blaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 14
Öldungadeildarþingmaðurinn
Joe Lieberman laut á þriðjudag i
lægra haldi fyrir Ned Lamont í próf-
kjöri demókrata í Connecticut fyrir
þingkosningarnar í nóvember. Fá-
heyrt er að sitjandi þingmenn tapi
í prófkjörum í Bandaríkjunum en
þrátt fyrir það misstu tveir þing-
menn repúblikana sæti sín á sama
tíma og Lieberman.
Stjórnmálaskýrendur fylgdust
náið með prófkjörinu enda eru úr-
slitin talin geta haft mikil áhrif á
gang mála fyrir þingkosningarnar
í haust og mögulega getu demó-
krata til þess að sigra í næstu for-
setakosningum. Naumur sigur
Lamont er talinn benda til þess
að demókratar muni halla sig enn
frekar til vinstri í stjórnmálabarátt-
unni og herja fyrst og fremst á óvin-
sældir Íraksstríðsins og George
Bush, forseta. Þessi áhersla kanna
að setja þá leiðtoga flokksins sem
eru á miðjunni og hyggja á forseta-
framboð í töluverðan vanda.
Joe Lieberman hefur verið einn
helsti áhrifamaður demókrata í
öldungadeildinni. Hann var vara-
forsetaefni A1 Gore í forsetakosn-
ingunum árið 2000 og sóttist eftir
tilnefningu flokksins fyrir for-
setakosningarnar 2004. Hann er
staddur á miðju stjórnmálanna en
þrátt fyrir stuðning hans við inn-
rásina í írak hefur hann yfirleitt
stutt baráttumál demókrata á þingi
eins og bandaríska dagblaðið New
York Times sýndi fram á dögunum,
þvert á það sem andstæðingar
hans hafa haldið fram. Athafna-
maðurinn Ned Lamont er hins
vegar nýgræðingur í stjórnmálum
en með því að leggja ofuráherslu á
gagnrýni á stuðning öldungadeild-
arþingsmannsins við stefnu Bush í
hryðjuverkastríðinu fékk hann öfl-
ugan stuðning frá ýmsum grasrót-
Örn Arnarson
skrifarum
aódraganda
þingkosninga i
Bandarikjunum
Fréttaskýring orn@bladid.net
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 blaðiö
arsamtökum á vinstri-vængnum
sem skilaði honum naumum sigri
á Lieberman. Lamont málaði þá
mynd af andstæðingi sínum að
hann væri taglhnýtingur George
Bush og uppskar ríkulega.
Kjósendur á miðju fældir frá?
Vegna þess hve George Bush er
umdeildur og hve klofin þjóðin
er í afstöðunni til þeirrar utan-
ríkisstefnu sem hann hefur rekið
í forsetatíð sinni hafa einstaka
stjórnmálamenn freistað að virkja
grasrót Demókrataflokksins ásamt
herdeild áhrifamikilla bloggara á
vinstri væng stjórnmálanna með
fiví að höfða til andstöðunnar við
raksstríðið. Gengi Lamont í próf-
kjörinu ásamt árangri
Howard Dean í forvali demó-
krata fyrir forsetakosningarnar
árið 2004 sýnir að þessi áhersla
getur skilað góðum árangri og
traustum stuðningi. Hins vegar er
forval ekki það sama og kosningar
og óttast margir flokksmenn að
hún komi til með að einangra kjós-
endur á miðjunni og fæla frá hóf-
sama repúblikana sem gætu ann-
ars hugsað sér að kjósa demókrata
vegna óánægju með núverandi
vaídhafa. í þessu felst vandi demó-
krata fyrir þingkosningarnar. Þeir
vita að þeir eiga góða möguleika
að ná meirihluta af repúblikönum
í bæði öldunga- og fulltrúardeild-
inni vegna óvinsælda forsetans en
hins vegar gera margir þeirra sér
grein fyrir að slíkur árangur næst
ekki án samstöðu um stefnu og
sókn inn á miðju stjórnmálanna.
Sigur Lamont gefur til kynna að
flokkurinn stefni í aðra átt.
