sem af er sumri. „Háannatíminn er
rétt að byrja þessa dagana, en vorið
var gott og sumarið lítur ágætlega
út. Það er aukning á milli ára í bók-
unum hjá okkur, en það er misjafnt
milli landa hvernig ferðamenn skila
sér til landsins til að taka bíl á leigu.
Ég er hins vegar mjög ánægður með
útlitið eins og staðan er núna,“ segir
Steingrímur í samtali við Blaðið.
Arnar Már Arnþórsson, sölu- og
markaðsstjóri Hertz á íslandi, tekur
í sama streng. „Þetta fer mjög vel af
stað hjá okkur. Það er nóg að gera
og mikið um að erlendir ferðamenn
komi til landsins og taki bíl á leigu.
Svo virðist sem meira sé að gera um
helgar en á virkum dögum. Aukn-
ingin hjá okkur hefur verið góð milli
ára og höfum við þurft að fjölga
bílum í flotanum," segir Arnar Már.
Samkvæmt upplýsingum frá Sam-
tökum ferðaþjónustunnar hefur þró-
unin verið sú að erlendir ferðamenn
komi hingað til lands á eigin vegum
í stað skipulagðra hópferða. Arnar
Már segir að bílaleigurnar finni vel
fyrir þessari þróun. „Sífellt fleiri
ferðamenn koma hingað til lands
og taka bíl á leigu. Erlendir við-
skiptavinir okkar koma flestir frá
Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi
og Hollandi. Evrópumarkaðurinn
er stærstur.,“ segir Arnar Már.
Styttri fyrirvari
Steingrímur hjá Höldi segist einnig
hafa fundið fyrir þessu. „Þetta
hefur verið þróunin siðasta áratug-
inn. Hópferðum er að fækka og
ferðamenn sækja í síauknum mæli
hingað á eigin vegum. Það eru helst
ferðamenn frá Asíu sem sækja til
hópbílafyrirtækjanna.“
Steingrímur segir að aukningin
milli ára hjá Höldi hafi verið ásætt-
anleg. „Mynstrið hefur verið að
breytast. Bókanir skila sér seinna og
með styttri fyrirvara. Öll skipulagn-
ing er þannig orðin erfiðari en þegar
allir Þjóðverjarnir bókuðu bílaleigu-
bílinn fyrir sumarið um jólaleytið,"
segir Steingrímur og hlær.
Norðurlandabúar á undanhaldi
Að sögn Steingríms eru það helst
ferðamenn frá Mið-Evrópu sem
skipta við Höld. „Mikið er um
að Þjóðverjar, Svisslendingar og
Frakkar komi og taki bíl á leigu. Mið-
Evrópa er okkar sterkasta svæði.
Því miður virðast ferðamenn frá
Norðurlöndum vera á undanhaldi,
en Mið-Evrópa og Bandaríkin hafa
verið að koma ágætlega út. Þá erum
við aðeins byrjaðir að finna fyrir því
að flogið er beint milli Akureyrar og
Kaupmannahafnar. Eitthvað er um
að erlendir ferðamenn fljúgi beint
til Akureyrar," segir Steingrímur.
Hann segir ennfremur að vöxtur
bílaflotans hafi verið gríðarlega
mikill undanfarin ár. „Bílum hefur
fjölgað frá því í fyrra. Langstærsta
afgreiðslan er hins vegar í Reykja-
vík og í Keflavík. Það er annað sem
hefur verið að breytast. Áður fyrr
dreifðist þetta meira um landið, en
nú er það þannig að í um 90% tilfella
eru bílar teknir á leigu í Keflavík og
Reykjavík. Ferðin byrjar og endar
þar hjá ferðamönnunum.“
atlii@bladid.net
Suöur-Kóreumenn mótmæla fyrirhuguðu tilraunaskoti Norður-Koreumanna á Keuters
langdrægri eldflaug.
Vill beinar viðræður við
Norður-Kóreumenn
Richard Lugar, áhrifamikill öldunga-
deildarþingmaður úr röðum repú-
blikana í Bandaríkjunum, lýsti því
yfir í gær að stjórnvöld í Washington
ættu að taka upp beinar viðræður
við Norður-Kóreumenn vegna kjarn-
orkuáætlunar stjórnvalda í Pjongj-
ang og fregna um að þeir hyggist á
næstunni prófa langdræga eldflaug
sem getur náð til Bandaríkjanna.
