blaðið - 28.07.2006, Side 8

blaðið - 28.07.2006, Side 8
8IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 2006 blaAÍ6 Misheppnaður bílaþjófnaður Mað- ur reyndi að stela bíl upp á Höfða en ífyrradag kveikti maður í bílum á sama svæði Bílaþjófnaður: Reyndi að stela bíl Maður um tvítugt var handtek- inn um miðnætti i fyrrinótt grun- aður um að hafa reynt að brjótast inn í bíla í Höfðahverfi í Reykjavík. Honum tókst ekki ætlunarverk sitt og fékk að gista í fangageymslum lögreglunnar fyrir vikið. Pólverji fundinn Maðurinn sem lýst var eftir fannst á hótelherbergi. Eftirlýstur: Fannst á hótelherbergi Pólverjinn sem lögreglan í Reykja- vík lýsti eftir á miðvikudag fannst heill á húfi á hótelherbergi í Reykja- vík á miðvikudagskvöldi Maðurinn var heill á húfi. Eiginkona manns- ins hafði ekki séð hann í viku. Ekki er vitað hvers vegna hann lét sig hverfa. sumarrrnnu Hahs ftmstn Takmarkanir á nemum þrátt fyrir skort á hjúkrunarfræðingum: Hjúkrunarnemar eru að sprengja háskólana ■ Fjöldatakmarkanir vegna fjárskorts ■ Þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum Eftir Höskuld Kára Schram Otskrifa þarf um 150 hjúkrunarfræð- inga árlega til þess að anna eftirspurn heilbrigðisstofnana að mati Elsu B. Friðfinnsdóttir, formanns Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Aðeins tæpur helmingurþeirra sem sækist eftir námiíhjúkrunar- fræði í dag kemst að vegna fjölda- takmarkana eftir að undirbúnings- námi lýkur. Elsa segir það miður að ekki skuli vera hægt að taka fleiri nemendur inn. Elsa B. Friðfinnsdóttir Skora á stjórnvöld Alls hafa um 230 nemendur skráð sig til hjúkrunarfræðináms við Há- skóla íslands og Háskólann á Akur- eyri samkvæmt upplýsingum frá skólunum. Vegna fjöldatakmarkana geta þó aðeins 112 nemendur gert ráð fyrir því að halda áfram námi eftir að undirbúningsnámi lýkur. í Háskóla íslands er tekið við 80 nemendum og Háskólinn á Akureyri tekur við 32 nemendum. t ályktun sem stjórn Landspítalans sendi frá sér í sfðustu viku er skorað á stjórnvöld að sjá tii þess að hjúkrunar- fræðideildir háskólanna fái nægilegt fjármagn til þess að aflétta fjöldatak- mörkunum á nemendur. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags fslenskra hjúkrunarfræðinga, tekur undir þessa ályktun og bendir á að samkvæmt núverandi kerfi séu háskólarnir ekki að útskrifa nógu marga hjúkrunarfræðinga. „Það þarf að útskrifa a.m.k. 150 hjúkrun- arfræðinga árlega til þess að anna eftirspurn heilbrigðistofnana. Mér finnst miður að á sama tíma og það er skortur á hjúkrunarfræðingum skulum við ekki reyna efla þessar deildir svo þær geti tekið við fleiri nemendum." Vantar hundrað hjúkrunarfræðinga Samkvæmt Elsu eru nú starfandi um 2.600 hjúkrunarfræðingar á fs- landi en fjölga þyrfti þeim um 10% eða 260 til þess að hægt væri að manna allar stöður. Á Landspítal- anum vantar í dag um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga en þar eru nú starfandi 20 danskir hjúkrunarfræð- ingar frá danskri starfsmannaleigu. í fyrra létu 113 hjúkrunarfræðingar af störfum hjá Landspítalanum og þar af fóru um 20 á eftirlaun. Elsa segir nokkuð vanta upp á að heilbrigðisstofnanir hlúi að starfs- fóli sínu t.d. með markvissri starfs- mannastefnu. „Það þarf að umbuna fólki fýrir vel unnin störf og hækka launin. Heilbrigðisstofnanir verða að fylgja starfsmannastefnu sem miðar að því að halda fólki í starfi." hoskuldur@bladid.net Verð á þjónustu: ísland dýrast í Evrópu Dýrt að tala í síma Islendingar greiða mun meira fyrir fjarskiptaþjónustu en aðrir Evrópubúar. Aðeins írarog Svisslendingar greiða meira. íslendingar greiða að jafnaði mest fyrir hvers konar þjónustu sam- kvæmt könnun Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. I henni kemur fram að meðalverð á þjónustu hér á landi er 58% hærra en í öðrum löndum á evrópska efnhagssvæðinu. Af þeim átta þjónustuliðum sem könnunin náði yfir var ísland dýr- ast í sex tilfellum. Þannig voru hótel og veitingahús 91% yfir meðalverði, samgöngur 76% og neytendaþjónusta 58% yfir meðaltali Evrópuríkja. Þá var fjar- skiptaþjónusta um 15% dýrari hér á landi miðað við meðaltal. Aðeins á írlandi og í Sviss greiða menn meira fyrir fjarskiptaþjónustu. Raforku- verð hér mældist 8% yfir meðaltali og var ísland í 8. efsta sæti hvað það varðar. Á eftir Islandi mældist þjónusta dýrust í Sviss og þá í Noregi þar sem hún var 46% yfir meðalverði. ódýr- ust var hún í Búlgaríu. Braust inn í bíl Raftæki heilla þjóf- ana og þvíer ráðlagt að geyma ekki tónhlöður og annað fþílunum. Þjófar: Brutustinn í tvo bíla Brotist var inn í tvær bifreiðar í Reykjavík og verðmæti höfð á brott. Samkvæmt lögreglu munu MP3-spil- arar og álika hlutir vera hvað vin- sælastir hjá þjófum þessa daganna. Lögreglan hvetur fólk því til þess að skilja ekki slík verðmæti eftir í bíl- unum eða hylja þau. r Allir njóta sín 1 fallegu umnverfi iiðicihiiijuuiiiiiiio Ljós Veggborðar Veggskraut Borð og stólar Dótakassar Mottur Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - Fax: 586 1034 | www.husgogn.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.