blaðið - 07.07.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 07.07.2006, Blaðsíða 1
fs's'G Simi5777000 Fxjálst, óháð & ókeypis! föstudagur 7. júlí 2006 Aukablað um vinnuvélar fylgir Blaðinu idag ■ TÍSKA: Hin glæsilega Charlize Theron |SlOUR 13-20 | SÍÐA 24 152. tölublað 2. árgangur Magni fær toppeinkunn Sigga Beinteins, Idol dómari, segir að Guðmundur Magni Ás- geirsson hafi staðið sig frábær- lega í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova sem sýnd- ur var á miðvikudagskvöldið í beinni útsendingu á SkjáEinum. Gríðarlega góð þátttaka var hér á landi íkosning- unni eftir þáttinn og segir Hreimur Ö. Heimisson að Magni sé nú aug- Ijóslega orðinn strákurinn okkar. | SÍÐUR4 0G 28 Skotveiði nýtur aukinna vinsælda Skotveiðifélagið Skotreyn er þessa dagana að leggja lokahönd á nýtt æfingasvæði sem mun opna á Álfsnesinu bráðlega. Að sögn Þóris Sigurðs- sonar, formanns félagsins, er leirdúfuskotfimi mjög vinsæl íþróttagrein og hefurfarið vax- andi á undanförnum misserum. | SÍÐA 21 Ómur flugaldar Þessar glæsilegu flugfreyjur voru verðugir fulltrúar flugaldar á Reykjavíkurflugvelli í gær, þar sem haldið var upp á það að 60 ár voru liðin frá því að völlurinn komst undir íslensk yfirráð, en það voru breskir dátar og íslenskir Dagsbrúnarmenn, sem lögðu völlinn í upp hafi hernáms Breta. f baksýn gnæfir DC-3 vél lcelandair, annað afsprengi styrjaldaráranna og jafnvel á sig komin. Verulegu fé stolið úr heima- banka með smáskilaboðum Peningum var stolið af heimabanka eftir að einstaklingur fékk SMS skilaboð og fór á stefnu- mótasíðu í kjölfarið. Þýskur forritari á íslandi fann mann sem stóð á bak við eina síðuna. Eftir Val Grettisson Verulegu fé var rænt af heimabanka einstaklings eftir að hann fór inn á stefnumótasíðu fyrir áeggjan smáskilaboða sem voru send í þús- unda tali hér á íslandi um miðjan júní. Bandarískur maður á miðjum aldri stóð fyrir síðunni samkvæmt Michael St. Neitzel, þýskum tölvu- fræðingi sem starfar hjá Skúlason ehf. sem sérhæfir sig í vírusvörnum. Michael ákvað að athuga síðuna, smstruedate.com, þegar kona hans fékk skilaboð í símann sinn. Hann komst að því að síðan var hýst í Bandaríkjunum, • nánar tiltekið New Jersey og á bak við hana stóð forritari á fertugsaldri sem einnig reyndist vera viðtakandi upplýsing- anna sem síðan útvegaði. Tuttugu þúsund skilaboð Tvær holskeflur af smáskilaboðum bárusl í íslenska sima um miðjan júní. Fyrri bylgjan fór í farsíma sem Síminn þjónustar og sú seinni hjá Ogvodafone. Alls munu skilaboðin hafa verið tæp tuttugu þúsund sam- kvæmt heimildum. Einstaklingurinn sem fékk skila- boð í farsímann sinn í fyrri bylgj- unni lét glepjast af skilaboðum en í þeim stóð að ef þú færir ekki inn á stefnumótasíðuna þá væri tekið af þér ákveðið gjald. Ef farið var eftir þeim leiðbein- ingum, sem var að finna í þessum skilaboðum, var hætta á að tölva við- komandi smitaðist af svokölluðum „bakdyrum“. Við það geta óviðkom- andi aðilar mögulega nýtt sér tölv- una án vitneskju eiganda hennar og fylgst jafnframt með innslætti