blaðið - 28.07.2006, Síða 29

blaðið - 28.07.2006, Síða 29
Nicole Vala Cariglia og Árni Heimir Ingólfsson Tónverk eftir J.S. Bach Á sumartónleikum Listasafns Sigurjóns næsta þriðjudags- kvöld leika NicoleVala Cariglia og Árrti Heimir Ingólfsson tónverk eftir J.S. Bach á selló og sembal. Fluttar verða sónöturnar þrjár sem Bach samdi fyrir gömbu og sembal, (nr.1 í G dúr BWV 1027; nr. 2 í D dúr BWV 1028 og nr. 3 í g moll BWV 1029). Einnig verða leiknir sarabande kafli úr partítu nr. 5 í G dúr fyrir sembal og allemande úr svítu nr. 6 í D dúr fyrir selló. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 Aðgangseyrir er 1500 kr. Fimmtíu sumur Út er komin hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Fimmtíu sumur í Hrafnkelsdal. Bókin er gefin út til minningar um hjónin Aðal- ■ stein Jónsson og Ingibjörgu Jónsdóttur en þau bjuggu á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal frá vori 1922 til hausts 1971. í bókinni, sem er 357 blaðsiöur að stærð, eru marg- víslegir textar, bæði frumsamdir og endurbirtir. Þá er rakin búskaparsaga Aðalsteins og Ingibjargar, sögð er skólasaga Vaðbrekkusystkinanna sem hófst 1940 og er ólokið og birtir eru ýmsir textar eftir Aðalstein. Margt fleira er í ritinu. Metsölulistinn - erlendar bækur ^ BlucSmoke Nora Roberts 2 Lifeguard James Patterson & Andrew Gross jH Nora* "’Robcrts 3 Saving Fish From Drowning AmyTan EndinTears Ruth Rendell 5 Until I FindYou John Irving 6 FireSale Sara Paretsky 7 Frlends, Lovers, Chocolate Alexander McCall Smith 8 Blind Willow, SleepingWoman Haruki Murakami 9 The Third Secret Steve Berry 10 Superstition Karen Robards Listinn var gerður út frá sölu dagana 19.07.06 - 25.07.06 i Pennanum Eymundsson og BókabúS Máls og menningar. Á L andartakínu ttmhmstn sýxting á verkum tlers Samspil listar og hugmyndafræði rno Breker var eftir- lætismyndhöggvari Hitlers. Hann lést árið 1991, níræður að aldri. É/ V .Sýning á verkum hans er haldin í bænum Schwein í Þýska- landi og ekki eru allir sáttir við að verk sem bera vitni um hugmynda- fræði nasista skuli vera á sérstakri sýningu. Þegar heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu var haldin í Berlin fyrir skömmu heyrðust raddir segja að fjarlægja ætti tvær styttur eftir Breker sem eru nálægt leikvanginum eða hylja þær til að móðga ekki þá fjölmörgu sem legðu leið sína á völlinn. Ekki var hlustað á þessar raddir. Breker er talinn einn af mikil- vægustu listamönnum 20. aldar í Þýskalandi. Hann var sérstaklega þekktur fyrir gríðarstórar manna- myndir, þar sem allir vöðvar eru ýktir og hugmyndin um aríska feg- urð er í fyrirrúmi. Breker tókst vist aldrei að finna Þjóðverja á lífi með nægilega góðan líkamsvöxt sem hann gæti haft sem fyrirmynd og studdist því við bækur um líffæra- fræði þegar hann vann að verkum sínum. Hetjulegir aríar Á sýningunni eru um sjötíu verk, þar á meðal risastórar höggmyndir af arískum karlmönnum í hetjuleg- um stellingum, mjög svipaðar þeim myndum Brekers sem skreyttu á sínum tíma innganginn að kansl- arabyggingu Hitlers. Einnig eru á Hitler og Breker fyrir framan Eiff- elturninn. sýningunni minni verk og brjóst- myndir af Salvador Dali, Anwar Sadat, Konrad Adenauer og franska kvikmyndgerðarmanninum og rit- höfundinum Jean Cocteau sem var náinn vinur listamannsins. Níutíu prósent af verkum Brekers eyði- r að vinnu við bi af Albert Speer lögðust í loftárásum bandamanna í stríðinu. Verkin á sýningunni eru því nær eingöngu úr einkaeign ekkju Bergers, Charlotte. Á sýning- unni er fjallað um tengsl Brekers við Albert Speer, arkitekt Hitlers, sem hann gerði brjóstmynd af. Einnig er fjallað um samband hans við Hitler sem fór með hinn unga myndhöggvara í sérstaka ferð til Parísar árið 1940 til að sýna hon- um borgina. I sýningarskrá er sér- stakur kafli helgaður aðstoð Berg- ers við menn sem nasistar höfðu á óvinalista sínum, eins og franska leikarann Jean Marais. Deilt um sýninguna Menn eru ekki á eitt sáttir um réttmæti sýningarinnar. „Það er rangt að viðurkenna listamann sem skapaði verk samkvæmt hugmyndafræði nasista," segir forseti Listaakademíunnar í Berl- ín. „Breker starfaði ekki einungis undir verndarvæng Hitlers heldur hagnaðist á samskiptunum". Nób- elsverðlaunahafinn Gunter Grass er hins vegar fylgjandi sýningunni og segir að hún gæti veitt svör við spurningunni af hverju svo margir snerust til fylgis við nasisma. Bæj- arstjórinn í bænum Schwerin sem átti frumkvæði að sýningunni segir: „Deilan um það hvort Brek- er var mikill listamaður eða arfa- vondur listamaður skiptir ekki svo miklu máli núna. Það sem skiptir máli er að sýna samspil listar og hugmyndafræði." menningarmolinn Shelley og Mary strjúka til Frakklands Á þessum degi árið 1814 struku skáldið Percy Byss- he Shelley og hin sautján ára gamla Mary Wollstonec- raft Godwin til Frakklands. Shelley var í hjónabandi þeg- ar hann kynntist Mary og með þeim tókust miklar ást- ir. Þau fóru saman til Frakk- lands og gengu í hjónaband árið 1816 eftir að eiginkona Percy B. Shelley Shelleys fyrirfór sér. Shelley og Mary eignuðust fimm börn en einungis eitt þeirra komst til manns. Shelley drukknaði þegar Mary var 24 ára gömul. Hún lést 53 ára gömul. Shelley er eitt ástsæl- asta skáld Englendinga fyrr og síðar og Mary er höfund- ur hinnar frægu sögu um Frankenstein.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.