blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 15.08.2006, Blaðsíða 6
22 I FJÁRMÁL ÞRIÐJUDAGUR 15 . ÁGÚST 2006 blaðið Ríkustu konur Bretlandseyja Nýlego gerði dagblaðið Sunday Times úttekt á ríkasta fólki Bretlandseyja. Á listann komust um eitt þúsund einstaklingar og þar afvoru nokkrar konur. Kíkjum hér á nokkrar: Elísabet drottning.. áenn sand af seðlum Drottningin háttprúða þarf ekki að nurla í ellinni enda situr hún á 300 milljónum punda eða rúmum 40 milljörðum íslenskra króna og er númer 192 á list- anum yfir milla í Tjallalandi. J.K. Rowling Mamma Harry Potters Nú á hún aðeins eina bók eftir í seríunni um Harry litla Potter en þrátt fyrir það er daman orðin ríkari en sjálf Englands- drottning. Eignir hennar nema nú um 520 milljónum punda eða rúmum 70 milljörðum íslenskra króna og þar með situr sá snjalli penni í 122. sæti listans. Sölulaun hennar af öllu Harry Potter dæminu, hvort sem um er að ræða leik- föng, bækur, kvikmyndir eða annað, eru komin upp f slíkar himinhæðir að hún þarf aldrei að slá fingri á lyklaborð svo lengi sem hún lifir. Ekki slæmt fyrir einstæða móður sem fyrir nokkrum árum átti ekki einu sinni fyrir kyndingu á íbúðinni sinni. Madonna Efnishyggjustelpa Madonna er númer 251 á listanum yfir ríkasta fólkið í Bretlandi. Hún er alltaf með það á hreinu hvernig hún eigi að endurskapa sjálfa sig og á sama tíma veit hún líka vel hvernig á að búa til nokkra þúsundkalla. Síðasta plata hennar, Confessi- ons on a Dance Floor, náði mik- illi sölu og á örfáum mínútum seldust miðar á tónleika með henni á Wembley-leikvang- inum upp en stykkið kostaði „aðeins" rúmlega tuttuguþús- undkall. Hún á um það bil 248 milljónir punda eða rúma 33,4 milljarða og er enn iðin við að búa til meira. Aldeilis ekki af baki dottin Victoria Beckham Sparikrydd Þau fara ekki framhjá neinum þessi blessuðu hjón sem eru númer 674 á listanum. Saman munu þau vera metin á 87 millj- ónir punda. Prátt fyrir að hann eigi heiðurinn af stærsta hluta þeirrar upphæðar þá'er ekki hægt að segja að hún sé eitthvað að lepja dauðann úr skel. Stef- gjöldin frá Spice Girls-tímabilinu gáfu henni 1,5 milljarða punda og hagnaður fyrirtækisins Footwork (sem er á bak við allt sem fram- leitt er í nafni þeirra) var 10,5 millj- arður punda í fyrra. Hún þarf s.s. ekki að væla yfir því að hafa ekki efni á handsnyrtingu eða skóm eða bara hverju sem er... Slavica Ecclestone Formúludrottning Þessi fyrrverandi fyrirsæta frá Króatíu trónir hér yfir eigin- manni sínum, Bernie, sem er eigandi Formúlu 1 keppninnar. Slavica á hlut í Formúlunni og sá hlutur er upp á litla 300 milljarða íslenskra króna. Þetta setur Slavicu númer þrettán á listann yfir ríkasta fólk heims. Anita Roddick Meðvitaður kapítaiisti Konan sem kom The Body Shop á koppinn og seldi nýlega til L’Oréal við misjafnar undir- tektir græddi ansi vel á því að vera meðvituð á sínum tíma í kringum áttunda áratuginn þegar fyrirtæki hennar fór að spretta. Kókossmjörið og E-vít- amín-kremin hafa halað inn 132 milljónir punda eða 17,8 milljarða íslenskar og Anita Roddick situr í tröppu númer 424 yfir ríkustu einstaklinga Bretlands. Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráðgjafi: Fólk á að forðast neyslulán Það er kunnara en frá þurfi að segja að vextir eru himinháir á ís- landi í dag. Eðlilega veigrar fólk sér við því að taka lán og flestir forðast eins og heitan eldinn að hækka yfir- dráttinn. Það er þó vissulega freist- andi stöku sinnum að taka lán til að festa kaup á fögru sófasetti, nýjum jakkafötum eða ferð til fjarlægra landa. Ingólfur H. Ingólfsson ráðleggur fólki þó eindregið að láta undan þeirri freistingu. „Ef fólk vantar nauðsynlega litlar upphæðir til skamms tíma þá er yfirdráttur einn skásti kosturinn. Þar þarf fólk ekki að greiða kostnað á borð við stimpilgjöld og annan kostnað sem bankinn tekur. Ef þú tekur skulda- bréfalán í stuttan tíma þá ertu að borga hlutfallslega nokkuð mikið í stimpilgjöld og lántökukostnað. Lán- tökukostnaður er i% sem bankinn tekur venjulega og stimpilgjöld eru 1,5 % þannig að fólk er strax komið með 2,5% í kostnað. Þetta eru yfir- dráttarlánin laus við. Þau eru þó auð- vitað ákaflega dýr og fólk ætti eftir fremsta megni að reyna að komast af án þeirra.“ Aukin lífsgæði Ingólfur ráðleggur fólki að skoða vel hvaða kjör séu í boði og hverjir bjóði best í þeim efnum. „Netbank- arnir, S24 og Netbankinn, hafa verið að bjóða bestu vextina á yfirdrátt- arlánum upp á síðkastið en svo er oft hægt að semja í hvert skipti um sæmileg kjör.“ Nú um stundir horfast líklega margir í augu við dágóða mínustölu þegar þeir opna heimabankann sinn. Þessi mínus fær oft svitann til að hríslast niður bakið. Ingólfur segir það oft auka lífgæði fólk að ganga frá þessum málum og það sé vissu- lega mikils virði að hafa ekki stöð- ugar áhyggjur. „Þumalputtareglan er sú að reyna að greiða niður lánin eins fljótt og auðið er. Það getur þó verið ákaflega taugatrekkjandi að þurfa alltaf að horfast í augu við mínusinn. Því getur oft verið gott að hreinsa borðið, taka skuldabréf og greiða niður öll skammtímalán. Þannig er hægt í rólegheitunum að finna leiðir út úr vandræðunum í stað þess að horfast í augu við stöð- ugan mínus. Þá er ég ekki endilega að tala um að fjárhagsleg útkoma þessa sé betri heldur frekar að fólki líði betur og greiði ákveðna upphæð mánaðarlega af lánunum." Avísun á vandræði Ingólfur hefur um skeið haldið námskeið fyrir einstaklinga sem vilja ná góðri stjórn á fjármálum sínum. Hann heldur úti heimasíð- unni www.spar.is. Hann hefur því mikla reynslu af því að ráðleggja fólki í fjármálum „Það er ýmislegt hægt að gera til þess að lifa af erfiðleika í fjármálum. Þegar ég keypti mitt fyrsta húsnæði þá fór verðbólgan upp í 80% og lánin voru verðtryggð. Einhvern veginn lifði maður samt af þó þetta hafi verið erfitt. Það er óðs manns æði að taka neyslulán til þess að kaupa hluti. Slíkt er bara ávísun á vandræði. Fólk á frekar að reyna að safna í einhvern neyslusjóð sem hægt er að nota til að kaupa hluti á borð við sófasett eða ryksugu. Ég þekki engan sem hefur safnað svo miklu fé að hann geti ekki veitt sér eitthvað en ég þekki marga sem hafa tekið svo mörg neyslulán að þeir geta ekki leyft sér neitt lengur. Svo man fólk sjaldnast í hvað þessir peningar fóru og hafði enga ánægju af því að eyða þeim. Menn verða að byrja að greiða niður lán áður en þau næstu eru tekin. Það er ekkert gaman að lifa ef maður getur ekki leyft sér eitt né neitt,“ segir Ing- ólfur að lokum

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.