Breska ríkisútvarpið hefur eftir
Tom Matzzie, einum aðstandanda
grasrótarsamtakanna MoveOn.org
sem studdi dyggilega við bakið á
Lamont i prófkjörinu, að samtökin
myndu berjast gegn hverjum þeim
þingmanni demókrata sem þykir
of nálægt stefnu núverandi ríkis-
stjórnar Bandaríkjanna. Þrátt fyrir
að enginn þingmaður flokksins
hafi stutt jafndyggilega við utan-
ríkisstefnu Hvíta hússins og Lie-
berman er ljóst að flestir hófsamir
frambjóðendur flokksins þurfa
ísrael og Líbanon:
200 hermenn gætu látist
ísraelsk stjórnvöld veittu í gær
hernum heimild til þess að grípa til
víðtækra hernaðaraðgerða á landi
gegn skæruliðum Hizballah í suður-
hluta Líbanon. Að sögn ráðamanna
mun aðgerðin taka um þrjátíu daga
og hafa hermenn fengið grænt ljós
frá stjórnvöldum til þess að fara allt
að þrjátíu kílómetra inn fyrir landa-
mæri Líbanon, eða að bökkum Litani
árinnar, til þess að uppræta skæru-
liða Hizballah. Að sögn sérfræðinga
hersins má búast við að allt að tvö
hundruð ísraelskir hermenn gætu
látist í aðgerðinni. Ehud Olmert, for-
sætisráðherra, og Amir Peretz, varn-
armálaráðherra, hafa vald til þess að
fyrirskipa aðgerðirnar verði af þeim.
ísraelsmenn hafa nú þegar tíu þús-
und hermenn í suðurhluta Libanon
en ekki er víst hversu mörgum yrði
bætt við ef ráðamenn gripu til víð-
tækari hernaðaraðgerða. Talsmaður
Olmerts lýsti því þó yfir í gær að
fljótlega yrðu veittar frekari upplýs-
ingar um aðgerðina. Ljóst er að sát-
Bandaríkjamenn og Frakkar standa
að en Líbanar og fulltrúar þriggja
Arabaríki eru henni mótfallin. Þeir
vilja meðal annars gera breytingar
sem kveða á um að Israelar dragi her-
lið sitt umsvifalaust frá Líbanon og
að líbanskar hersveitir með aðstoð
frá fjölþjóðaherliði gæti suðurhluta
landsins. Óljóst er hvort að samstaða
náist um málið á næstu dögum.
ísraelskir hermenn héldu að-
gerðum sínum áfram i gær og sam-
kvæmtlíbönskumyfirvöldummættu
þeir harðri andstöðu frá skæruliðum
Hizballah. Arabíska sjónvarpstöðin
Al-Jazeera sagði að ellefu hermenn
hafi fallið í bardögum við Hizballah
við landamærin en talsmaður ísra-
elska hersins staðfesti ekki þá tölu.
Hizballah gerði fjölda eldflaugaárása
á norðurhluta Israels en ekki var
vitað um mannfall í gær.
Yfir þúsund manns hafa fallið í Líb-
anon frá því að átökin hófust í síðasta
mánuði og rúmlega hundrað ísraelar
hafa látið lífið.
Sigurreifur Ned Lamont ávarpar stuönings-
menn eftir að sigur hans lá fyrir. Á myndinni má
sjá nokkra þekkta demókrata af vinstri vængnum
Psvö> : ysSsíF 1
að taka tillit til grasrótarinnar í
málflutningi sínum. Borið hefur á
ýmsum merkjum um að það sé ein-
mitt að gerast. Á dögunum krafðist
Hillary Clinton, öldungadeildar-
þingmaður og væntanlegur forseta-
frambjóðandi, að Donald Rums-
feld, varnarmálaráðherra, segði
af sér, vegna framkvæmdar inn-
rásarinnar í Irak og hernámsins í
kjölfarið. Clinton studdi innrásina
en hefur að undanförnu verið að
fjarlæga sig frá þeirri skoðun, eins
og fleiri demókratar á miðjunni, og
beint gagnrýni sinni þess í stað að
framkvæmd hernámsins. Hvort að
það sé nægilega mikil andstaða við
stefnu forsetans í augum grasrótar-
Joe Lieberman:
Óháður frambjóðandi
Þrátt fyrir aö hafa tapað í prófkjörinu
á þriðudag og mikinn þrýsting frá þunga-
viktarmönnum Demókrataflokksins um
að draga sig í hlé hyggst Joe Lieberman
bjóða sig fram í þingkosningunum í nóv-
ember sem óháður frambjóðandi. Stjórn-
málaskýrendur telja góðar líkur á því að
Lieberman haldi öldungadeildarsæti í rík-
inu bjóði hann sig frá á eigin vegum. Talið
er að Lamont hafi ekki víða skírskotun út
fyrir raðir demókrata og þar af leiðandi
myndi slagurinn um öldungadeildar-
sætið standa á millí Lieberman og Alan
Schlesinger, frambjóðanda Repúblikana.
