blaðið - 15.08.2006, Side 2

blaðið - 15.08.2006, Side 2
18 I FJÁRMÁL ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÖST 2006 blaðÍA Vaxtakjör: Ávaxtaðu peningana Til eru margar mismunandi leiðir íyrir landsmenn til að ávaxta sparifé sitt. Bankarnir bjóða t.a.m. upp á fjölmarga kosti sem gott er að fara vel yfir áður en endanleg ákvörðun er tekin. í sumum tilvikum skiptir máli hversu stór upphæð er lögð inn til sparnaðar. Þannig gefa reikningar þar sem krafist er lág- marksupphæðar og skuldbindingar í ákveðinn tima yfirleitt betri vexti en þeir sem eru opnir allan ársins hring. Þá er frekar óskynsamlegt að geyma háar upphæðir inni á tékka- reikningi þar sem vextir á þeim eru í flestum tilvikum lægri en t.d. á bókarreikningum. Almennir vextir á debetkortareikningi eru frá 3,4% upp í 4,2% en geta verið hærri ef inni- stæðan er um og yfir 500 þúsund krónum. Hægt er þó að semja um hærri vaxtaprósentur ef innistæðan fer yfir ákveðin mörk. Einnig er gott að hafa í huga verð- bólgu og verðbólguspár þegar tekin er ákvörðun um verðtryggða eða óverðtryggða sparireikninga. Óverð- tryggðir reikningar hafa oft háa vaxtaprósentu en hún getur hins vegar farið fyrir lítið ef verðbólgan mælist um og yfir 8% eins og staðan er í dag. Þannig væri óverðtryggður reikningur á 11% vöxtum aðeins að skila 4% vöxtum í 8% verðbólgu á meðan verðtryggður reikningur á 5% vöxtum skilar sínum vöxtum óskertum. Blaðið hefur tekið saman nokkrar hugmyndir að þeim sparnaðar- leiðum sem bankarnir bjóða uppá í dag. Hafa ber í huga að í mörgum til- vikum er hægt að semja við banka um betri vexti og kjör. Hér er aðeins miðað við almenn vaxtakjör bank- anna og að lagðar séu inn 250 þús- und krónur. Óverðtryggð lán SPRON - PM 10 daga binding - 10,65% KB-Banki - Kostabók 36 mánaða binding - 11,65% Landsbankinn - Vaxtareikningur - 10,65% Glitnir- Verðbréfareikningur 10 daga binding- 10,45% Verðtryggð lán Glitnir - Sparileið 60 mánaða binding - Landsbankinn - Landsbók 60 mánaða Bústólpi - 48 mánaða binding - 4,0% SPRON - Viðbót 36 mánaöa binding - ------- arkmál Þýðingar og skjalagerð Aðsetur í ReykjavíkurAkademíunni - Hringbraut 121 www.markmal.is - markmai@markmal.is - S: 660 5003 lofthreinsitœki www.ishusid.is Góð ráð fyrir seljendur fasteigna: Sanngjarnt verð selur eignina Seljendur ættu að verðleggja eignir sínar á markaðsverði vilji þeir selja eignina sem fyrst samkvæmt Ásdísi Ósk Valsdóttur, löggildum fasteigna- sala hjá Remax Mjódd. Ásdís segir að ef eign sé verðlögð á markaðsverði þá geti hún selst á einungis einni til tveimur vikum. „Ég get nefnt sem dæmi að i síðustu viku seldum við eignir á ásettu verði á tveimur dögum. Það sýnir að eignir seljast ennþá á ásettu verði en það þarf að passa að verðið sé raunhæft. Fasteignasalar gefa raunhæft verð- mat en stundum vill seljandinn selja eignina á hærra verði enda liggur honum ekki á.