blaðið - 07.07.2006, Síða 6

blaðið - 07.07.2006, Síða 6
Kveikt á kertum til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í London fyrir ári síðan. Hmm Myndband bendlar Al-Qaeda við hryðjuverkaárásina á London Arabíska fréttastöðin Al-Jazeera sendi í gær út myndband með upp- töku af Shehzad Tanweer, einum af hryðjuverkamönnunum sem stóðu að sjálfsmorðssprengjuárásinni á London fyrir ári síðan. í myndband- inu, sem talið er vera rúmlega árs gamalt, segir Tanweer að árásin á London væri aðeins byrjunin á hrinu hryðjuverka sem yrðu gerð til þess að refsa Bretum fyrir stuðning þeirra við voðaverk gegn múslimum um heim allan. Myndbandið var sýnt einum degi áður en árásanna á rslun t>ar sem gæðagleraugu... ....kosta minna Sólgleraugu fyrir konur og karla Líklega hlýlegasta gleraugnaverslun norðan Alpafjalla Reykavíkurvegi 22 220 Hafnarfírði 565-5970 www.sjonarhoIl.is London er minnst þar sem 52 féllu. Ahmed al-Sheikh, einn yfir- manna Al-Jazeera fréttastöðvar- innar, vildi ekki gefa upp hvernig myndbandið hafi komist i hendur starfsmanna stöðvarinnar en haft er eftir honum í erlendum fjölmiðlum að myndbandið sé langt og að sjón- varpsstöðin hafi aðeins leikið lítinn bút úr því. Tilkynnt var um tilvist myndbandsins á vefsíðu sem tengist hryðjuverkasamtökum Osama Bin Ladens, Al-Qaeda, en tilkynning- unni fylgdu ummæli frá Ayman al- Zawahri, sem er sagður næstráðandi í samtökunum. Verði það staðfest að myndbandið sé ófalsað er það vatn á myllu þeirra sem halda því fram að hryðjuverkin í London fyrir ári hafi verið verið runnin undan rifjum Al-Qaeda. f september á síðasta ári sýndi Al-Jazeera myndband sem innihélt kveðjuorð Mohammad Sidique Khan, sem tók þótt í hryðjuverka- árásinni. f því myndbandi eru mynd- skeið sem sína al-Zawahri klippt inn í ræðu Kahn. Talið er lfklegt að það myndband hafi verið tekið upp utan Bretlands. Bresk lögregluyfir- völd segja að bæði Tanweer og Kahn hafi ferðast þrívegis til Pakistan, þar sem að vitað er að áhrifamenn í Al- Qaeda leynast, áður en þeir gerðu hryðjuverkaárásina á London. 6 i FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2006 blaöiö Ungir knattspyrnuáhugamenn horfa til framtíðar en ekki fortíðar. Ósigur Þjóðverja? Óttar Guðmundsson skrifar frá Berlín Arabískir íslamistar berjast með Sambandi íslamskra dómstóla Heimamenn tóku tapinu gegn ftölum bara vel. Kannski liggur það í eðli þjóðar sem beið lægri hlut í tveimur heimsstyrjöldum á tæpum 30 árum að sætta sig við orðinn hlut. Veislan heldur áfram þótt liðið hafi ekki komist alla leið í úrslitin. Bílar eru enn fánum skrýddir og fjöldi fólks gengur um götur borgarinnar í hvítri ein- kennisskyrtu. Þjóðverjar eru mjög stoltir af liðinu sínu þrátt fyrir ósig- urinn. Þjóðin öll allt frá yngstu skólabörnum til kanslara og for- seta grátbiðja Klinsmann þjálfara að vera áfram. Enginn leitar að blórabögglum og engar samsæris- kenningar eru í gangi. Menn eru sammála um að ósigur Þjóðverja sé tap fyrir keppnina. Þeir hafi verið með eitt skemmtilegasta liðið sem nú sitji eftir en tvö ákaf- lega leiðinleg