blaðið


blaðið - 07.07.2006, Qupperneq 14

blaðið - 07.07.2006, Qupperneq 14
22 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2006 blaóið Reulers Fjórir Italir tilnefndir Hinn eftirsótti gullknöttur HM verður afhentur á mánudag. Tíu knattspyrnumenn eru tilnefndir og koma þeir allirfrá þjóðunum sem áttust við í undanúrslitunum. Sjö af tíu leikmönnum sem til- nefndir eru til gullknattar HM koma frá Ítalíu og Frakklandi, sem munu leika í úrslitaleik keppninnar. Gullknötturinn er veittur besta leik- manni mótsins og er valið í höndum sérstakrar nefndar sem skipuð er fyrir hvert heimsmeistaramót. Zinedine Zidane, fyrirliði Frakklands, er á meðal þeirra sem tilnefndir eru og sömuleiðis liðs- félagar hans Patrick Vieira og Thi- erry Henry. Fyrirliði ítala, Fabio Cannavaro, er einnig á listanum sem og samherjar hans Andrea Pirlo, Gianluca Zambrotta og mark- vörðurinn Gianluigi Buffon. Þá eru heimamennirnir Michael Ballack og Miroslav Klose og Portúgalinn Maniche einnig tilnefndir. Franz Beckenbauer, forseti nefnd- arinnar í ár, segir að valið verði sér- lega erfitt nú þar sem margir leik- menn hafi verið framúrskarandi á mótinu. „Að þessu sinni eru engin ný nöfn á listanum. Ég á von á því að það verði einhver af eldri leik- mönnunum sem hreppir hnossið. Sjálfum lýst mér best á Henry og Zidane og reyndar Luis Figo líka, þó að hann sé ekki á listanum," sagði Beckenbauer. Þýski markvörðurinn Oliver Kahn vann gullknöttinn á HM 2002 og brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo hlaut verðlaunin árið 1998. Athygli vekur að enginn úr liði Bras- iliu og Argentínu er tilnefndur að þessu sinni. Tilnefndir tíl gullknattarins: Andrea Pirlo Italía Fabio Cannavaro Italía Gianluca Zambrotta ftalía Gianluigi Buffon Italía Patrick Vieira Frakkland Thierry Henry Frakkland ZinedineZidane Frakkland Michael Ballack Þýskaland Miroslav Klose Þýskaland Maniche Portúgal Skeytín inn Varnarmaðurinn Aless- andro Nesta mun ekki leika með ítölum í úr- slitaleik HM á sunnudag vegna meiðsla. Nesta hefur verið tæpur allt mótið og ekk- ert leikið með liðinu eftir riðlakeppnina. Þjálfarinn Marcello Lippi hafði talað um að góðar líkur væru á að hann myndi ná sér fyrir úr- slitaleikinn en eftir að hafa ráð- fært sig við lækna liðsins voru skilaboð Lippis til fjölmiðla skýr: „Nesta mun ekki geta leikið á sunnudaginn!“ Wigan hefur gert Birm- ingham tilboð í sókn- armanninn Emile Heskey en félagið leitar nú að staðgengli fyrir Jason Roberts, sem var seldur til Blackburn á dögunum. „Em- ile hefur sannað sig í úrvalsdeild- inni og með landsliðinu og er frábær kostur. Við höfum gert Birmingham tilboð sem við teljum afar rausnarlegt," sagði Paul Jewell, stjóri Wigan. Tilboði félagsins í Robbie Sa- vage, leikmann Blackburn, var hins vegar hafnað á dögunum. „Við höfum verið að reyna að fá til okkar hágæða leikmenn í sumar og það sýnir best hversu mikinn metnað við höfum,“ sagði Jewell. Farðu alla leið ! jífsins með heglbrigðum GÖMLU GÓÐU TAKTARNIR Franz Beckenbauer sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum við athöfn sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, stóð fyrir í gær. Keisarinn sýndi þar snilli sína með knöttinn og var ekki að sjá að hann hefði gieymt nokkru frá þvi að hann leiddi Vestur-Þjóðverja til sigurs á HM1974. Argentínska landsliðsmanninn Hernan Crespo langar aftur í sólina. Crespo vill til Ítalíu Hernan Crespo, sóknarmaður Chelsea, segir að helst af öllu vilji hann leika á Ítalíu næsta tímabil og fullyrðir að félagið hafi sýnt því skilning og sé tilbúið að selja hann. Crespo var með betri leikmönnum liðsins á síðasta tímabili og lék stórt hlutverk í að tryggja Lundúnaliðinu Englandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Árið áður lék hann með AC Milan sem lánsmaður og hafði hann lýst því yfir að hann vildi ekki fara frá Ítalíu. Forráðamenn Chelsea neituðu þvi hins vegar og lék Argentínumaðurinn tilneyddur með liðinu. „Það vita allir að mig langar að komast aftur til Ítalíu og m.a.s. ráðamenn Chelsea skilja mig vel. Ég veit að þeir hafa átt í viðræðum við Inter og Milan og ég get vel hugsað mér að leika fyrir annað hvort liðið,“ sagði Crespo. Chelsea keypti á dög- unum úkraínska sóknarmanninn Andriy Shevchenko sem verður vafalaust framar Crespo í goggun- arröðinni og sömuleiðis Fílabeins- strendingurinn Didier Drogba. Eru því góðar líkur á að Crespo verði leyft að færa sig um set fáist rétt verð fyrir hann. Jimmy Floyd Hasselbaink er ekki á leiðinni til Celtic, samkvæmt umboðsmanni hans Humphrey Nijman. Has- selbaink var ekki boðin framlenging á samningi sínum hjá Middlesbro- ugh og hefur hann í kjöl- farið verið orðaður við fjölmörg félög. Skosku meist- ararnir voru taldir líklegir til að hreppa Hollendinginn knáa en Nijman segir það ekki inni í myndinni. „Jimmy var tilbúinn að lækka launin sín hjá Boro en þeir vildu ekki halda honum,“ sagði Nijman. „Við eigum í við- ræðum við þrjú úrvalsdeildarfé- lög á Englandi sem hafa áhuga á að fá hann.“ Reading hefur gengið frá kaupum á suður-kóreska landsliðsmanninum Seol Ki-Hyeon frá Wolves. Nýlið- arnir greiða 1,5 milljónir punda fyrir kappann sem á þó eftir að gangast undir læknisskoðun.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.