leyniorða inn á öruggar síður eins og netbanka. Þjóðverji fínnur tölvuþrjót Tölvufræðingurinn Michael St. Neitzel fékk þessi skilaboð og einnig kona hans. Michael ákvað að kanna uppruna síðunnar. Flann fann í kjölfarið út hver maðurinn er sem stendur á bak við síðuna og fékk upplýsingarnar. „Ég hringdi heim til hans en þa svaraði kona og hún gaf mér far- símanúmerið hans,“ segir Michael og bætir við að hann hafi svo hringt í manninn. Þegar Michael gekk á hann og spurði hvort hann stæði fyrir síðunni svaraði hann að hann vissi ekkert um tölvur og kynni ekki einu sinni á þær. Michael segir að hann hafi ekki trúað því og því fundið út við hvað hann starfaði. í ljós kom að maðurinn starfar sem forritari hjá tölvufyrirtæki í Bandaríkjunum. Hefur framið tölvuglæp Samkvæmt Michael hringdi hann í lögregluna á svæðinu og benti á manninn og sagði frá því að hann fengi upplýsingarnar og að öllum líkindum skilaboðin sem send voru einnig. Kom þá í ljós, að sögn Micha- els, að maðurinn hefur áður verið viðriðinn svipað tölvubrot. Tók þá Michael upplýsingarnar saman og sendi þær til Interpol og alrík- islögreglunnar í Bandaríkjunum. Michael segist ekki vita hver staða mála sé en enginn hefur haft sam- band við hann í kjölfarið. Samkvæmt Friðriki Skúlasyni, eig- anda Skúlason ehf.. mun það vera nokkuð einfalt að senda út svo mikið af skilaboðum. Hann segir að tölvu- þjófar þurfi ekki nema fyrstu þrjár tölurnar af símanúmerunum og svo finni þeir svokallaðar „opnar gáttir“ sem er frí sms-þjónusta á Netinu likt og finna má á heimasíðu Símans og Ogvodafone. Þá nota þeir tölvuforrit sem sendir skilaboð. í kjölfarið ber- ast tugir þúsunda skilaboða áleiðis. Alþjóðleg lögregluleit Yfirmaður efnahagsbrotadeildar- innar, Ómar Smári Ármannsson, getur ekki staðfest að um sama mann sé að ræða í þessu tilviki en kannast við málið. Hann segir alla liggja undir grun eins og málin standa núna. Lögreglan vinnur í samstarfi við önnur lönd vegna málsins en ekki er gefið upp hvaða lönd um ræðir. Ómar áréttar að símar og Internet erulandamæralaus ogþví auðveldar það tölvuþrjótum að vinna út um allan heim frá sínu eigin herbergi. Hann segir jafnframt að afar fáir láti glepjast en þegar um þúsundir skilaboða sé að ræða þá séu ágæti: líkur á því að einhver láti blekkj- ast. Hann tekur fram að í svona til- fellum sé það alltaf sá sem sendir skilaboðin sem reynir að græða en þeir sem fá þau, geta það ekki. Þv:. á fólk að eyða skilaboðunum líkt og símafélögin sendu tilkynningu um þegar atvikið átti sér stað i júní. Rannsókn málsins gengur vel að sögn Ómars. valur@bladid.net Sumartilboð 20% afsláttur af öllum hjólum út þessa viku. Einnig 20% afsláttur af öllum hjálmum Full búö af nýjum hjólum!! www.gap.is Motomicro 16” Frábært barnahjól fyrir 4-6 ára fijgjpÉ IflTOl Cú? FJALLAHJÖLABÚÐIN FAXAFENI 7 S: 5 200 200 MÁN - FÖS. KL. 9-18. LAU. 10-16 Tyax Comp 26” Frábært fjallahjól fyrir kröfuharða FREESTYLE Mischief 20” Rokadile Ai 26” Einnig til með kvk stelli.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.