blaðið - 07.07.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 07.07.2006, Blaðsíða 12
blaöió — Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. AR FRA BLOÐBAÐINU Idag er ár liðið frá hryðjuverkaárás íslamskra fasista í Lundúnum, þar sem 48 saklausir borgarar á leið til vinnu lágu eftir í valnum, en í blóð- baðinu særðust auk þess um 700 manns. Hryðjuverk af þessu tagi vekja ávallt óhug, en fyrir Islendinga var nálægðin meiri en oftast; fjöldamorð í höfuðborg einnar helstu vinaþjóðar okkar, þar sem jafnan dvelja þúsundir fslendinga við nám, starf eða eru á ferð. Hryðjuverk eru í eðli sínu óvænt blóðsúthelling sakleysingja með það eitt fyrir augum að valda sem mestri ógn og skelfingu. En að þvi leyti mistókst hryðjuverkið fyrir ári. Þrátt fyrir, að allt frá seinni heimsstyrjöld hafi ekki fleiri fallið í sprengjuárás í Lundúnum, héldu Lundúnabúar stillingu sinni og þar gengur lífið sinn vanagang. Enn velta margir þvi fyrir sér hvert hafi verið tilefni árásarinnar eða til- gangur. Sumir benda á f rak, aðrir á f srael og sumir telja rótina vera eitthvað, sem Vesturlönd hafi gert á hlut hins íslamska heims, og gefa til kynna að hryðjuverkum íslamskra fasista muni linna, ef aðeins eitthvað er gert þeim að skapi. Þetta er þvættingur. Einstakar umkvartanir skipta engu máli fyrir hryðjuverkamennina, eins og best sést á því að þeir hafa ekki uppi neinar kröfur, heldur eru meðölin til- gangurinn. Al-Qaeda á ekki aðeins í striði við Vesturlönd, heldur vestræna siðmenningu. Markmiðið er ekkert minna en heimsyfirráð islam og ekki hvaða íslam, sem er, heldur þeirrar villimennsku, sem viðgekkst i nafni trúarinnar meðan talíbanar réðu Afganistan. Vitaskuld er markmiðið fráleitt, en um leið gerir það að engu vonir friðþægingarsinna um að með tíð og tíma megi semja við ógnaröflin. Þeim verður ekki gert til hæfis nema með uppgjöf, undirgefni og siðskiptum heimsbyggðarinnar. Undanfarna daga hafa hugmyndir um stofnun þjóðaröryggisdeildar lög- reglu verið til umræðu hér á landi og skoðanir verið skiptar. Eitt af því, sem tínt hefur verið til, er hvort hér á landi sé nokkur hryðjuverkaógn. Auðvitað ekki. Sú hugmynd er jafnfjarstæðukennd og á paradísareyjunni Balí. Samt var 202 manns slátrað á Balí hinn 12. október 2002 og annað eins særðist og örkumlaðist. Nýlega voru opinberuð gögn, sem fundust í tölvu eins tilræðismannanna, en þar kemur skýrt fram að Balí varð ekki skot- mark vegna einhvers sem eyjarskeggjar hefðu til saka unnið, heldur af því að viðbúnaður var lítill og að blóðbað í þessari friðsælu náttúruperlu væri sérstaklega til þess fallið að fá útbreiðslu í vestrænum fjölmiðlum og vekja þannig óhug, ógn og skelfingu um heim allan. Það er hollt umhugsunarefni i dag. Þó ísland sé fámennt, úr alfaraleið og þjóðin með eindæmum friðsæl, er það engin trygging fyrir því að enginn vilji vinna landsmönnum neitt til miska. Andrés Magnússon Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeíld: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: (slandspóstur f GLÆSILEGUR TUNGUSÓFI SEM VIÐ BJÓÐUM NÚNA Á ÓTRÚLEGU VERÐI . r o _ ' ;> / ÞÚ SPARAR Ö 40.001 \ MEO ÞESSUM . fTf KAUPUM kr.1 VERÐ ÁÐUR 209.900. 