varnarlið fari saman á Ólympíuleikvanginn í Berlín. Allir álitsgjafar og besserwisserar sem reglulega láta dæluna ganga í fjölmiðlum bera Klinsmann og hans menn miklu lofi. Menn eru sammála um að úrslitaleikurinn verði jafn leiðinlegur og óspenn- andi á að horfa og stórmeistarajafn- tefli í skák. Þjóðverjar virðast hafa endur- heimt gamalt þjóðarstolt. Þeim finnst að þeir séu aftur komnir í fremstu röð meðal knattspyrnu- þjóða og auk þess hafi keppnin öll verið þeim til sóma. Unga fólkið sem man ekki eftir öðru en sam- einuðu Þýskalandi veifaði stolt fánunum sínum án allrar minni- máttarkenndar og frægrar þýskrar sektarkenndar. Þjóðverjar hafa lagt sig fram um að skapa samfélag sem ekki lætur fortíðina stjórna sér um of. Ógnar- stjórn nasista og kommúnista er víða til sýnis á söfnum en áhugi heimamanna virðist næsta lítill. Gestir eru flestir útlendingar í leit að einhverju sem þeir vita ekki al- veg hvað er. Ég hjólaði á dögunum í glampandi sólskini í nokkra kirkju- garða borgarinnar til að leita að for- tíðinni. I austrinu fann ég nokkra legsteina valinkunnra kommún- ista. Graf- irnar voru í ágætri um- hirðu borgar- starfsmanna en greinilegt að fáir ef nokkrir aðrir heimsóttu þennan reit. A heimleið- Óttar Guðmundsson inni leitaði ég uppi leiði tveggja stríðshetja Þriðja ríkisins, flugmannanna Mölders og Udet. Þar var hið sama uppi á teningnum. Þeir virtust öllum gleymdir nema þessum eina hjólandi sérvitringi frá íslandi og starfsmönnum garðsins sem hjálpuðu honum að finna grafirnar. Hinir síðarnefndu drógu engan dul á þá skoðun sína að gesturinn hlyti að vera galinn svo heimskuleg fannst þeim þessi leit. Ég hjólaði síðan framhjá risa- stóru minnismerki austanmeg- inn um kommúnistaforingjann Ernst Thálmann. Þar sátu nokkrir skakkir pönkarar í skjóli stytt- unnar sem öll var þakin ljótu graf- fiti. Lífið heldur áfram og pönkar- arnir sögðust ekki hafa hugmynd um hvaða kallfauskur væri höggv- inn í þennan stein. Þjóðverjar nútímans vilja láta dæma sig af eigin verkum enda löngu orðnir þreyttir á syndum Þriðja ríkisins og Austur-þýska al- þýðulýðveldisins. Á sama hátt vilja Islendingar í Kaupmannahöfn láta meta sig af eigin verðleikum og þreytast á þeim ásökunum eldri Dana að þeir hafi svikið kónginn árið 1944. Sagan er til margra hluta nytsamleg en verst er þegar hún er notuð til að búa til klisjur, alhæfingar og kennisetningar sem stjórna afstöðu okkar til annarra þjóða. íslamskt ríki í landinu. Þrátt fyrir það hafa borist tíðindi að þau fram- fylgi afar ströngum lögum í höfuð- borginni og fréttir hafa borist af því að vígamenn þeirra hafi banað fólki fyrir það eitt að horfa á útsendingar frá HM í knattspyrnu. Þrátt fyrir yfirlýsingar Sheikh Hassan Dahir Aweys sýnir mynd- bandið sem AP-fréttastofan hefur undir höndum arabíska vígamenn undirbúa sig ásamt hermönnum sambandsins fyrir vopnuð átök norðan við Mógadisjú. Evan Ko- hlman, sérfræðingur í íslömskum hryðjvuerskasamtökum, segir í samtali við fréttastofuna að mynd- bandið sé keimlíkt þeim áróðurs- myndböndum sem íslamskir hryðju- verkahópar senda