blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 4
20 I FJÁRMÁL
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 blaöiö
Að sógn Astu S. Helga-
gójáir, forstöðumanns
haðgjafarstofu um fjár-
'mál heimilanna fresta«
sumir að taka á vax-
andi fjárhagsvandayf-
ir sumarmánuðina en
ætla svo taka til í sín-
um ranni íseptember.
.September er oft erfiður mánuður
hjá mörgum,” segir Ásta S. Helgadótt-
ir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu
um fjármál heimilanna. Að sögn
Ástu fresta sumir að taka á vaxandi
fjárhagsvanda yfir sumarmánuðina
en ætla svo taka til í sínum ranni í
september.
Ráðgjafarstofan veitir fólki sem
á í verulegum greiðsluerfiðleikum
og komið er í þrot með fjármál sín
endurgjaldslausa ráðgjöf. Ásta segir
að ráðgjafar stofunnar séu fullbók-
aðir fyrir ágústmánuð, en það þýði
ekki endilega að ástand fjármála
heimilanna fari versnandi. Ráðgjaf-
arstofan hafi verið lokuð vegna sum-
arleyfa. Það kunni að skýra annir.
Hinsvegar segir Ásta ýmis teikn á
lofti í þjóðfélaginu um að heimilin
eigi í vandræðum. Hún segir að húsa-
leiga fari hækkandi, fasteignaverð sé
í sumum tilfellum á niðurleið, vextir
háir og geta sumra til þess að standa
undir greiðslubyrðinni fari minnk-
andi.
Ásta segir að fasteignalánin séu
erfið mörgum sem sækja þjónustu
ráðgjafarstofunnar. „Það eru hæstu
lánin og vextir af þeim eru háir
núna.” Ásta nefnir einnig yfirdrátt-
arlánin í þessu samhengi. En þrátt
fyrir ýmsar blikur á lofti telur Ásta
ekki ástæðu til svartsýni. Yfirleitt sé
hægt að hjálpa þeim sem eiga í erfið-
leikum. Mikilvægt sé að fólk fái yfir-
sýn yfir fjármál sín og það auðveldi
að koma böndum á þau. Starfsfólk
ráðgjafarstofunnar aðstoðar fólk við
að öðlast slíka yfirsýn. Ásta segir að
fólk eigi að forðast í lengstu lög að
reyna að ýta skuldahalnum á undan
sér og eigi að taka á vandræðunum
strax. Hún segir að fólk geti yfirleitt
fundið viðunandi lausn á sínum fjár-
hagserfiðleikum, en þó að ráðgjafar-
stofan veiti fólki aðstoð skipti öllu
máli fyrir farsæla lausn að fólk sé
tilbúið að hjálpa sér sjálft.
Á heimasíðu Ráðgjafarstofu
um fjármál heimilanna, www.fjol-
skylda.is/fjarmal/radgjafarstofa/,
er að finna margvíslegar gagnlegar
upplýsingar fyrir þá sem vilja koma
fjármálum sínum í viðunandi horf.
Yfirdráttarlán:
650 þúsund krón-
ur á hvert heimili
Yfirdráttarlán heimilanna námu
um7i milljarði króna í lok júní-
mánaðar. „Útlán þessarar gerðar
lána lækkuðu svolítið eftir að bank-
arnir fóru að lána til íbúðakaupa,"
segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræð-
ingur hjá Greiningu Glitnis. „Yfir-
dráttarlán fóru svo aftur að aukast
og frá árslokum í fyrra hefur heildar-
talan verið á svipuðu róli, eða í kring-
um 70 milljarðar. Þessi þróun, að lán-
unum fjölgaði á ný, endurspeglaði
vaxandi einkaneyslu umfram vöxt
kaupmáttar neytenda. Segja má að
munurinn hafi verið fjármagnaður
að einhverju leytimeð dýrum lán-
um.“
Jón Bjarki segir að ef reiknað er
með 110 þúsund heimilum í landinu
megi reikna með að þessi tala jafn-
gildi því að hvert heimili í landinu
hafi skuldað um það bil 650 þúsund
krónur í yfirdrátt í júnílok, sem ger-
ir um 240 þúsund á hvern íslending.
„Ýmiskonar vaxtakjör eru í gangi
hjá bönkunum, en meðalvextir yf-
irdráttarlána í dag eru rúm 20%.
Vaxtakjörin fara mikið eftir sögu
viðkomandi hjá bankanum og hvort
hann sé kominn með vildarkjör og
svo framvegis. Það lætur því nærri
að meðalheimilið greiði um 130 þús-
und krónur í vexti á ári vegna yfir-
dráttar,“ segir Jón Bjarki.
Meðalheimilið Greiöir um 130
þúsund krónur á ári í vexti vegna
yfirdráttarlána.
Lán í erlendri mynt hafa
tvöfaldast að verðgildi
Undanfarin ár hefur verið mikið um fjárfestingar á heimilum landsmanna.
Fasteignaviðskipti voru í miklum blóma og mikið var um að fólk nýtti sér
hagstættgengi til að flytja bíla inn til landsins sem keyptir voru víða erlend-
is, þá oft á erlendum lánum í innlendum bönkum.
En hvernig skyldi skuldastaða
þeirra sem kusu sér að taka lán í
erlendri mynt vera í dag? Hafa ein-
hverjir brugðið á það ráð að breyta
erlendum lánum í innlend? Blaðið
hafði samband við greiningardeild
Glitnis og spurðist fyrir um málið:
„Ég giska á að almennt hafi
fólk ekki skipt erlendum lánum yf-
ir í innlend áður en krónan féll og
þvíhækkaði einfaldlega höfuðstóll-
inn á erlendu lánunum,“ segir Ingvar
Arnarson hjá greiningardeild Glitnis.
„Eftirstöðvar á erlendum lánum sem
voru til dæmistekin fyrir ári eru
þannig sennilega orðnar hærri ená
innlendum lánum sem tekin voru á
sama tíma. Þetta er þó algerlega háð
því hvenær lánin voru tekin. Ef þau
voru tekin fyrir tveimur til þremur
árum þá er staðan á erlendu lánun-
um líklega betri í dag en á þeim inn-
lendu“.
Ingvar segir vaxtamun á erlend-
um og innlendum lánum mikinn
eins og staðan er í dag og því gætu
margir freistast til að taka erlend lán
ídag.
„Ekki átta sig þó allir á að þegar
erlend lán eru tekin þá eru vextirn-
ir yfirleitt lægri, en áhættan á sama
tíma meiri. Þannigmá segja að
maðurborgi fýrir lægri vexti með
meiri áhættu. Það geta hæglega orð-
iðmeiri sveiflur í gengi krónunnar
og hún gæti fallið enn frekar í fram-