69.900 I - • ALK LÆDDUR ÍTÖLSKU LEÐRI BEIGE, SVARTUR OG DÖKKBRÚNN SETT HÚSGAGNAVERSLUN OPNUNARTtMI: MÁNUD -FÖSTUD 11Æ0-1803 LAUGARDAGA 110O-16:03 SUNNUDAGA LOKAB SETT HÚSGAGNAVERSLUN • ASKAUND 2A - 201 KÓPAVOGUR - SÍMI534 1400 WWW.SEn.IS 12 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2006 blaðiö VP TTt fvBUhír sm K.ZMUH TiZ &T&ÍH/I: íNN/H’ HVoRT 'TnÚ/l 5sf>Lfíg^MSrjMnKf(i^ \>Yí í ÍLVó'RLNVí Þ HfeHúN StYríVAXT/J SneP/ l BR kft AV þtiíf BUI /irHYGLÍSSJÚKi^^M rf J 7 f* ) 1— AMLl -9 fr\ i'\ jW. , / f\WCS^II [, f--, v vy.f V i \ sík: I x/ 1 I 1 1 hnjtfAjtjHT 'IMmB rlt1 v* Feigðin á Miklubrautinni Á dögunum hringdi í mig sölu- maður frá Tryggingafyrirtæki hér í borg. Þetta var stimamjúkur piltur, ákveðinn en ákaflega kurteis. Hann kunni sitt fag og það vissi hann vel. Pilturinn spurði mig varfærnislega um heilsufar, afkomu og hræðsluna við dauðann. Við ræddum þessi mál í góða stund meðan klukkan í eld- húsinu tifaði og minnti mig á að lífið fjaraði hægt og bítandi út hvort sem ég tryggði mig í bak og fyrir eður ei. Ég er vanajega ekki ginnkeypt fyrir tilboðum sölumanna sem hringja í mig síðla kvölds en þegar ég lagði á hafði ég fjárfest í öllum mögulegum og ómögulegum tryggingum sem gætu verndað mig í lífsins ólgusjó. Stimamýkt piltsins hafði greini- lega náð til mín. Eða kannski voru ástæður þess að ég gekk að ótal til- boðum um líf- og sjúkdómatrygg- ingar eilítið flóknari. Ég áttaði mig betur á þessu öllu saman þegar ég keyrði í vinnuna morguninn eftir. Is- kalt samhengi hlutanna birtist mér á brú yfir Miklubrautinni. Hlauptu drengur, hlauptu Flestir foreldrar hafa fyrir löngu lagt á hilluna söguna um illu ver- una sem hundeltir börnin og gleypir þau í sig ef þau haga sér ekki skikk- anlega. Þeir fáu sem enn nota þetta bragð eru a.m.k. litnir hornauga af uppeldisfræðingum og betri borg- urum þessa lands. Hræðsluáróður er þó í fullu gildi í því samfélagi sem við byggjum og er nýttur til ým- issa verka. Ráðamenn segja gjarnan sögur af verðbólgudraugnum sem strauk okkur svo eftirminnilega um fölan vanga hér á árum áður og bíður jafnvel á næsta horni eftir að rífa okkur í sig. Það er vakin með okkur hræðsla til þess að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að hindra árásir hans. Umferðarstofa hefur komið fyrir borðum með áletrunum á fjölförnum stöðum í borginni. Þeir minna á borðana sem hnýttir eru Hilma Gunnarsdóttir í blómakransa við útfarir þar sem nafn hins látna, fæðingar- og dánar- dagur er kyrfilega ritað. Á borðum Umferðarstofu er ekkert nafn og engin dagsetning, bara slagorð á borð við „Ert þú fréttaefni morgun- dagsins?" og „Bíður þín banaslys?