blaðið - 22.08.2006, Side 9
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÖST 2006
HEIMILl & HÖNNUN I 23
Mistök við kaup á húsgögnum
Húsgagnakaup ættu að fela í sér
miklar pælingar þar sem þessir hlut-
ir eru oftar en ekki í dýrari kantin-
um. Eins getur kostað töluverða fyr-
irhöfn að koma húsgögnunum heim
þar sem kalla þarf á sendibíl og erf-
itt getur verið að rogast með stærri
hluti fram og til baka, upp stiga og
inn í herbergi.
Flestir kynna sér málin áður en
þeir kaupa sér síma, tölvu eða annað
slíkt. En eyðir fólk nægilega miklum
tíma í að kynna sér málin og kíkja í
búðir áður en heimilið er innréttað?
Flestir gera það Hklega en þó eru allt-
af einhverjir sem eru of fljótfærir og
sitja uppi með ljót og léleg húsgögn
Það er því um að gera að vanda valið
og forðast nokkur algeng mistök.
IUndirbúningurinn gleymist
Það er alltof algengt að fólk
fari í húsgagnaleiðangur án þess að
hafa skýra hugmynd um það sem
það langar í eða viti jafnvel ekki
stærðina á rýminu sem húsgagnið
á að standa í. Áður en verslanir eru
heimsóttar er um að gera að mæla
rýmið og draga svo upp mynd af
herberginu og uppröðuninni í því.
Eins er hægt að fletta blöðum til
þess að fá einhverjar hugmyndir um
hvers konar húsgögn gætu komið til
greina. Hafa skal í huga að húsgagn-
ið þarf að passa vel við lit á veggjum
sem og gólfefni og aðra hluti sem
eru til staðar. Ekki skal heldur fara
og kaupa húsgögn rétt áður en ráðist
er í endurbætur eða breytingar.
2Að haida að plássið sé
stærra en það er
í sýningarsölum stórra húsgagna-
verslana virðast hlutirnir gjarnan
minni en þeir eru í raun og veru.
Þess vegna er nauðsynlegt að taka
málin áður en lagt er af stað svo að
það sé öruggt að hluturinn passi á
þann stað sem honum er ætlaður.
Eins er hægt að hafa með sér mál-
band til þess að geta verið alveg
viss um að húsgangið sé gefið upp
í réttri stærð. Ef það er einhver
vafi á því hvort að það passi þá er
hægt að fá málin hjá versluninni og
fara svo heima og teikna upp á dag-
blöð stærðina og raða þeim svo í
plássið sem stendur til boða.
3Að taka ekki efnissýni
Efni geta virst öðruvísi á lit-
inn í sterkum ljósum verslunar en
þegar heim er komið. Litatónninn
virkar öðruvísi í annarri birtu en
þegar varan var keypt. Fáðu efnis-
sýni ef það er hægt t.d. ef keyptur er
sófi og mátaðu það við annað sem
er til staðar í rýminu..
4Að prófa ekki húsgögnin
Það skal aldrei kaupa sófa, rúm
eða annað slíkt án þess að prófa það
áður. Láttu fara vel um þig og sjáðu
hvort að húsgagnið sé nægilega þægi-
leg.
5Að kaupa í fljótfærni
Stundum getur verið erfitt að
standast að kaupa húsgagn sem er á
50% afslætti. Fólk verður hrætt um
að missa af kostakaupum og ákveð-
ur að taka áhættuna. Á mörgum
stöðum er ekki hægt að skipta út-
söluvörum og situr þá kaupandinn
uppi með húsgagn sem er kannski
of stórt eða passar engan veginn fyr-
ir umrætt rými.
6Ekki fara með mörgum að versia.
Það getur verið miklu erfiðara
að taka ákvarðanir þegar margir eru
með í för og allir hafa eitthvað um
umrædd kaup að segja. Farðu í róleg-
heitum með fáum útvöldum sem þú
treystir til að gefa gott álit.
7Að fá ekki aðstoð
Fáðu eins miklar upplýsing-
ar frá sölumanninum og þú getur.
Spurðu út í efni og endingu, ábyrgð
oggæði.
8Að verlsa um helgar
Um helgar er oftar en ekki af-
skaplega mikið að gera í verslunum. Þá
er erfiðara að ná athygli sölumanna.
JfÍP’
9Að borga of mikið.
Skoðið úrvalið og kíkið í eins
margar búðir og mögulegt er. Ekki
láta færan sölumann telja ykkur trú
um að þið fáið ekki slíka vörur neins
staðar annars staðar og þetta sé það
besta á markaðnum. Flestar verslanir
bjóða líka upp á léttgreiðslur á dýrari
vörum en gleymið því ekki að varan
er engu að síður jafndýr þó hún sé
borguð í nokkrum skömmtum.
KNUD HOLSCHER/d line
PRÓFESSOR, ARKITEKT
Hann lauk námi í Arkitektaskóla Listaakademí-
unnar og varð prófessor þar 1968. Hann varð
síðar meðeigandi í Arkitektastofunni KHR A/S
arkitektar. Stofnaði síðan eigið fyrirtæki 1995,
Knud Holscher Indstriel Design (Iðnhönnun).
Hann hefur fengið mörg verðlaun og
viðurkenningar í gegn um tíðma - nú síðast
ID verðlaunin fyrir d line snyrtiþilin fyrir
almenningssalerni, ásamt ID verðlaunin fyrir
klassíska hönnun 1999.
Heimsklassa hönnun
ASETA
BYCCINCAVÖRUR BYCCINGATÆKNI
Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík. Sími 533 1600
aseta@aseta.i$ www.aseta.is