blaðið - 10.08.2006, Qupperneq 17
blaöið FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006
SKOÐUN I 25
Endurflytjum frumvarp
um fjármagnstekjuskatt
Af réttlátri
I skiptingu
* : byrða samfélagsins
II Ögmundur Jónasson • ■
Skoðun
Þingflokkur VG vinnur nú að end-
urskoðun á frumvarpi sínu um sam-
ræmingu á tekjuskatti og fjármagns-
tekjuskatti sem tvívegis hefur verið
flutt í þinginu af hálfu þingflokks-
ins. Þingflokkurinn hefur hamrað á
því hróplega ranglæti sem í því felst
að skattleggja launafólk með 36,72%
álagningu (að frádregnum persónu-
frádrætti) fyrir launatekjur sínar en
10% fyrir tekjur af fjármagni og arði.
Samkvæmt tillögum VG yrði skatt-
lagning á fjármagnstekjur í þessum
áfanga hækkaðar í 18%. Þingflokk-
urinn gerði ráð fyrir því í tillögum
sínum að árleg skattleysismörk fyrir
fjármagnstekjur yrðu 120 þúsund
krónur. Skyldi þetta gert til að hlífa
smáparendum. Athyglisvert er að
næðu tillögur VG fram að ganga
mætti ætla að yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra sem hafa fjármagns-
tekjur nú yrðu undanþegnir skatti,
eða eins og segir i greinargerð með
frumvarpi VG: „Gera má ráð fyrir
að ...rúm 90% einstaklinga og ríf-
lega 70% hjóna sem nú greiða fjár-
magnstekjuskatt [yrðu] undanþegin
skattinum. Þótt hlutfallið sé hátt er
hér fyrst og fremst um að ræða smá-
sparnað almennings sem hefur yfir-
leitt sínar tekjur af launavinnu."
í greinargerð með frumvarpi VG
koma einnig fram eftirfarandi upp-
lýsingar (skattprósentum breytt
til samræmis við það sem nú er):
„Vinnandi fólk greiðir af launum
sínum [36,72%] að samanlögðum
tekjuskatti og útsvari ... Tekjur
þeirra auðugustu í landinu, þ.e.
þeirra sem eiga fjármagnið og
þeirra sem þiggja hluta tekna sinna
af hlutabréfakaupum eða kaupréttar-
samningum, eru aftur á móti mest-
megnis fjármagnstekjur. Af þeim
greiða þeir, eins og fyrr segir, aðeins
10% skatt.“
Þetta endurspeglar þann veru-
leika sem fram kemur í viðtali
Morgunblaðsins í gær við Indriða
H. Þorláksson, ríkisskattstjóra, um
hlutfallið á milli launatekna og fjár-
magnstekna í þjóðfélaginu og mis-
munun í skattlagningu.
{ prýðilegu viðtali Brjáns Jónas-
sonar í Morgunblaðinu í gær, kemur
fram að rúmlega 6.600 framtelj-
endur á íslandi hafi hærri fjármagns-
tekjur en aðrar tekjur, og tæplega
2.200 hafi engar aðrar tekjur en af
sölu hlutabréfa, arði, leigu og öðru
sem fellur undir fjármagnstekjur.
Fjöldi þeirra sem hafa hærri fjár-
magnstekjur en aðrar tekjur hefur
aukist um 33,5% frá árinu 2000.
Þessar upplýsingar eru sláanadi
og trúi ég ekki öðru en að á kom-
andi þingi fái tillögur VG um að
samræma álagningarhlutföll mis-
munandi skattstofna meiri stuðn-
ing en verið hefur á tveimur und-
angengnum þingum. Það er engin
afsökun fyrir aðgerðarleysi lengur.
Höfundur er þingmaður
Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Lærdómsrík saga
sunnan af Spáni
w Um dálæti
-~ :~émm íslenskra krata
1 M á Zapatero
IV M
Ifl Einar K. Guðfinnsson
Skoðun
Sunnan frá hinum sólríka Spáni,
þar sem íslenskir ferðamenn og
aðrir njóta dægilegs loftslags, berast
ansi kunnuglegar fréttir. Hagvöxtur
er kröftugur, þjóðarframleiðslan er
talin aukast um 3,5% í ár, en verð-
bólgan er meiri en almennt þekkist
á evrusvæðinu, sem Spánn tilheyrir.
