blaðið - 10.08.2006, Síða 30

blaðið - 10.08.2006, Síða 30
38 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Hvernig ætlarðu að halda upp á daginn? Dagnrinn verður tvískiptur. Égætla að vintta aðþeint máltim semhelst á manni brenna og svo ætla ég að njóta dagsins með fjölskyldunni. Siv Friðleifsdóttir, ráðherra. Siv Friðleifsdóttir á afmæli í dag. Smáborgarinn STÓRKOSTLEGIR EYJAMEWM Smáborgarinn skellti sér á þjóð- hátíð í Eyjum um helgina. Hann hafði ákveðið að taka því rólega heima í ár en á laugardagskvöld fékk hann boð um frítt flug og aðgöngumiða á svæðið og ákvað hann að þiggja það með þökkum. Fyrirhugað var að fljúga aftur heim seinna um nóttina. Skemmst er frá því að segja að sökum mikils galsa og gleði missti Smáborgarinn af flugvél- inni um nóttina, enda löngum verið þekktur fyrir að vera mikið skemmtanaljón sem kveður ekki gott partí svo auðveldlega. Smáborgarinn hugsaði lítið út í afleiðingarnar og kom á daginn að þess þurfti ekki. Góðhjörtuð Eyjahjón víluðu ekki fyrir sér að bjóða Smáborgaranum gistingu og bjuggu um hann eins og best var á kosið. Gestrisni heimamanna var með eindæmum Þegar Smáborgarinn vaknaði var honum tekið af miklum fögn- uði og honum boðinn matur og veigar eins og hann gat í sig látið. Borgarbarnið vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Móttökurnar sæmdu þjóðhöfðingja. Smáborg- arinn fékk svo að fara í sturtu og var boðinn velkominn aftur um kvöldið. Sunnudagskvöldið var stór- skemmtilegt, eins og við var að búast, en óþarfi er að fara náið út í fylleríssögur í virðulegu dagblaði. Víkur því sögunni til mánudags- morgunsins. Á dansgólfinu hafði Smáborgarinn hitt mann sem hann vissi að gæti komið sér heim til Reykjavíkur flugleiðis. Þegar kom að því að fara út á flugvöll reyndust góð ráð dýr. Hvergi virtist mögulegt að fá bíl til að flytja Smáborgarann þangað. Þegar tíu mínútur voru til brott- farar sá Smáborgarinn ekki annan kost mögulegan en að stöðva lögreglubíl úti á götu og biðja hann um far. Laganna verðir voru svo almennilegir að verða við bón Smáborgarans og komu honum út á flugvöll, hvar hann náði flugi heim. Gestrisni heimamanna þessa helgi var með eindæmum og eiga þeir mikinn heiður skilinn fyrir vikið. Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum er sannarlega stórmerkileg hátíð, sem ekki væri unnt að halda nema með svona frábærum mannskap. Ástríðufull þingkona Kolbrún Halldórs dóttur þingkona hefur gjarnan tekið sér fri frá þingstörfum til að sinna öðrum ástriðum ílífi sínu eins og til dæmis leiklistinni. Mikilvægt að sinna mörgum ástríðum Allir eiga sér einhverja ástríðu í lífinu sem þeir verja gjarnan ómældum tíma og orku í að sinna. Ástríðurnar eru vitaskuld jafnfjöl- breyttar og fólkið sjálft en oftar en ekki tengjast þær starfi þess eða áhugamálum. Sumir hafa ástríðu fyrir ferðalögum, aðrir fyrir tónlist og enn aðrir fyrir teiknimyndasögum. Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingkona og leikstjóri, á sér ekki eina ástríðu í lífinu held- ur nokkrar og segir hún nauðsyn- legt að geta sinnt þeim öllum sem skyldi. Stjórnmálin, leikhúsið og fjölskyldan „Astríðan mín er eiginlega bara það sem ég er að fást við í hvert og eitt skipti. Stundum er það pól- itíkin og þá náttúrlega helst um- hverfismálin. Þegar ég er að vinna í leikhúsinu er það listin og það verk sem ég er að setja upp í það og það skiptið. Stundum er ástríð- an fjölskyldan mín og börnin. Ég