“ Hins vegar segir Ás- dís að það sé miklu árangursríkara að setja sanngjarnt verð á eignina svo hún seljist hraðar í stað þess að hafa hana til sölu i marga mánuði. ,Það er betra fyrir seljandann því þá vilja fleiri skoða eignina. Það er betra fyrir kaupandann því hann er fljót- ari að ákveða sig ef hann sér eign sem er á góðu verði. Ef verðið er sann- gjarnt fyrir báða aðila þá eru fleiri sem skoða íbúðina og meiri líkur á að hún fari hratt." Pakkið niðuráðuren kaupendur koma „Það er ekki eins mikið um það og áður,“ segir Ásdís þegar hún er innt eftir því hvort seljendur verðleggi íbúðir of hátt. „Fólk er að átta sig á ví að markaðurinn hefur breyst. fyrra var kannski sett aðeins of hátt verð á eignir. Ef eignin seldist ekki á fyrstu vikunum þá hækkaði it Góður árangur Ásdis Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali. „Það næst bestur árangur með þvf að auglýsa eign jafnt og þétt. “ markaðsverðið hvort eð var. Núna er ástandið gott, fólk getur skoðað eignir í næði og þarf ekki að stökkva til og kaupa eign klukkutíma eftir að hún er komin á Netið.“ Ásdís lumar á fleiri góðum ráðum til að selja eignir hratt og segir að til að mynda sé gott að pakka heilmiklu niður áður en væntanlegir kaupendur skoði íbúð- ina. „Það er gott að létta á íbúðinni og vera ekki með allar smástytturnar og myndirnar uppi við. Þegar eign er til sölu þá þarf að setja hana í sölugir, það er ekki nóg að hafa hana eins og eigandanum líður best í henni heldur verður fólk að sjá íbúðina fyrir dóti.“ Eins segir Ásdís að gott sé að fara um íbúðina með gagnrýnum augum, at- huga hvað þarf að gera við og klára. .Athugið hvort kranar leka, hvort það vantar lista á flotta parketið og svo framvegis. Fækkið skóm og yfir- höfnum í forstofunni því forstofan er það fyrsta sem kaupandinn sér. Ef það eru málningarskemmdir þá þarf að gera við þær og mála. Hafið íbúð- ina þannig að kaupandi komi ekki inn og byrji að telja upp gallana." Auqlýsið jafnt og þétt Asdís tekur fram að seljendur eigi þó alls ekki að missa sig í allsherjar framkvæmdum eins og að skipta um eldhúsinnréttingu eða setja parket á íbúðina. „En það er um að gera að laga smáhluti eins og eina brotna rúðu, gólflista eða lekan krana. Þetta eru hlutir sem stinga í stúf þegar fólk skoðar íbúðina," segir Ásdís og bætir við að hennar reynsla sé sú að best sé að auglýsa eignina aðra hvora viku. „Það næst bestur árangur með því að auglýsa jafnt og þétt því það kemur ekki nýr hópur af kaupendum inn í hverri viku. Þó þarf að gæta þess að fara ekki yfir strikið því það er mjög mikill kostnaður sem fylgir því að auglýsa eignir. Það skiptir Hka rosal- ega miklu máli að fá góðar myndir af eigninni því Netið er mikið notað í eignaleit. Ef það eru góðar myndir á Netinu þá vekur það áhuga fólks á að skoða eignina." svanhvit@bladid.net Hvernig eyðír þú viðkvæmum upplýsingum? O www.gagnaeyðing.is Sjónvarpsþættir verða að tölvuleikjum: Fyrstu seldir íjanúar mbl.is | Tölvuleikir sem byggja á kvikmyndum eru nokkuð algengir en tölvuleikirsem byggja á sjónvarps- þáttum sjaldséðari. Nú á hins vegar að gera tölvu- leikjaútgáfur þáttaraðanna Lost og Desperate Hosuewives. Tölvuleikja- fyrirtækið Gameloft er sagt ætla að ráðast í gerð leikjanna. Fyrstu leik- irnir verða seldir í janúar á næsta ári. Vinsældir fyrrnefndra sjónvarps- þátta hafa verið griðarlegar í Banda- ríkjunum og víðar og aðdáendahóp- urinn afar stór og trúr þáttunum. Framleiðendur þáttanna treysta fyrirtækinu Gameloft til þess að gera þeim góð skil í tölvuleikjum. Gameloft hefur þegar sent frá sér leik byggðan á sjónvarpsþáttunum O.C. Reuters segir frá þessu.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.