Þar hafa menn notið ódýrs fjármagns,
það er mikill vöxtur í hyggingar-
framkvæmdum; og íslenskir athafna-
menn hafa tekið þátt í því ævintýri
með kaupum á húsum og frístunda-
heimilum. Jafnvel þekkjast dæmi
um fjárfestingar landans á mörgum
hekturum lands undir slíkar bygg-
ingar. Húsnæðisverð hefur hækkað
þarytravegna aukinnar eftirspurnar
og fjármagnsnægðar.
Þetta er lýsing sem við þekkjum
úr íslenskum veruleika. Og þarna
suður frá situr við stjórnvölinn jafn-
aðarmaðurinn Zapateró. Um hann
segir félagi Össur á bloggsíðu sinni:
„Zapateró er góð fyrirmynd allra jafn-
aðarmanná’. Og kemur þá óðara upp
í huga þess er hér skrifar að svipaðar
hugsanir sveimi um í höfði hins ís-
lenska jafnaðarmanns er hann hug-
leiðir stöðu mála hér á landi.
En á Spáni þurfa menn einnig að
hyggja að hinu sama og við hér á
landi. Þegar hagvöxtur er öflugur og
fólk og fyrirtæki sjá tækifærin blasa
við, þurfa menn að stfga á bremsuna.
Gæta aðhalds. Reka ríkissjóð með
afgangi og greiða niður skuldir. Líkt
og við höfum gert hér á landi. Sjálfur
Zapatero getur eins og íslensk stjórn-
völd státað af afgangi á ríkissjóði, en
hann glímir við velsældarvanda eins
og við; viðskiptahallinn er of mikill.
En hinn spænski forsætisráðherra
á við vanda að glíma, sem við eigum
sem betur fer ekki við að etja hér á
landi. Spánn er nefnilega aðili að
Evrópusambandinu og þar í landi
er heldur ekki sjálfstæður gjaldmið-
ill, heldur Evra. Því er svigrúm hans
til efnahagsaðgerða takmarkað af
þeim völdum. Gengi gjaldmiðilsins
ræðst einfaldlega ekki af aðstæðum
á Spáni, þar sem hagvöxtur er yfrinn,
heldur af hagsmunum efnahagsma-
skína stórveldanna innan evrusvæð-
isins, Frakklands og Þýskalands,
sem hjökta og ganga ekki á öllum
sílendurunum.
Og þó öll kennileiti í spænsku efna-
hagslífi segi að skynsamlegast sé að
vextir séu hækkaðir, taka þeir ekki
mið af þeim heldur ástandinu í hæga-
gangshagkerfunum í Frakklandi og
Þýskalandi.
Þannig fá nú Spánverjar að læra
lexíuna sína. Senjór Zapatero gerir
sjálfsagt sitt besta, en hendur hans
eru bundnar. Og þegar kallað er eftir
aðgerðum á ríkisfjármálasviðinu
bendir hann á ríkulegan afgang rík-
issjóðs og veit líklega í hjarta sínu
að vandi hans er sjálf evran, sem
stundum er kallað eftir að við tökum
upp hér á landi.
Höfundur er sjávarútvegsráðherra
Danmörk er annað land
Um misjafnar
viðtökur
innflytjenda
Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn
fyrir um áratug var Danmörk enn
opið og umburðarlynt þjóðfélag,
- í raun boðberi hins norræna frjáls-
lyndis. Síðan hefur margt breyst en
svo virðist sem frjálslynd viðhorf
hafi látið undan fyrir harðari af-
stöðu gegn innflytjendum og auk-
inni kröfu um einsleitni í lifnaðar-
háttum almennt. Ég skal taka dæmi
frá tveimur leigubílaferðum sem ég
þurfti að fara í Kaupmannahöfn um
liðna helgi.