held að ég reyni að sinna því sem ég tek að mér af ástríðu og hef gert það frá því ég man eftir mér,“ segir Kolbrún. Þegar Kolbrún er spurð hvort ekki sé hætt við því að ein ástríða verði útundan vegna anna á öðrum sviðum segist hún reyna að koma í veg fyrir að svo fari. „Ef ég gleymi mér of lengi í pólitíkinni þá reyni ég að taka upp þráðinn við hinar ástríðurnar þegar færi gefst og legg þá pólitíkina til hliðar. Eg hef gjarn- an tekið mér frí frá þingstörfum í ákveðinn tíma og sett upp eins og eitt leikrit og þá hefur minn góði varamaður tekið sæti mitt á Alþingi. Það er líka mikilvægt að sinna fleiri ástríðum en einni. SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 9 6 4 2 7 8 1 3 5 8 1 2 9 3 5 7 6 4 3 5 7 4 6 1 9 8 2 5 7 6 3 8 2 4 9 1 1 2 9 5 4 6 8 7 3 4 8 3 7 1 9 2 5 6 6 9 1 8 2 3 5 4 7 7 3 5 1 9 4 6 2 8 2 4 8 6 5 7 3 1 9 - Gáta dagsins: 1 7 9 5 6 9 1 6 4 7 8 1 8 2 7 7 6 9 4 5 8 1 4 9 4 2 9 8 5 2 3 by Jim Unger Ég verð að þjóta 'sgan. Það er maður hjá mér. 10-13 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 HEYRST HEFUR... Vikið var að framboðsmál- um Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi á þessum stað í síðustu viku og greint frá orðrómi þess efnis að Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráð- herra, væri í ein- hvers konar próf- kjörsbandalagi með þeim Birnu Lárusdóttur og Borgari Þór Einarssyni. Umsjónarmaður dálksins átti orðastað við ráð- herrann skömmu siðar og tók Einar Kristinn því fjarri hann væri að efna til samblásturs gegn félögum sínum og vinum, þeim Sturlu Böðvarssyni og Einari Oddi Kristjánssyni. Sjálfur myndi hann ekki hafa afskipti af því með hvaða hætti valið yrði á framboðslista flokksins í kjördæminu... Samfylkingarmenn í Norð- vesturkjördæmi eru einnig að velta fyrir sér hvernig skipa skuli lista sinn. Þar á flokkur- inn nú tvöþingsæti sem þau Jóhann Ársælsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir skipa. Eins og áðjir hefur komið fram hefur Árni Páll Árnason, lög- maður, fullan hug á því að gefa kost á sér en eins tala menn um að Sigurður Pétursson, oddviti I-listans á ísafirði, eigi að reyna fyrir sér í landsmálunum. Þá skyldu menn ekki vanmeta hugsanlegt fram- boð Guðbjarts Hannessonar, skólastjóra á Akranesi, langfjölmennasta byggðarlagi kjördæmisins... Að undanförnu hafa sumir rætt þann kost, að Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, leiði lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fyrir kosning- arnar að ári. Segja sumir að tímabært kunni að vera að skipta öllum þingmönnum þess út, en fyrst og fremst vakir þó fyrir mönnum að gæta jafnvægis milli byggðarlaga þessa víð- feðmasta kjördæmis landsins. Eftir að Árni Ragnar Árnason féll frá eiga Suðurnesjamenn þannig engan þingmann, en flestir líta svo á að fyrsti þing- maður kjördæmisins eigi að koma þaðan, sá næsti af Suður- landi og sá þriðji úr Eyjum... Athygli vakti því í fyrrakvöld þegar Viktor B. Kjart- ansson, fyrrverandi varaþing- maður sjálfstæðismanna á Suðurnesjum, sagði í tíufrétt- um enga þörf á því að sækja frambjóðendur i önnur kjördæmi og bætti svo um betur og taldi rétt að betur snjóaði yfir mál Árna Johnsen áður en hann gæfi sig að trúnaðarstörfum fyrir almenning. Viktor er áhrifamaður í flokksstarfi sjálfstæðismanna í Reykjanes- bæ og hyggst bjóða sig fram í komandi prófkjöri, sem að líkindum verður haldið i vor... andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.