blaðið - 10.08.2006, Page 23
blaöift FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006
31
Glenn Roeder, stjóri Newcastle, er ekki búinn að gefa
upp vonina um að fá hollenska landsliðsmanninn Dirk
Kuyttil liðsins. Feyenoord vill fá 10 milljónir punda fyrir
kappann sem hefur einnig verið orðaður við Liverpool.
Hörundsár knattspyrnumaður:
Lék ekki með réttu liði
Spurs vill ekki Martins
Martin Jol, stjóri Tottenham, seg-
ist ekki hafa áhuga á að fá Nígeríu-
manninn Obafemi Martins til liðs-
ins. Martins vill fara frá Inter Milan
og hefur Lundúnaliðið verið nefnt
sem líklegur áfangastaður hans. Jol
segist hins vegar aldrei hafa haft
áhuga á leikmanninum sem er samn-
ingsbundinn ítölsku meisturunum
næstu fjögur árin og verðmetinn á
15 milljónir punda.
Jol er hins vegar ( skýjunum með
annan Afríkumann, Fílabeinsstrend-
inginn Didier Zokora sem gekk til
liðs við Spurs í sumar. „Zokora er
stórkostlegur leikmaður og ótrúlega
fjölhæfur. Kannski þarf hann tvo
mánuði til að venjast ensku knatt-
spyrnunni en kannski nær hann að
aðlagast strax,“ sagði Jol um Zokora
sem sagður er geta orðið næsti Patr-
ick Vieira enska boltans.
Á leið burt Obafemi Martins vill fara
frá Inter eftir að Hernan Crespo kom
til liðsins.
Fyrrum landsliðsmaður Englands,
Gary Charles, var nýlega dæmdur til
fangelsisvistar eftir að að hafa misst
stjórn á skapi sínu. Á löngum ferli
sínum lék hann m.a. með Notting-
ham Forest, Derby og Aston Villa en
eftir að hann lagði skóna á hilluna
hefur hann átt við áfengisvandamál
að stríða.
Veistu ekki hver ég er?
Síðla árs í fyrra réðst Gary á konu
fyrir utan skemmtistað í Notting-
ham eftir að hún gerði grin að knatt-
spyrnuferli hans. Hún hafði sagt
við hann að ekki væri mögulegt að
hann hafi verið góður leikmaður
þar sem hann hafi ekki spilað fyrir
Manchester United. Við þessi um-
mæli trompaðist Gary og kýldi hana
til jarðar og sparkaði ítrekað í hana
þar sem hún lá á jörðinni. Viðstadd-
ir þurftu að draga hann í burtu til
þess að bjarga konunni frá frekari
meiðslum en er hann var dreginn
frá þá öskraði hann í sífellu:
„Veistu ekki hver ég er?“
Miidaður dómur
Gary fékk níu mánaða skilorðs-
bundinn dóm og var dæmdur til
hundrað klukkustunda vinnu
í þágu samfélagsins. Tekið
var tillit til þess að hann
eigi við drykkjuvandamál
að stríða og skilorðs-
fulltrúi hans gaf
skýrslu þess
efnis að lítil
hætta væri á
því að Gary
bryti af sér
aftur. Þrátt
fyrir álit full-
trúans hefur
Gary ekki
beðið kon-
una afsökunar
á árásinni og segist ekki
muna neitt eftir atvikinu
en fyrir rétti sagðist hann
ekki kannast við að hafa
ráðist á konuna.
„Ég hefði getað
áfrýjað dómnum en
ákvað að gera það ekki. Málaferlin
hefðu tekið langan tíma og ég vil
halda áfram með mitt líf. Það mikil-
vægasta í mínum huga eru börnin
mín,“ sagði Gary Charles eftir að
dómurinn féll.