frá sér í öðrum heimshornum. Hann segir enn- fremur að ástandið í Sómalíu minni um margt á ástandið í Afganistan þegar talibanar voru í þann mund að festa sig í sessi og að myndbandið muni líklega ráða miklu um hvaða stefnu alþjóðasamfélagið mun taka gegn Sambandi íslamskra dómstóla í landinu. Samþykkir ekki hjónabönd sam- kynhneigðra Áfrýjunardómstóll í New York- ríki í Bandaríkjunum hefur vísað frá kröfu fjörtíu og átta samkyn- hneigðra para um að hann nemi úr gildi 97 ára gömul lög sem skil- greina hjónaband eingöngu á grund- velli sambands karlmanns og konu. Dómstóllinn segir í niðurstöðu sinni að hann geti ekki endurskil- greint hjónaband þar sem að það sé verksvið löggjafans í ríkinu. Deilan um hjónabönd samkyn- hneigðra er orðið að miklu hitamáli í Bandaríkjunum. Massachussetts er eina ríkið sem leyfir hjónabönd samkynhneigðra en í Vermont eru borgaralegar vígslur leyfðar. I kosn- ingunum í nóvember 2004 voru tillögur um bann við hjónabandi samkynhneigðra samþykktar í ell- efu ríkjum. Myndbandsupptaka sem Associated Press-fréttastofan (AP) hefur kom- ist yfir sýnir arabíska íslamista berj- ast við hlið hermanna Sambands íslamskra dómstóla í Mógadisjú í Sómalíu. í myndbandinu eru aðrir arabískir íslamistar hvattir til þess að koma til Sómalíu og taka þátt í heilögu stríði fyrir framgangi íslam í heiminum. Myndbandið er fyrsta áþreifanlega sönnun fullyrðingar stjórnvalda í Washington D.C. um að Samband íslamskra dómstóla hafi náin tengsl við Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin. Endurtekur sagan frá Afganistan sig Lögleysa og stjórnleysi hefur ríkt í Sómalíu frá árinu 1991 þá steyptu stríðsherrar herforingjanum Mo- hamed Siad Barre af valdastóli. Bráðabirgðastjórn fer með völd í landinu að nafninu til en styrkur Sambands íslamskra dómstóla, sem berst gegn henni, hefur farið vaxandi undanfarin misseri. Sam- bandið náðu höfuðborg landsins, Mógadisjú, á sitt vald í síðasta mán- uði. Er það í fyrsta skipti í fimmtán ár sem einn hópur stríðandi fylk- inga nær borginni alfarið á sitt vald. Bandaríkjamenn óttast uppgang samtakanna enda óttast þeir að nái þeir landinu á sitt vald muni þeir koma á íslömsku ríki og veita hryðju- verkamönnum Al-Qaeda athvarf og svigrúm til árása annars staðar, líkt og gerðist í stjórnartíð talíbana í Afg- anistan. í ljósi þessara áhyggja hafa Bandaríkjamenn stutt við bakið á stríðsherrunum sem berjast gegn Sambandi íslamskra dómstóla. Neita tengslum við Al-Qaeda Á dögunum lýsti forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, því yfir að er- lendir vígamenn á vegum Al-Qaeda berðust með Sambandi íslamskra dómstóla gegn stjórnvöldum og að hryðjuverkasamtökin hefðu komið sér upp æfingabúðum í land- inu. Sheikh Hassan Dahir Aweys, leiðtogi Sambands íslamskra dóm- stóla, hefur ítrekað neitað þessum staðhæfingum. Um helgina sagði hann í útvarpsviðtali að sambandið hefði engin samskipti við Osama bin Laden né hryðjuverkasamtök hans. Ennfremur hefur sambandið neitað því að þau ætli sér að stofna

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.