Lieberman mun reyna að herja á vaxandi
óánægju meðal bandarískra kjósenda
um of mikla flokkadrætti í stjórnmálum
landsins.
Ferill Joe Lieberman:
1942: Fæddist í Stamford, Connecticut.
1967: Útskrifaðist með gráðu í lögfræði
frá Yale-háskóla
1970: Kosinn til setu á ríkisþinginu í
Connecticut
1983: Varð dómsmálaráðherra
Connecticut
1989: Kosinn til setu í öldungadeild
Bandaríkjanna
2000: Valinn varaforsetaefni Al Gore í
forsetakosningunni.
2004: Býður sig fram í forvali demó-
krata fyrir forsetakosningarnar 2004.
Mótmælt við jarðarför
Líbanar mótmæia ísraeium og
Bandaríkjamönnum við jarðar-
för í Beirút
taumleitanir á vettvangi öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna færu í uppnám
gripu ísraelsmenn til enn harðari
aðgerða í Líbanon. Hins vegar hafa
ísraelsk stjórnvöld lýst því yfir að
þau muni ekki gripa til aðgerðanna
náist samstaða um ályktun í örygg-
isráðinu á næstu dögum. Ekki hefur
verið enn kosið um ályktunina sem
Bjóðum þessar heimsþekktu þýsku kamínur í
mörgum stærðum og gerðum á hreint
frábæru i/erði\
ORMSSON
SIÐUMULA 9 ■ Sími 530 2800 I SMARALIND • Sími 530 2900
AKUREYRI • Simi 461 5000 I Sjá nánar: www.ormsson.is
Aðdragandi þingkosninga í Bandarikjunum:
Vinstriöflin sækja á
Joe Lieberman tapaði í prófkjöri demókrata á þriðjudag
Til marks um vaxandi áhrif grasrótarinnar innan flokksins
blaðið FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006
FRÉTTIR I 15
Skortur á samstöðu
Flestar kannanir benda til
þess að demókratar eigi ágætis
möguleika á að vinna meiri-
hluta í báðum deildum Banda-
ríkjaþings í kosningunum.
Óvinsældir forsetans, ástandið
í Irak og hneykslismál í röðum
repúblikana hefur skapað sókn-
arfæri fyrir flokkinn. Hins
vegar hefur ósamstaða meðal
demókrata á Bandaríkjaþingi
gert þeim erfitt fyrir. Á dög-
unum gátu þingmenn flokks-
ins ekki komið sér saman um
eina tillögu á þingi um brott-
kvaðningu hernámsliðsins frá
Irak og settu þar af leiðandi
fram tvær. Klofningur í jafn-
mikilvægu máli dregur úr trú-
verðugleika flokksins. Enda
hefur gagnsókn repúblikana
í kosningabaráttunni meðal
annars falist í því að hamra á
að demókrötum sé ekki treyst-
andi fyrir að fara með utanrík-
isstefnu og þjóðaröryggismál
Bandaríkjanna.
Ljóst er að demókratar munu
reyna að gera Íraksstríðið eitt
af helstu kosningamálunum í
nóvember. Grasrót. flokksins
talaði á þriðjudag í Connecticut
og refsaði sitjandi þingmanni.
Hins vegar er ljóst að eigi hern-
aðarlist demókrata í kosning-
unum að takast þurfa þeir að
tala einu máli í kosningabar-
áttunni. Úrslit prófkjörsins í
Conncecticut bendir ekki til að
sú verði raunin.
Verkfærum stolið Óprúttinn þjófur
stal verkfærakassa úr vinnuskúr í
austurborginni
Þjófnaður:
Verkfærum stolið
Verkfærakassa var stolið úr vinnu-
skúr í austurborg Reykjavíkur í
gærmorgun.
Þjófnaðurinn var tilkynntur um
hálfníu um morguninn en þá kom
iðnaðarmaður að tómum kofanum.
Ekki er ljóst hversu verðmæt verk-
færin eru en ljóst er að um allnokkra
upphæð er að ræða.
Ekki er vitað hver var að verki en
málið er í rannsókn hjá lögreglunni.