Alltafí heimsókn
I fyrri ferðinni sat fimmtugur
Dani við stýrið, heldur hippalegur
í útliti. Þegar hann heyrði á mæli
mínu að ég er frá íslandi fór hann ein-
hverra hluta vegna að ræða innflytj-
endavandann í Danmörku sem hann
taldi tröllvaxinn. Samt er færra fólk
af erlendum uppruna í Danmörku
en í flestum nágrannaríkjunum.
Leigubílstjórinn sagði þann vanda
einna mestan að innflytjendur lagi
sig ekki nægjanlega að dönskum
lifnaðarháttum, að þeir borði ekki
sama mat og hlusti ekki einu sinni
á sömu tónlist. Síðan bætti hann við
eftirfarandi líkingu: „Þegar maður
er í heimsókn hjá öðrum þá á maður
að spila eftir þeirra reglum.“ í fram-
haldinu lýsti hann þeirri skoðun að
innflytjendur í Danmörku séu alltaf
í heimsókn, að þeir muni aldrei geta
náð þeirri stöðu að Danmörk verði
heimili þeirra líka.
Kólnandi viðmót
í seinni ferðinni var bílstjórinn af
pakistönskum uppruna. Minnugur
samtalsins við fyrri leigubílstjórann
spurði ég þann pakistanska hvort
hann liti á Danmörku sem sitt heima-
land. Hann sagði að það væri orðið
erfitt núorðið, hann fengi að vita
það á viðmóti manna, frá því hann
færi út á morgnana og þar til hann
kæmi heim á kvöldin, að hann væri
boðflenna í hinum danska selskap.
Hann sagði að frá hryðjuverkunum
11. september 2001 hafi viðmót Dana
í sinn garð kólnað verulega. I dag
mæti honum stöðug tortryggni.
Bætti því svo við að hann þyrfti að
fara yfir til Svíþjóðar til að geta um
frjálst höfuð strokið. Af er það sem
áður var.
Skárra í Svíþjóð
Hinum megin við Eyrarsundið
hefur þróunin nefnilega verið með
öðrum hætti. Vissulega hefur ein-
staka sinnum slegið í brýnu á milli
innflytjenda og innfæddra Svía en
öfugt við ástandið í Danmörku hafa
ekki orðið þessi sömu kerfislæguþjóð-
félagsátök í Svíþjóð vegna innflytj-
enda. Og hægriöfgaflokkar í Svíþjóð
hafa heldur ekki náð viðlíka hylli og
í nágrannaríkjunum, Danmörku
og Noregi. Samt er fjöldi og sam-
setning innflytjenda álíka í öllum
þessum ríkjum. Munurinn er hins
vegar sá að stjórnvöld í Svíþjóð hafa
haldið úti virkri og umfangsmikilli
samlögunarstefnu milli innfæddra
og innflytjenda. Innflytjendur eru
með markvissum hætti virkjaðir inn
í sænskt samfélag á öllum sviðum,
svo sem í skólum, íþróttafélögum,
félagasamtökum og gegnum allt hið
borgaralega samfélag. Og hið opin-
bera hefur markvisst ráðið fólk úr
röðum innflytjenda í áberandi störf
í samfélaginu. í Danmörku hafa inn-
flytjendur hins vegar frekar verið úti-
lokaðir frá samfélagslegri þátttöku.
Dæmi um þessar ólíku nálganir
sjást glögglega þegar maður flakkar
á milli norrænu sjónvarpsstöðv-
anna, þá er algengt að sjá fólk með
annan hörundslit en þann fölbleika
á skjám sænsku stöðvanna en það
er viðburður að sjá hörundsdökkan
þul í danska og norska sjónvarpinu.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
List
Spennandi sumardagskrá Nánari
upplýsingar
Iíaffisala kl. 13 - 17 www.videy.com
533 5055
Viðeyjarferjan siglir
reglulega alla daga mb Reykjavikurborg
BARNABÍLSTÓLAR
HJÁ OKKUR FÁIÐ ÞIÐ MIKIÐ ÚRVAL AF BARNABlLSTÓLUM