Gary Charles
Fæddur 13. apríl 1970
Hægri bakvörður
Nottingham Forest, Derby
County, Aston Villa, SL Benf-
ica og West Ham United
204 deildarleikir
7 mörk
Hefur tvisvar sinnum setið í
fangelsi, í fyrra skiptið fyrir
að keyra fullur og í síðara
eftir að hafa fjarlægt stað-
setningartæki af fæti sínum
og farið til sólarlanda.
Stöndugir sebrahestar
KR-ingar fengu verðlaun
fyrirað eiga bestu stuðn-
ingsmenn timabiisins.
P'.
m
Frábær stemmning Von
er á góðri stemmningu á
Laugardalsvelli þann 15.
ágúst.
ísland - Spánn:
Búist við 15 þúsund
áhorfendum
Geir Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, segir að fram-
kvæmdirnar við Laugardalsvöll
muni ekki standa í vegi fyrir því
að áhorfendur geti fjölmennt á
vináttulandsleik íslendinga og
Spánverja. „Það er gert ráð fyrir
því að öll sæti verðikomin í vestur-
stúkuna og þar komast fyrir 6.500
áhorfendur. Það er unnið hörð-
um höndum að því að það takist.
Austurstúkan rúmar 3.500 manns
og svo munum við selja um fimm
þúsund miða í stæði,“ sagði Geir.
Hann segist ekki eiga von á öðru
en að það takist- að fylla völlinn.
„Miðasalan hefur farið mjög vel af
stað og við gerum fastlega ráð fyr-
ir þvi að ná að selja miðana upp,“
sagði Geir.
Landsbankadeild karla:
Sigurvin bestur
■ Verðlaun fyrir 7.-12. umferð veitt í gær
■ Fjórir Keflvíkingar í úrvalsliðinu
Verðlaunaafhending fyrir 7.-12.
umferð Landsbankadeildar karla
fór fram í gær, en það eru fjölmiðlar
og Landsbankinn sem standa að val-
inu. FH-ingurinn Sigurvin Ólafsson
var valinn besti leikmaður
umferðanna og kórón-
\ aði þar með frábæra
viku en hann var á
ÚRVALSLIÐ UMFERÐA 7-12 í
LANOSBANKADEILD KARLA
Markverðir:
Daði Lárusson, FH
Varnarmenn:
Ármann Smárl Björnsson, FH
Birkir Sævarsson, Valur
Guðmundur Viðar Mete, Keflavík
j Höskuldur Eiríksson, Víkingur
Miðjumenn:
Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavik
Jónas Guðni Sævarsson, Keflavik
Sigurvin Ólafsson, FH
Sóknarmenn:
Björgólfur Takefusa, KR
j Guðmundur Steinarsson, Keflavík
! Marel Baldvinsson, Breiðablik
Þjðlfari:
| Kristján Guðmundsson, Keflavík
þriðjudag valinn í landsliðshópinn
fyrir vináttulandsleikinn gegn Spán-
verjum.
Keflvíkingar eiga fjóra leikmenn í
úrvalsliði tímabilsins auk þess sem
þjálfari þeirra, Kristján Guðmunds-
s o n , var valinn besti þjálfarinn.
Egill Már Markús-
son var valinn
bestidómarinn
og KR-ingum
féllu í skaut
sérstök stuðn-
ingsmannaverð-
laun.
Bestur Sigurvin Ólafsson hefur
staðið sig frábæriega að undan-
förnu og var valinn besti leikmaö-
urumferða 7.-12.
^w’b“í!'v£a út
Btaðiðhonðut
að tvottu j brevtingB'
mm\
^“s örnendur
út SJ0-?;; drevfmgu íT,Tídvvæmi\
VELKOMIN
í hópinn!
Morgunblaðið býður blaðbera
Fréttablaðsins velkomna til starfa.
Hringið og fáið upplýsingar um laus
hverfi í síma 569 1440 eða sendið
tölvupóst á bladberilBmbl.is
Fréttablaðið 29. júti sl.