Umferöaróhapp í Texas:
Þrjár mörgæsir í valnum, kolkrabbi slapp
Óvenjulegt umferðarslys átti sér
stað í Texas í Bandaríkjunum á
þriðjudag. Vöruflutningabíll, sem
var að flytja dýr úr dýragarði í Indi-
ana til annars skemmtigarðs í Gal-
veston, valt á þjóðvegi með þeim af-
leiðingum að dýrin sluppu út.
1 bílnum voru tuttugu og fjórar
mörgæsir, slatti af sjaldgæfum
fiskum og einn kolkrabbi. Örlög fisk-
anna voru ráðin þegar þeir sluppu
úr tanknum í bílnum þegar hann
valt en tvísýnt var um hvernig mör-
gæsunum og kolkrabbanum myndi
reiða af á hraðbrautum Texas-ríkis.
Tuttugu og ein mörgæs náðu
að koma sér af veginum og hjú-
fruðu sig saman í skurði rétt við
slysstaðinn en keyrt var yfir þrjár
þeirra. Kolkrabbinn slapp lifandi úr
hildarleiknum.
Verið var að færa dýrin til vegna
breytinga sem er verið að gera á
dýragarðinum sem þau halda alla
jafna til í.
Richard Buchanan, umferðar-
lögga í Texas, var einn þeirra sem var
kallaður á vettvang. Hann sagði við
fjölmiðla að þetta væri án efa undar-
legasta umferðaróhapp sem hann
hefur orðið vitni að. Hann sagði að
ekki væri óalgengt að umferðaró-
höpp sem tengdust kúm, hestum og
svínum ættu sér stað í ríkinu en að
fáheyrt væri að mörgæsir lentu í um-
ferðarslysum í ríkinu.
Buchanan sagði þó að verra hefði
getað farið þar sem að annar vörubíll
sem var að flytja hættulega snáka og
krókódíla fór um veginn sama dag.
Starf lögreglunar hefði orðið mun
erfiðara hefði sá bíll oltið.
Mörgæsir á batavegi UJ'mörgœsa
er fullt afhættum. Þessar mörgœsir
hlutu aðhlynningu i Brasiliu á dögunum
eftir að þeim skolaði að strönd landsins
í kjölfar þess að isjaki sem þœr voru á
bráðnaði.
.
liJll
Hús og híbýli - Nýjasta nýtt
I nýjasta hefti Húsa og híbýla er kíkt (heimsókn til arkitektanna Erlu og Tryggva,
hönnuðarins Katrlnar Pétursdóttur ogtjöldin á Þjóðhátið í Vestmannaeyjum eru skoðuð
í þaula. Einnig kíkjum við í heimsókn til Danmerkur og fáum að auki frábær ráð varðandi
gólfefni og litaval. Við ræðum við fólk sem stækkaði eldhúsið, sýnum myndir af moldar-
flagi sem var breytt í grillparadís og svo má ekki gleyma lesendatilboðunum.
Hvaða blað ert þú að lesa? Kynntu þér frábær áskriftarkjör (s(ma 515 5555
eða sendu okkur póst á askrift@frodi.is
HÚS OG HÍBÝLI KEMUR ÚT í DAG!
Erla ogTryggvi hönnuðu eigið draumahús
Hjónin Tryggvi Þorsteinsson arkitekt og Erla Dögg Ingjaldsdóttir
innanhússarkitekt eru einir heitustu arkitektar Islands. Þau
hönnuðu og byggðu draumahúsið sitt.
Hús og híbýli kíktu í heimsókn. Sjón er sögu ríkari.
Ift /1
íIHI I
Dýrast að búa í Garðabæ
I nýjasta hefti Húsa og híbýla er ítarleg úttekt á fasteigna-
markaðinum. Hvað kostar að koma sér upp húsnæði á íslandi?
Er mikill munur á hverfum innan höfuðborgarsvæðisins og
kannski enn meiri munur á milli landshluta?
Innllt hjá Katrínu Péturssdóttur
Katrín Pétursdóttir hefur skapað sér nafn sem listamaður og
hönnuður og hefur unnið fyrir mörg stærstu fyrirtæki heims. Hún
býr og starfar í Hong Kong ásamt eignmanni stnum, Michaet
Young, og börnum en þau eiga einnig heimili í Reykjavík. Hús og
híbýli kíktu í heimsókn til Katrínar.
FRÓÐI
TÍMARITAÚTGÁFA