blaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 26.06.2006, Blaðsíða 14
22 I ÍPRÓTTIR MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2006 blaðiö Þegar Maradona sigraði á HM ■ HM-leikir dagsins 16 liða úrslit, kl. 15 og 19. Á meðan háttvís og jakkafata- klædd knattspyrnugoð eins og Pele og Platini sitja í heið- ursstúkum á HM á Þýskalandi hvetur besti knattspyrnumaður allra tíma, Diego Armando Mar- adona, sína menn í argentíska iandsliðinu áfram meðal fólksins í almennum áhorfendastúkum. Það er kannski við hæfi þar sem Maradona er sönn alþýðuhetja og í raun holdger vingur þessa dásam- lega skrýtna og aðdáunarverða heims sem rómanska Ameríka er. Knattspyrnuaðdáendur hljóta að leiða hugann að því þegar þeir sjá myndir af Maradona fylgjast með vasklegri framgöngu argentíska landsliðsins í Þýskalandi þegar hann bar landsliðið á herðum sínum í Mexíkó fyrir tuttugu árum og tryggði því heimsmeist- aratitilinn með ótrúlegri snilli sinni. Diego Maradona hafði margt að sanna fyrir HM í Mexíkó 1986. Um knattspyrnuhæfileika hans efaðist enginn. En þrátt fyrir hæfileikana olli hann vonbrigðum á HM á Spáni 1982 enda var búist við því að undra- barnið myndi einsamalt sjá til þess að Argentínumenn verðu titil sinn frá HM árið 1978. Eftir vonbrigðin á Spáni var hann seldur frá argentíska liðinu Boca Juniors til Barcelona á Spáni. Miðað við þeirra tíma mæli- kværða borgaði Barcelona mikið fé fyrir Maradona. Og þrátt fyrir að sýna mikla snilli í leik sínum fyrir liðið féll hann aldrei í kramið hjá stuðningsmönnum og leið illa í vistinni. Auk þess varð hann á vegi „Slátrarans frá Bilbaó,” Andoni Goikoetxea varnarmanni Athletic de Bilbao, í september 1983, sem tæklaði hann svo illilega að óttast var að Maradona myndi ekki leika knattspyrnu framar. Fall og upprisa En eins og í öllum góðum sögum kemur upprisa eftir fall. Maradona var seldur til Napólí á Ítalíu árið 1984 þar sem að hann fékk að leika lausum hala, í einkalífi og á knatt- spyrnuvellinum, með þeim afleið- ingum að smáliðið varð tímabundið að stórliði. Og efaðist einhver um snilli hans vorið 1986 átti sá hinn sami eftir að skipta um skoðun eftir að hafa horft á HM um sumarið. Argentíska landsliðið sem mætti til leiks á HM í Mexíkó var langt frá því að vera það sterkasta sem komið hefur frá því merkilega landi. En fyrir aðdáendur liðsins vildi svo skemmtilega til að einmitt þetta sumar var Maradona á hátindi ferils síns - og það dugði til. Riðlakeppnina hófu Argentínu- menn með því að leggja Suður-Kóreu að velli. Næsti leikur var erfiðari Ítalía - Ástralía • Miðjumaðurinn Daniele De Rossi verður ekki með gegn Áströlum. Um helgina var hann dæmdur í fjögurra leikja bann eftir að hann gaf banda- ríska sóknarmanninum Brian McBride olnbogaskot í leik lið- anna í síðustu viku. • Varnarmaðurinn Alessandro Nesta verður einnig fjarri góðu gamni en hann þjáist af meiðslum á læri. Reynslubolt- inn Marco Materazzi tekur stöðu hans í hjarta ítölsku varnarinnar. • Óvíst er hvort Harry Kewell verði með Áströlum í dag sökum meiðsla. Brett Emer- ton er í leikbanni og kemur annaðhvort Mark Milligan í hans stað eða Jason Culina. Sviss - Úkraína • Varnarmaðurinn efnilegi, Philippe Senderos, leikur ekki með í kvöld og verður frá næstu sex vikurnar. Hann meiddist á öxl í leiknum gegn Suður-Kóreu. 1 stað Senderos kemur annar enda andstæðingarnir sjálfir ítalir. Leiknum lauk með jafntefli en Mar- adona tryggði stigið með jöfununar- marki í síðari hálfleik. Argentínu- menn luku svo riðlakeppninni með tveggja marka sigri á Búlgörum. Eins manns keppni Það var ekki fyrr en á síðari stigum keppninnar sem Maradona fór virkilega að taka til óspilltra mál- anna. Eftir að hafa lagt Úrúgvæ að velli með einu marki í sextán liða úrslitum var röðin komin að því sem átti eftir að verða einn söguleg- asti knattspyrnuleikur allra tíma: Argentína - England. Aðdragandi leiksins var gildishlaðinn og tilfinn- ingaþrunginn enda voru ekki mörg ár liðin síðan þjóðirnar háðu stríð vegna nokkurra skerja sem hýsa ör- fáar hræður og nokkrar rollur. Það var með nokkurra mínútna millibili í síðari hálfleik sem Maradona skil- greindi arfleifð sína. Á fimmtugustu og annarri mínútu skoraði hann al- ræmt mark með því að nota höndina til þess að stýra boltanum framhjá Peter Shilton, markmanni Englend- inga. Enn er deilt um hvort guð eða höndin á Maradona hafi komið boltanum í netið. Nokkrum mín- útum síðar skoraði Maradona mark aldarinnar. Hann fékk boltann um tíu metra inn fyrir vallarhelming Argentínumanna. Samherjar hans voru vel dekkaðir þannig að hann átti ekki annarra kosta völ en að taka málin í eigin hendur. Næstu tíu sekúndurnar fór hann framhjá helm- ingnum af leikmönnum Englend- inga og renndi loks boltanum fram- hjá Peter Shilton. Með því að skora umdeildasta mark allra tíma og það fallegasta tryggði Maradona Arg- entínumönnum þátttöku í fjögurra liða úrslitum. Þar hittu þeir fyrir Belga og snillingurinn var við sama heygarðshornið. Maradona skoraði bæði mörk Argentínumanna í tvö núll sigri. Úrslitaleikurinn á milli Argent- ínumanna og Vestur-Þjóðverja sner- ist um einn hlut. Hvernig ætti að stöðva Maradona. Það tókst ekki betur en svo að þegar lítið var eftir af leiknum og allt stefndi í framleng- ingu tókst snillingnum að opna vörn Þjóðverja með snjallri sendingu og Jorge Burruchaga tók við boltanum og skoraði. Argentínumenn og Þjóðverjar mætast eftir nokkra daga í átta liða úrslitum á HM í Þýskalandi. Bæði lið verða að teljast ansi líkleg til þess að leika til úrslita í keppninni. Þá kemur í ljós hvort Maradona reyn- ist Argentínumönnum enn á ný innblástur á vellinum - enda þótt framlag hans muni aðeins felast í hvatningu frá áhorfendapöllunum. nvuri sem eribKd idnubiio 111 oerimar eoa eKKi er ijosi ao nmm nunaruo stuðningsmenn þess komast ekki. Þeir voru handteknir fyrir óspektir í Stuttgart í gær. * .* ★ * ungur varn- armaður, Johan Dho- urou. Hann er nítján ára gamall og leikur með Arsenal. • Ú k r a í n u - menn verða án varnarmann- anna Vyacheslav Sviderski og Andrei Rusol en þeir eru báðir í leikbanni í kvöld.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.