blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 7

blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 7
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 2006 FJflRMÁL I 23 Dýrustu hlutir i heimi Dýrasti brjóstahaldarinn Árið 2002 hannaði undir- fatafyrirtækið Victoria’s /j Secret dýrustu 1 I f\ uHÚirföt tiLI f j sögunnarsem AbL íyrirsætan Gi- sele Biindchen skartar myndinni.Nær- fötin kostuðu milljarð og kallast Red Hot Fantasy. Brjóstahaldarinn er úr rauðu satíni og 1300 rúbínum og demöntum. Áður höfðu hönn- uðir fyrirtækisins hannað und- irföt úr hvftagulli, safírum og demöntum. Undirfötin eru enn til sölu þar sem enginn hefur látið tilleiðast í slík kaup. Það er þó aldrei að vita nema aldraður auðkýfingur muni leggja fram slíka upphæð til þess að ganga í augun á tvítugri ástkonu sinni. DÝRASTI KOKTEILLINN I dýrasta kokteil sögunnar má finna demantshring f stað ólívu sem skýrir betur verð drykks- ins. Hann kostar tvo milljarða. Drykkurinn var hannaður af Harvey Nichols og kemur í fylgd lífvarða til þess sem drykkjar- ins vill njóta. Viðskiptavinir geta valið á milli hringa sem þeir vilja hafa í drykknum og í dýrasta drykknum er forláta trú- lofúnarhringur á botni glassins. DÝRUSTU SKÓRNIR 130 MILLJÓNIR. Dýrustu skór í heimi eru til sölu í Harrods f London. Skórnir eru örugglega geymdir en þó til sýnis f boxi úr skotheldu gleri og öryggisverðir standa vaktina allan sólarhringinn. Skórnir eru ofnir úr platínu og skreyttir með 642 rúbínum. Skóna hannaði Stuart Wiezman. DÝRASTA KLIPPINGIN Hárgreiðslumaðurinn Lee Staf- ford tekur 258,000 krónur fyrir klippinguna og hlýtur þar af leið- andi að vera afar fær. Frá honum ætti enginn að fara óánægður með of stutt hár eða óumbeðið perman- ,4 ent. Lee jý bessi veitir þjónustuna heima hjá sér og fýlgja smáréttir og kampavín í kaupbæti. DÝRASTISÍMI (HEIMI 36 MILLJÓNIR. Dýrasti sími sögunnar er þakinn gulli og demöntum og kostar meira en dýrir sportbílar á borð við Jagúar S Type og BMW blæjubíl. Motor- ola-síminn er þakinn 1.200 demöntum og er með takkaborð úr skíragulli. DÝRASTIPENNI í HEIMI Svissneska fyrirtækið Caran d' Ache hannaði La Modernista Diamonds pennann sem var seldur í Harrods í London fyrir átján milljónir. Penninn var hannaður í minningu arkitekts- ins Antonio Gaudi. Pennahylkið er þakið silfri, 18 karata gulli og er skreyttur 5072 demöntum og Hvað er vísitala? I grófum dráttum eru vísitölur eins konar meðaltöl sem eru fengin með því að setja saman nokkrar stærðir. Vísitölur eru notaðar áýmsum sviðum þó að mest sé talað um þær í sam- bandi við efnahagsmál. í verðlagsvísi- tölu felst meðal annars vísitala neyslu- verðs sem er gjarnan notuð til þess að meta verðbólgu á íslandi. Þessar vísitölur er reiknaðar út með því að reikna út kostnað við að kaupa tiltekið magn af ýmsum vörum og þjónustu á ákveðnu tímabili. Þá er talað um ákveðna körfu eða grunn sem endur- speglar þær vörur og þá þjónustu sem meðalfjölskyldan kaupir á tilteknum tíma. Sá kostnaður er notaður sem mælikvarði á verðlag og hvernig það breytist með tímanum. Almennt verðlag er fengið með reglulegumverðkönnunumsemgefa góða mynd af breytingum á verðlagi. Yfirleitt er reiknað út ákveðið meðal- verð sem miðað er við. Algengast er að miða við ákveðið upphafsgildi sem vísitölurnar eru hafðar á eins og t.d. ef miðað er við 100 stig. Þá er hægt að miða við að verðlagsvísitalan sé 100 á ákveðnum tíma, eins og í byrjun árs. Ef vísi- talan fer upp í 102 er 2% dýrara að meðaltali að kaupa sér vörur og þjónustu. Vísitölur eru þó ekki óskeikulir mælikvarðar þar sem yfirleitt er aðeins tekið mið af meðaltölum en gefa þó ágætis mynd af breytingum á verðlagi. Arnarr G A R A G E DyO O R S Klemmivörn Vfrnet ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR Gylfaflöt 9 112Reykjavík Sími: 530 6000 Fax: 530 6019 www.limtrevirnet.is Amarr bílskúrshurðir eru vandaðar, þéttar og öruggar. Þessar glæsilegu hurðir eru til á lager í nokkrum stærðum, með eða án glugga. V

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.