blaðið - 22.08.2006, Side 6

blaðið - 22.08.2006, Side 6
20 I HEIMILI & HÖNNUN ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2006 blaöiö Einfalt gler gorðinn GLEROG SPEGLAR Stigalagerinn Dalbrekku 26 - SIMI 5641 S9Q WWW.STIBALAGERINN.IS STIBAR - HANDRIÐ - EFNIBSALA - SÉRSMÍÐI Eldhúsið gert upp Oft er talað um eldhúsið sem hjarta heimilisins. Þar sameinast fjölskyldan eftir annasaman dag og því er um að gera að hafa rýmið sem hentugast svo að vel fari um alla. í nýlegum híbýlum eru eldhúsin gjarnan opin þannig að þau sam- einast stofu eða borðstofu. I eldri íbúðum er eldhúsið oftast aðskilið líkt og önnur herbergi heimilisins. Oft er talað um hinn gullna þrí- hyrning þegar kemur að hönnun og uppsetningu innréttinga og eldhústækja en á þessu eru margar útfærslur. Lagt er upp með að þau heimilistæki sem mest eru notuð séu næst hvort öðru og nálægt vinnusvæðinu þannig að auðvelt sé að athafna sig við eldamennskuna. Geymslupláss og nauðsynjar I eldhúsum er gjarnan of lítið geymslupláss. Erfitt getur verið að koma pottum og pönnum fyrir og aðgengi að hinum og þessum nauð- synjum er oft lélegt. Ef eldhúsið er of lítið og skápapláss er ekki nægt þá þarf að fara aðrar leiðir. Þó svo að ekki henti að koma upp skápum eða öðrum hirslum þá má nota veggina fyrir slíkt. Það má til dæmis setja upp slá sem hægt er hengja potta á. Eins hafa sumir brugðið á það ráð að hafa útdregnar skúffur þar sem sökkullinn myndi annars vera en þar má geyma t.d. ofn- skúffur og kökuform sem ekki eru mikið notuð. Það getur komið vel út að hengja upp opnar hillur t.d. yfir eldhúsborðinu. Á þeim er hægt að geyma leirtau eins og kaffibolla, glös, morgunverðarskálar og annað slíkt. Þá losnar líka pláss í skápum fyrir hluti sem eru síður hafðir uppi við. Vandamálið getur líka verið að það sé verið að safna að sér. Sum eldhús hafa einfaldlega of mikið geymslupláss og þá fer fólk að safna að sér óþarfa. Því er um að gera að fara reglulega í gegnum skápa heim- ilisins og hreinsa út. Breytingar eða endurbætur Ef þú ert sátt/ur við staðsetningu heimilistækjanna og stærð eldhús- ins þá er líklega sniðugra að fara í endurbætur frekar en að ráðast í algjörar breytingar. Þá sparast tölu- verður peningur og tími. Með því að breyta nokkrum hlutum í eldhúsinu þá gefur þú því nýtt og ferskt yfir- bragð. Það er t.d. hægt að: • Mála • Leggja nýjar flísar Skipta um hurðarhúna á skápum og skúffum • Mála eða sprautulakka skáphurðir • Skipta um skáphurðir Skipta um borðplötu • Kaupa nýja muni í eldhúsið Endurnýja gömul og úr sér gengin raftæki eins og ís skáp, ofn og þ.h. Ef ákvörðun hefur verið tekin um að endurnýja eldhúsið algjörlega skal hafa ýmislegt i huga áður en hafist er handa sérstaklega ef það á að gera þetta sjálfur. Best er að fá fagmenn til þess að sjá um pípulagnir og rafmagn svo að það sé öruggt að það sé almennilega gengið frá slíkum grundvallaratriðum. Eins er sniðugt að gera verðsaman burð á tækjum og ræða við nokkra iðnaðarmenn svo að besta tilboðinu sé örugglega tekið.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.