blaðið - 10.08.2006, Page 2
2 I FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 blaöið
blaðið—
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700 •www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Ibúðalán:
Aldrei minni
Útlán bankanna í júlí námu
rúmum 3,6 milljörðum króna
samkvæmt tölum frá Seðlabank-
anum. Þau hafa aldrei verið
minni í einum mánuði frá þvi að
bankarnir komu inn á markað
fyrir íbúðalán.
„Helstu skýringuna á þessum
samdrætti er að finna i því að
verulega hægði á fasteignamark-
aði í júlí en velta á honum var
með minnsta móti í mánuðinum.
Jafnframt má rekja minnkandi
útlán bankanna að hluta til
þess að þeir hafa aukið aðhaldið
i útlánsstefnu sinni, lækkað
hámarkslán og hert skilyrði fyrir
útlánum," segir í Morgunkorni
Glitnis.
Samkvæmt greiningardeild
bankans munu útlán banka vera
áfram tiltölulega lítil, en aukast
að einhverju marki með aukinni
veltu á fasteignamarkaði á
haustmánuðum.
Bessi Gíslason hjá Lyfjaveri er ósáttur:
Sneiddu framhjá
ódýrasta apótekinu
■ Neytendasamtökin vildu vita um verðbreytingar
■ Spyr í hvaða tilgangi könnunin var gerð
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
gunnar@bladid.net
Yfirlyfjafræðingur apóteksins
Lyfjavers gagnrýnir verðkönnun
Neytendasamtakanna á nikótín-
lyfjum sem gerð var á dögunum
og greint hefur verið frá í Blaðinu.
Hann segir könnunina ámælisverða
fyrir þá sök, að einungis er athugað
verð í þeim lyfjaverslunum sem
hafa ætíð verið með hæsta verðið
á nikótínlyfjum í könnunum ASÍ.
Formaður Neytendasamtakanna
segir að aldrei hafi verið ætlunin að
kanna öll apótek.
Lyflaver ódýrast, en ekki með
„Verðkannanir ASl hafa hins vegar
sýnt að Lyfjaver hefur oftast verið
með lægsta verðið á nikótínvörum,“
segir Bessi Gíslason, yfirlyfjafræð-
ingur í Lyfjaveri og bætir við að því
sé undarlegt „að Neytendasamtökin
hafi ekki tekið apótek Lyfjavers á Suð-
urlandsbraut með í þessa könnun til
að upplýsa neytendur um mismun í
verði.“ Bessi bendir á að, að nikótín-
lyfjakarfa í Lyfjaveri sé um 22 pró-
sentum ódýrari en karfa með vörum
úr apótekunum sem í könnuninni
voru, þar sem ódýrasta apótekið í
könnuninni er ávallt valið.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir að í
könnuninni hafi nýlegar verðhækk-
anir á nikótínlyfjum verið skoðaðar.
„Það hafa borist til okkar miklar
kvartanir vegna verðhækkana á
nikótínlyfjum. Við gerðum ítarlega
könnun í janúar og i nýju könn-
uninni vorum við fyrst og fremst
að skoða verðhækkanir á þessu
tímabili og tókum við þá aðila sem
eru langstærstir á markaði til skoð-
unar.“ Jóhannes segir að skýrt hafi
NÝR VALKOSTUR Á
transport*'']§§
toll- og flutningsmiðlun ehf , 1
Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600
www.transport.is • transport@transport.is
.Vorum fyrst
og fremst
að skoða
verðhækkanir”
Jóhanncs Gunnars-
son, formaöur Neyt-
ondasamtakanna
komið fram á heimasíðu samtak-
anna hvaða apótek hafi verið lægst
í janúarkönnuninni. „Þar á meðal
var Lyfjaver, ásamt Rimaapóteki
og SkiphoUsapóteki. En í könnun-
inni í júlí vorum við fyrst og fremst
að kanna verðbreytingar. Raunar
vorum við einnig að skoða verð
á þessum lyfjum í Danmörku og
Svíþjóð. Þarna var því ekki um að
ræða könnun sem átti að ná til allra
apóteka, það var ekki tilgangurinn,
heldur vorum við fyrst og fremst
að kanna verðbreytingar frá
því í janúar.“
Hræðileg könnun
fyrir neytandann
Að mati Bessa Gíslasonar,
hefðu Neytendasamtökin
ekki átt að standa að
könnuninni með þessum
hætti, hafi ætlunin verið
að kanna verðbreytingarnar
frá því í janúar. Hann spyr
einnig í hvaða tilgangi könn-
unin hafi verið gerð. „Þetta
er alveg út í hött.
Við erum með
langlægsta
verðið og höfum alltaf verið. Eru
neytendasamtökin að standa í
þessum könnunum til þess að beina
neytendum á hæsta verðið eða það
lægsta?,“ spyr Bessi. „Ég er mjög
ósáttur við þessa hegðun. ASÍ gerir
þetta á allt annan hátt, þeir gera al-
vöru könnun þar sem allir eru hafðir
með.“ Bessi segir að með könnun-
inni séu Neytendasamtökin að taka
stærstu apótekin, sem ráði yfir bróð-
urparti markaðarins, sérstaklega út
fyrir sviga. „Mismunurinn í verði
hjá þessum aðilum er svo lítill að
fólk fær það á tilfinninguna að það
skipti ekki máli hvar það verslar.
Það er einmitt þetta sem ráðandi
aðilar á markaði vilja fá út í könnun,
einsleitni. Þetta er því hræðileg
könnun fyrir neytandann."
Bessi Gíslason
Könnunin út í
hött
Á förnum vegi
Ætlarðu á völlinn að
sjá Ísland-Spán?
Jóhann Sveinbjörnsson, verktaki.
Ég er að fara í fri á kostnað rikisins,
svo ég kemst ekki á völlinn.
Jóhann Þórir Hafþórsson, verka
maður.
Nei, kemur ekki til greina. Ég hata
fótbolta.
Helga Þóra Heigadóttir, nemi.
Nei, ég hef engan áhuga á fótbolta.
Arnór Kári Davíðsson, nemi.
Já, ég ætla að fara. Ég á reyndar eftir
að kaupa miða.
Petra Kristinsdóttir, sjúkraliði.
Nei, ég ætla ekki að fara.
Félagsfundur FRN
Félagsfundur framsóknarfélags Reykjavíkurkjör-
dæmis norður verður haldinn í kvöld 10. ágúst
klukkan 18:00 í húsakynnum Framsóknar-
flokksins Hverfisgötu 33 3.hæð.
Fundarefni:
Val á fulltrúum fyrir flokksþing Framsóknar-
flokksins.
Þeir félagar sem hafa áhuga á setu á
flokksþinginu vinsamlegast hafið samband við
formann félagsins í síma 858-8171.
Stjórn FRN.
„ Heiðsklrt tSr LéttskýJaðíiÉU Skýjað
Alskýjað Rjgning, lítilsháttar^íré Rigning Siild - Snjókoma Slydda .fili Snjóél í
^Skúr
ilUi'Jjli'
Algarve 26
Amsterdam 16
Barcelona 29
Berlín 16
Chicago 22
Dublin 18
Frankfurt 19
Glasgow 15
Hamborg 19
Helsinki 24
Kaupmannahöfn 20
London 21
Madrid 30
Mallorka 28
Montreal 19
New York 24
Orlando 24
Osló 19
París 19
Stokkhólmur 22
Vin 17
Þórshöfn 11
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upptýsingum frá Veðurstofu íslands
Á morgun