blaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 19
blaðið MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006
AFÞREYING I 27
„Á bumbunni, með gítarinn í töskunni og
kannski spila upp í nokkra hamborgara"
Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó, sem tók þátt í hinum geysivinsœlu sjónvarpsþáttum Idol, mun syngja með hljóm
sveitinni Á móti sól á nœstunni. Þar leysir hann afhinn geðþekka Magna á meðan sá dvelur í Bandaríkjunum við
tökur á þættinum Rockstar: Supernova. Ingó vinnur um þessar mundir að því að taka upp sittfyrsta lag.
„Þessa dagana er ég að klára fyrsta
lagið sem mun koma út í mínum
flutningi. Auk þess er ég að setja
saman fullkomið ball-prógramm
með hljómsveitinni minni Veður-
guðunum. Ofan á þetta spila ég
fótbolta með Fram, vinn í banka
og er að fara að syngja með Á
móti sól í nokkur skipti, fyrir
utan það sem ég er sjálfur bók-
aður í,“ segir Ingó.
Hver var síðasta bókin sem
hafði mikil áhrif á þig?
Ég les alltof lítið en tek þó alltaf
smá kipp um jólin og hef mest lesið
ævisögur. Sennilega hefur það haft
hvað mest áhrif á mig að lesa um
magnaða persónuleika eins og Kurt
Cobain, John Lennon og alla Bítlana,
Elvis Presley og Rolling Stones til
dæmis.
Hver er mest auðmýkjandi upp-
lifun sem þú hefur orðið fyrir?
Sennilega þegar ég bjó úti í Gauta-
borg og átti að mæta í einhvern
tíma klukkan 8 að morgni. Ég og
félagi minn stauluðumst upp í
rútu frekar lúnir. Við mættum í
síðasta tíma held ég þann daginn
því við tókum hið fræga felholl, þ.e.
rútu 1 algjörlega öfuga átt í einn og
hálfan klukkutíma. Ekki nóg með
það heldur var 30 stiga hiti og hit-
inn í lestinni var ekki til að bæta
líðan okkar. Við vorum að farast úr
stressi. Dagurinn endaði loks á því
að við þurftum að útskýra af hverju
við vorum 4 klukkutímum of seinir
fyrir kennaranum og standa fyrir
framan bekkinn og útskýra töfina...
á sænsku.
Uppáhalds ástar-
sena í kvikmynd?
Ástarsenurnar í Cool
Runnings eru að mínu
mati frábærar. Myndi
þó frekar kalla þær
kærleikssenur. Það er
einmitt ein af mínum
uppáhaldsmyndum.
Hvaða frægu
persónu hefur þér
verið líkt við?
James Dean, Jens
Lehmann markvörð
þýska landsliðsins og
Siggu Beinteins þegar
ég litaði hárið ljóst.
Hef alltaf getað tekið
lagið Vertu ekki að
plata mig áttund ofar
en Sigga.
Versti maturinn?
Ef mér finnst einhver
matur vondur þá er ég
yfirleitt með ofnæmi
fyrir honum. Er mik-
ill matmaður. Er samt
ekki að fíla hollan mat
nógu vel.
miö/Frikki
Besta eða misheppnaðasta lygi
sem þú hefur spunnið upp?
Ég laug þvi einu sinni að ég lygi
aldrei og það er fullkomin lygi.
Ef þú gætir verið hvar sem er í dag?
Á HM, slakur með miða á nokkra
leiki að taka því rólega í Berlín í 30
stiga hita. Á bumbunni með gítar-
inn í töskunni, kannski að spila upp
í nokkra hamborgara.
Fimm hlutir sem þú gætir
aldrei verið án?
Mamma, pabbi, litli bróðir, vatn og
örbylgjuofn.
Er líf eftirdauðann?
Það er ekki líf eftir dauðann en það
er hins vegar dauði eftir lífið.
Ömurlegasta starf sem
þú hefur verið í?
Ég starfa stundum sem bílstjóri
þegar sumir vinir mínir fá sér öl
og það getur verið alveg frá því
að vera svona sæmilegt niður í
hundleiðinlegt.
Hvaða lykt finnst þér góð?