“ Borðanir ljá borginni Reykjavík drungalegt yfirbragð, það hvílir ein- hver þungi og sorg í loftinu meðan bílaröðin silast áfram eftir götunum í suddanum. Ríkistúrvarpið spilar ,Til eru fræ“ með Hauki Morthens og ég er sannfærð um að sólin láti aldrei sjá sig aftur. Ekki hræða mig til dauða Það er kunnara en frá þurfi að segja að dauðaslys í umferðinni eru hræði- leg staðreynd. Fjöldi ungs fólks lætur lífið á hverju ári og mörg slysin hefði mátt hindra með aukinni aðgætni. Ég efast ekki um þann góða hug sem liggur að baki borðunum svörtu og hvítu en þeir vekja engu að síður með mér áleitnar spurningar um hvort tilgangurinn helgi meðalið. Borðarnir vekja upp ónot og hræðslu innan með þúsundum manna á hverjum einasta degi sem eiga sér einskis ills von. Það er eitt- hvert vonleysi yfir auglýsingunum og óttinn grefur um sig í sálinni. Við vitum að stundum er ekkert hægt að gera. Við erum algjörlega varnarlaus, keyrandi til vinnu árla morguns í miðri viku og það getur allt gerst. Við gætum á augabragði orðið fréttaefni morgundagsins, aldrei farið fram úr aftur og dáið Drottni okkar á fjölförnum gatna- mótum án þess að fá nokkuð að gert. Það er möguleiki, möguleiki sem ég vil ekki verða minnt á hvern einasta morgun meðan rigningin lemur rúðuna. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skorið E inhvern tímann átti Sirkus að vera frábærasta fyrirbærið í fjölmiðlasögu samtímans og gekk ekki lítið á þegar hugmyndin fór á legan hátt frá Sl yfirtil365 miðla.V, hins vegar sá að h reyndist kannski el bær og vænst vai styttast í að tímaritið leggist af í núverandi mynd, en það mun breytast í fylgirit Frétta- blaösins í næsta mánuði og munu áherslurnar vera þær sömu og voru í Fókus hér áður fyrr. Breki Logason mun eíga að ritstýra þvf. Porvaldur Gylfason, hagfræðipró- fessor, fer mikinn á leiðarasíðu Frétta- blaðsins í gær og bölsótast ákaflega út í Morgunblaðið, aðallega fyrir að finna að því í Reykjavíkurbréfi hinn 25. Júní hversu heiftarleg opinber umræða verður á stundum. Af skrifunum sýnist manni þó að Þorvaldur gæti að ósekju tekið þá ádrepu til sín. Eftir að hafa tíundað helstu smellina í fyrrnefndu Reykjavíkurbréfi segir Þorvaldur svo að Morg- unblaðið hafi aðeins tveimur dögum sfðar birt forystugrein, þar sem látinn maður hafi verið sakaður um lygar. Nú var forvitni klippara fyrst vakin! Eftir að hafa fundið blaðið í bunkum sínum er þó erfitt að átta sig á því hvað prófessorinn er að fara, því leiðarinn er þrískiptur þann dag og fjallar um afstöðu um- heimsins til Bandaríkjanna, framtíðarstefnu í vegagerð og svo var vikið að athyglisverðum athugasemdum, sem fram komu í viðtali blaðs- ins við Ingibjörgu Jónsdóttur á Hvolsveili á 100 ára afmæli hennar. Hvergi er vikið að látnum manni, hvað þá að nokkur sé vændur um rangfærslur. Sveinn Andri Sveinsson, hæstarétt- arlögmaöur, liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn og í Morgunblaðið í gær tekur hann fyrir nýlegan frávísunarúrskurð héraðsdómarans Arngríms fsberg á einum lið Baugsmáls- ins. Segir hann úrskurðinn ekki standast lögfræðilega skoðun og lýsir nokkurri furðu á því að dómaranum virðist ókunnugt um að fjársvik og umboðssvik eigi sér yfirleitt stað í viðskiptum. Vonast Sveinn Andri til þess að úrskurðinum verði hnekkt í Hæstarétti, enda megi ekki innleiða réttarfar ríka mannsins hér.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.