Norður-Kóreumenn hafa ávallt
krafist beinna viðræðna við Banda-
ríkjamenn. Það hefur verið yfirlýst
stefna bandarískra stjórnvalda að
ræða aðeins við Norður-Kóreumenn
í tengslum við hinar svokölluðu sex-
þjóða viðræður. Þær viðræður hafa
legið niðri um margra mánaða skeið.
Lugar, sem er formaður utanríkis-
málanefndar öldungadeildarinnar,
sagði í viðtali við Fox-sjónvarps-
fréttastöðina í gær að sú staðreynd
að Norður-Kóreumenn ráði yfir
eldflaug sem getur dregið til vest-
urstrandar Bandaríkjanna geri það
að verkum að beinar viðræður milli
stjórnvalda í Washington og Pjongj-
ang verði að fara fram. Hættan sem
stafar af eldflaugaeign Norður-Kór-
eumanna kalli á stefnubreytingu
bandarískra stjórnvalda.
Samkvæmt bandarískum fjöl-
miðlum er ekki hægt að dæma af
gervihnattarmyndum hvort Norður-
Kóreumenn hafi fyllt langdræga
eldflaug af gerðinni Taepodong-2
af eldsneyti. Einnig eru fregnir
um hvort að þeir hyggist yfirhöfuð
skjóta henni á loft misvísandi.
Spennan vegna málsins fer vax-
andi. Hugmyndir um að Bandaríkin
geri svokallaða „forvarnarárás” á
Norður-Kóreu hafa skotið upp koll-
inum. Fyrir helgi skrifaði William
Perry, fyrrverandi varnarmálaráð-
herra í forsetatíð Bills Clintons,
grein í bandariska dagblaðið Wash-
ington Post þar sem hann hvatti til
slíkrar árásar. Ekki þykir líklegt
að ríkisstjórn George Bush grípi til
slíkra aðgerða. Sérstaklega í ljósi
þess að stjórnvöld í Washington virð-
ast nokkuð viss um að eldflaugavarn-
arkerfi þeirra myndi geta grandað
flaug Norður-Kóreumanna yrði
henni skotið á loft. Á dögunum lýsti
háttsettur hershöfðingi í bandaríska
varnarmálaráðuneytinu, Henry A.
Obering III, því yfir að herinn hefði
getu til þess að granda flauginni að
fengnum fyrirmælum frá George
Bush, forseta Bandaríkjanna.
Einstakt tækifæri til þess að eignast kínverska listmuni beint frá framleiðendum
Gleðilegt
sumar
Vilja tryggja að bílar komist ekki
hraðar en á 90 kílómetra hraða
Upplýsingafulltrúi Umferðarstofu vill kanna hugsanlegar útfærslur á uppsetningu hraða-
hemla í bíla. Ritstjóri FÍB-blaðsins segir hvern og einn bera ábyrgð á sjálfum sér.
Einar Magnús Magnússon, upp-
lýsingafulltrúi hjá Umferðarstofu,
segir vel vert að athuga hugmyndir
um hraðahemla í bíla. „Ég tel það
í ljósi þeirra slysa sem hafa orðið á
undanförnum árum af völdum þess
að til eru menn sem geta ekki með
nokkru móti tekið tillit til aðstæðna
og þess hámarkshraða sem gildir og
eru keyrandi um á ofsahraða. Fyrst
og fremst þarf að taka úr umferð
það sem kallast ofsaakstur. Það á
eftir að koma í ljós hvaða hugmyndir
menn hafa í þessu sambandi, en það
er ekki endilega verið að tala um að
þetta verði þannig að menn kom-
ist ekki hraðar en einmitt á 90 km
hraða.“
Sturla Böðvarsson, samgönguráð-
herra, kallaði eftir umræðu um hvort
rétt væri að setja upp hraðahemla í
bíla í viðtali við Morgunblaðið um
helgina. Sturla sagði að mikill öku-
hraði væri mesti slysavaldurinn í
umferðinni og því væri ekki óeðli-
legt að skoða alla möguleika. Hann
sagði það með öllu óásættanlegt að
tuttugu vegfarendur látist í umferð-
inni á hverju ári og fjöldi manna
liggi slasaður eftir umferðarslys.
