blaðið - 10.08.2006, Blaðsíða 18
26 i GOÐSÖGN
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 blaöiö
Einn af vinsælli ferðastöð-
um í Bandaríkjunum
er kastali blaðakóngs-
ins Williams Randolph
Hearst sem stendur á
glæsilegu landssvæði
mitt á milli San Francisco og Los
Angeles. f kastalanum hélt blaða-
kóngurinn rómaðar veislur og ríka
og fræga fólkið kepptist um að kom-
ast á boðslista. Háðfuglinn George
Bernhard Shaw var þar eitt sinn
meðal gesta og sagði eftir heimsókn-
ina: „Þetta er staður sem Guð hefði
byggt hefði Guð átt peninga."
Draumakastalinn
Eigandi kastalans William Rand-
olph Hearst var á sínum tíma í hópi
auðugustumannaBandaríkjannaog
einn sá umdeildasti. Ástkona hans í
áratugi, allt þar til hann lést, var ein
af þekktari leikkonu Bandaríkjanna,
Marion Davies, og saman gerðu þau
kastalann að vinsælum samkomu-
stað fræga fólksins. Hearst hafði
ungur að árum ferðast um Evrópu
með móður sinni og heimsótt kast-
ala. Með byggingu síns eigin kastala
ætlaði hann að byggja stað sem tæki
flestum öðrum fram. Hann vann í
28 ár að því að fullkomna kastalann
en lauk verkinu aldrei fullkomlega.
Umhverfis kastalann voru sér-
stakar byggingar ætlaðar gestum
og sundlaugar voru einnig á sínum
stað. Þarna var dýragarður með yfir
þrjú hundruð dýrum, þar á meðal se-
brahestum, ljónum, kengúrum, dá-
dýrum, giröffum og öpum. Hearst
sankaði að sér dýrmætum listmun-
um og fyllti hús sitt af þeim. Þar á
meðal voru grískir vasar frá 800 f.
Kr, austurlensk teppi, antíkmunir
og forn málverk. Um hverja helgi
var nokkrum tug útvalinna boðið
í kastalann. Hearst borgaði starfs-
mönnum sínum mjög vel og var vin-
sæll meðal íbúa á svæðinu.
Hearst og Kane
Kastalinn, Hearst sjálfur og Mari-
on Davies leika hlutverk í bók Ólafs
Jóhanns Ólafssonar, Höll minn-
inganna. Hearst var fyrirmynd að
persónu í skáldsögu Áldous Huxl-
ey, After Many a Summer Dies the
Swan sem fjallar um sérvitran auð-
mann sem býr í kastala ásamt ást-
konu sinni. Hearst kippti sér ekki
upp við þá bók en tók afar illa kvik-
Marion og Hearst. Ástarsamband
þeirra stóð írúm þrjátíu ár.
mynd Orson Welles, Citizen Kane.
Aðalpersónan Kane, er maður sem
svifst einskis í viðskiptum við aðra
og stefnir hátt í pólitík en mistekst,
rétt eins og henti Hearst. Myndin
sem dregin var upp í kvikmyndinni
var ekki beint falleg og skaðaði He-
arst. Kvikmyndin reyndist þó enn
skaðlegri ástkonu hans, Marion
Davies, sem var þar fyrirmynd að
hinni hæfileikalausu og drykkfelldu
söngkonu Susan Alexander. Ósjálfr-
átt settu kvikmyndahúsgestir sama-
semmerki milli Susan Alexander og
Marion Davies. Niðurstaða þeirra
varð að Davies væri hæfileikalaus
og drykkfelld leikkona. Þessi ímynd
hefur loðað við leikkonuna allt fram
á þennan dag.
Marion Davies átti vissulega við
áfengisvandamál að etja en hún var
langt frá því að vera hæfileikalaus.
Hún var skínandi gamanleikkona
og kvikmyndasérfræðingar hafa
margir tekið upp hanskann fyrir
hana á seinni árum og borið lof á
hana. Orson Welles sagði reyndar
að það eina sem hann sæi eftir í sam-
bandi við Citisen Kane væri skaðinn
sem myndin hefði valdið Marion
Davies.
Veikur fyrir dansmeyjum
Hearst ólst upp með silfurskeið í
munninum en faðir hans var á sín-
um tíma fimmtándi ríkasti maður
Bandaríkjanna. Hearst lærði í Har-
vard og gerðist síðan blaðaútgefandi
og um þriðja átatuginn átti hann
tæplega þrjátíu dagblöð víðs veg-
ar um Bandaríkin. Hearst bjó yfir
miklum pólitiskum metnaði. Hann
var demókrati en skipti síðan um
pólitíska skoðun og gerðist harður
Marion Davies átti
vissulega við áfeng-
isvandamál að etja
en hún var langt
frá því að vera hæfi-
leikalaus.
repúblíkani. Hann sat um tíma á
þingi, bauð sig fram til borgarstjóra
í New York og stefndi á Hvíta húsið
með engum árangri.
Hann var hálffertugur þegar hann
kynntist sextán ára gamalli, gullfal-
legri dansmey, Millicent. Þau gengu
í hjónaband fimm árum seinna,
þrátt fyrir andstöðu fjölskyldu He-
arst og eignuðust fimm syni. Þeg-
ar Hearst var rúmlega fimmtugur
kynntist hann annarri dansmey,
sem var ekki síður falleg en eigin-
konan, hinni sextán ára gömlu Mari-
on. Hann skildi ekki við eiginkonu
sína en bjó meira og minna með
Marion þar til hann lést.
Stjarna í þöglu myndunum
Marion var falleg, tilgerðarlaus
og hafði sérlega góða kímnigáfu.
Hún var annáluð fyrir gjafmildi.
Hún kom fyrst fram í kvikmynd
árið 1917 í þöglu myndunum og
þótti einkar hæfileikarík gaman-
leikkona. Hearst hafði hins vegar
þann metnað að gera hana að bestu
dramatísku leikkonu í Hollywood.
Hann fjármagnaði myndir hennar
en seinna komst hún á samning hjá
kvikmyndaverum. Afskiptasemi
Hearst af ferli hennar lauk ekki þar
með.
Marion sagði seinna að ákafi He-
arst við að koma henni á framfæri
50%
50%
Allar sumarvörur með helmings-afslætti
—vErhlistinn.
við Laugalæk • sími 553 3755
50%