Mér finnst lyktin á tannlækna-
stofum vera nokkuð góð. Kemur
manni í stuð.
Tvö orð fyrir kosti þína og
tvö orð fyrir gallana:
Kostir: Fínn gaur.
Gallar: Svolítið pirraður.
kristin@bladid.net
Fyrsta
breiðskífa
Bela
Tónlistarmaðurinn Bela gefur
út sína fyrstu breiðskífu og ber
hún nafnið Hole and Corner.
Tónlistarmaðurinn Baldvin
Ringsted hefur sent frá sér sína
fyrstu plötu. Plötuna gefur hann
út undir listamannsnafninu Bela.
Hún inniheldur 12 lög og kassagít-
arinn er í aðalhlutverki.
Tónlist Bela hefur þegar vakið
mikla athygli á vefnum og má
að stórum hluta þakka það My-
space vefgáttinni. Þar eru nokkur
lög með kappanum. Þess má til
gamans geta að gegnum hana
hefur hann tryggt sér umfjöllun
í næsta tölublaði Billboard og
selt lag í hafnaboltaauglýsingu í
Bandaríkjunum.
Síðla árs 2005 fluttist Baldvin
Ringsted til Glasgow til að leggja
stund á listnám og halda áfram
að þróa sólóplötu sem hann gekk
með í maganum. Hann hafði
þegar hljóðritað talsvert af efni
með aðstoð Arons Arnarsonar
úr Trabant, Hljómum og Manna-
kornum en einnig komu ýmsir
hljóðfæraleikarar hér heima að
verkinu. Þeirra nafntogaðastir eru
líklega Pálmi Gunnarsson sem
spilar á bassa í nokkrum lögum
og Birgir Hilmarsson, söngvari
Ampop, sem syngur bakraddir og
fremur áslátt í nokkrum lögum.
Draumur Bela varð þvi að veru-
leika og nú er platan komin út og
hefur fengið góðar viðtökur.
Kapparnir í Guitar Islancio halda þvert yfir heiminn, alla leið til Japans, þar sem þeir
munu halda þrenna tónleika.
Guitar Islancio til Japans
Félagarnir Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og
Jón Rafnsson í Guitar Islancio eru á leið til Japans, þar
sem tríóið mun halda þrenna tónleika í vikunni.
Það er Aljjos Music, útgefandi Guitar
Islancio i Japan, sem skipuleggur tón-
leikana í samvinnu við vináttufélag
Japans og Islands. Óttar Felix Hauks-
son hjá Zonet útgáfunni verður í för
með þeim en Zonet útgáfan hefur
samið við Alljos Music í Japan um
leyfi á útgáfu þriggja hljómplatna
með Guitar Islancio. Kom fyrsta
platan út nú á vordögum. Ferð þessi
er farin til að styrkja útgáfu Guitar
Islancio enn frekar í Japan og verður
virtum tónlistarblaðamönnum
ásamt fulltrúum útvarps- og sjón-
varpsstöðva boðið á hljómleika Gu-
itar Islancio og á fund listamanna
og útgefenda.
Vaxandi áhugi er á tónlist Guitar
Islancio erlendis, hin skemmtilega
sérstæða blanda íslenskrar þjóðlaga-
hefðar og alþjóðlegs jazzívafs, leikin
af hljóðfæraleikurum sem vissulega
eru á heimsmælikvarða, mælist
víðast hvar vel fyrir. Tónlist Guitar
Islancio er þegar komin í spilun í
þremur heimsálfum Ameríku, Evr-
ópu og Asíu.
Guitar Islancio eru verðugir
fulltrúar íslensks tónlistarlífs á
erlendum vettvangi og hefur fram-
ganga þeirra á erlendri grund opnað
dyrnar fyrir öðrum íslenskum lista-
mönnum á erlendum markaði. Má
þar nefna að íslenskir tónlistarmenn
hafa átt fulltrúa á hverju hausti á
hinni árlegu kínversku alþjóðlegu
listahátíð í Shanghai, síðan Guitar
Islancio riðu þar fyrstir á vaðið.
Þriðjudaginn 27. júní
. *
Auglýsendur, upplýsingar veita:
Koibrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net
Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is