Tilraunir
Einar segir það ekki rétt sem fram
hefur komið í þessari umræðu að
hvergi séu uppi
hugmyndir um
notkun hraða-
hemla nema á
íslandi. „Það
er búið að gera '1
tilraunir með
svona búnað í
Ðanmörku og stefán ÁsgrímssorT
Svíþjóð. f Dan-
mörku voru GPS-staðsetningartæki
sett í bílana og hraðahemill tók tillit
til hámarkshraða þeirrar götu þar
sem bíllinn var staddur hverju sinni.
Nú þarf að að kanna hugsanlegar út-
færslur á þessu þannig að þetta sé
tæknilega hægt.“
Það eru nú þegar hraðatakmark-
arar í vörubifreiðum og hópferða-
bílum samkvæmt tilskipun frá
Evrópusambandinu. „Þetta er því
ekkert nýtt, eins og sumir í þess-
ari umræðu hafa látið í veðri vaka,“
segir Einar.
Sjálfs manns ábyrgð
Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB-
Einar Magnús
Magnússon
blaðsins, segir að uppsetning hraða-
hemla í bíla sé ekki rétta leiðin til að
hægja á umferðinni. „Þetta er alltaf
á ábyrgð manns
sjálfs, hvernig
við ölum upp
börnin okkar og
svo framvegis.
Við tökum ekki
allt af þeim sem
þau geta skaðað
sigá. Fólkverður
einfaldlega að
taka ábyrgð á
sjálfu sér og sýna ábyrgð í umferð-
inni,“ segir Stefán.
Að sögn Stefáns er hægt að teygja
þessa umræðu út og suður. „Það eru
til dæmis ýmsar hömlur á því að
eiga skotvopn á íslandi. Maður þarf
til að mynda að hafa byssuleyfi. Þó
að ég eigi byssu þá er ekki þar með
sagt að ég fari út og skjóti nágranna
mína þar sem mér líki ekki við þá.
Þetta er á ábyrgð manns sjálfs. Það
þarf enga hraðahemla ef allt helst í
hendur; góðir bílar, góðir vegir, góð
ökukennsla, gott uppeldi og ábyrgir
og góðir ökumenn.“
Fasískar reglur
Stefán segir að reynt sé hafa sam-
félagið þannig að hver og einn
beri ábyrgð á sjálfum sér. „Hefur
ástandið verið betra þar sem allt er
bannað? Ég hef ekki séð það. Gagn-
vart þeim sem'treysta sér ekki til að
fara eftir þeim reglum sem samfé-
lagið setur þá verðum við að grípa til
einhverra ráða. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft þá snýr það hins vegar að
okkur sjálfum en ekki stjórnvöldum
að setja okkur einhverjar fasískar
reglur,“ segir Stefán.
Sturla Böðvarsson segir í viðtal-
inu við Morgunblaðið að næsta
skref í þessu máli sé að hann muni
fela Umferðarstofu og Umferðarráði
að skoða þetta mál og koma með til-
lögur um hugsanlega framkvæmd.
Eiturgufur
í heimahúsi
í Reykjavík
mbl.is | Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins var kallað út í fy rrinótt
eftir að eiturgufur tóku að mynd-
ast á heimili í Vesturbænum.
Gufurnar mynduðust þegar
tveimur ólíkum gerðum af stíflu-
eyðum var blandað saman. Við
það urðu efnahvörf og fljótt fór
að krauma í blöndunni.
Að sögn Slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins sakaði engan.
í húsinu voru börn og komu
húsráðendur þeim út og höfðu
samband við slökkvilið sem
reykræsti húsið. Slökkviliðið
vill benda fólki á að blanda ekki
saman ólíkum efnum enda er
oftast um afar kröftug og eitruð
efni að ræða.
Opið 10:00-21:00