blaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 16
blaðiö
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Slgurður G. Guðjónsson
Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson
Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson
Vinavíg í felum
Prófkjör stjórnmálaflokkanna eru framundan. Þar munu samherjar
herja hver á annan og margir bíða ósigra. Það er svo sem allt í lagi. Hitt er
annað, að baráttan fyrir þingsætunum mun kosta mikla peninga, peninga
sem frambjóðendurnir eiga ekki sjálfir, heldur snapa upp hér og þar. Og í
sjálfu sér getur það verið í lagi, en þó ekki, þar sem stjórnmálamenn hafa
slegið skjaldborg um sjálfa sig og peningana.
ÓHkt stjórnmálamönnum í alvöru ríkjum þurfa þeir íslensku ekki að
segja hverjir gefa þeim peninga, hvorki einstaka stjórnmálamenn né stjórn-
málaflokkar. Þetta er sérstaða sem íslenskir stjórnmálamenn hafa búið til
fyrir sjálfa sig og sem aðrir komast ekki upp með.
Vegna þessa háttalags munu kjósendur aldrei fá að vita hvaða fyrirtæki og
hvaða einstaklingar munu kosta framadrauma væntanlegra þingmanna og
þess vegna verður ómögulegt að benda á ef þau sem ná kjöri munu í störfum
sínum launa greiðann. Líklegast er kerfið einsog það er, einmitt vegna þess
að ekki þykir heppilegt að fjölmiðlar eða aðrir geti leitað samsvörunar milli
gefendanna og þess hvaða afstöðu þingmenn taka í málum sem snerta gef-
endurna og hagsmuni þeirra. Með því að fela tekjur flokka og gjafir og styrki
til flokka og stjórnmálamanna er verið að strá efasemdum, efasemdum sem
samtakamáttur stjórnmálamanna ver með krafti.
Svo langt er gengið í hagsmunavörslunni að því er haldið fram af krafti að
það styrki lýðræðið að mega þegja yfir því hverjir borga styrkina og gefa gjaf-
irnar. 1 öðrum löndum dettur fólki bara ekki í hug að bera aðra eins þvælu
á borð. Kjósendur eiga ekki að láta þetta viðgangast, heldur krefjast þess að
vitað verði hvaðan peningarnir sem kosta stjórnmálamenn og stjórnmála-
flokka koma. Meðan svo er ekki verða kjósendur að efast um starf stjórn-
málamanna og stjórnmálaflokka; meðan svo er verða kjósendur líka að gera
ráð fyrir því að ástæðan fyrir því að þeir gefi ekki upp hver borgar kostnað-
inn sé sú að það henti engan veginn að gefa það upp; það gæti ekki skaðað
lýðræðið en það gæti skaðað gefendur og þiggjendur.
Á næstu vikum munu samherjar takast á um hin eftirsóttu þingsæti.
Miklu verður til fórnað, bæði af peningum og krafti. Við munum heyra
ótal afsakanir og skýringar á fjáraustrinum og allir þeir stjórnmálamenn
sem eiga eftir að tjá sig um eigin baráttu munu fullyrða fullum fetum að
gjafirnar muni ekki hafa hin minnstu áhrif, engu breyta í huga stjórnmála-
manna. Samt mun ekki koma til greina að skýra frá hverjir gefa.
Margir þeir sem sækjast eftir endurkjöri á kostnað huldumanna hafa
talað fyrir lagasetningu á annað fólk, til dæmis á fjölmiðla. Þá þarf að eign-
arhaldið að vera gegnsætt og tryggja frelsi fjölmiðlafólks, en á sama tíma
þiggja stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar peninga undir borðið, pen-
inga sem hvergi kemur fram hver gefur og hver þiggur.
Sigurjón M. Egilsson.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur
ffcÝT'
Fullelduðu kjúklingabitarnir frá Matfugli á grillið, í ofninn eða á pönnuna.
Með hverjum bakka fylgir Léttsósa frá Salathúsinu.
- Á grillið I örfáar mínútur og maturinn er til!
16 I ÁLIT
FÖSTUDAGUFt 25. ÁGÖST 2006 blaöió
Halldór Baldursson teiknari er ífríi. Því eru endurbirtar teikningar hans.
ÓT(ri..Vft>EWI Glörtfe?. ALyÝÐKti HbVUk
get urmzistí Ærute xs> sera/r
otfKtfK \ LíFEVfeiSSj^
- o
Tilhugalíf í beinni útsendingu?
Fyrr í vikunni átti sér stað í fjöl-
miðlum dálítið sérstök umræða um
samstarf stjórnarandstöðuflokk-
anna. Fram hafði komið að Stein-
grímur J. Sigfússon og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir hefðu í sumar átt
viðræður um aukið samstarf milli
flokka sinna og höfðu ýmsir áhuga
á að vita hvort í því fælust einhver
áform um kosningabandalag fyrir
næstu kosningar.
Farið undan í flæmingi
Síðastliðinn mánudag mættu svo
formennirnir tveir í umræður á NFS
þar sem stjórnandinn spurði um
þessi áform. Segja má að þau hafi
bæði slegið úr og í þegar þeim var
stillt upp við vegg með þeim hætti.
Bæði tóku auðvitað fram, eins og
vænta má af stjórnarandstæðingum,
að markmið þeirra væri að koma
núverandi ríkisstjórn frá völdum.
Einnig vísuðu þau bæði - með aug-
ljósri velþóknun - til kosningabanda-
lags vinstri flokkanna í Noregi, sem
fleytti þeim inn í ríkisstjórn á siðasta
ári. Á hinn bóginn lögðu bæði kapp
á að tóna niður umræður um sam-
töl sín í sumar og áform um frekara
samstarf, án þess þó að útiloka það.
Bæði gerðu hins vegar mikið úr þvi
að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn-
arflokkur væru að splæsa sig fastar
saman, sem er svipaður söngur og
heyrðist fyrr í sumar, þegar stjórn-
arandstæðingar - einkum Samfylk-
ingarmenn - töldu það stórpólitisk
tíðindi að sjálfstæðismenn skyldu
ekki nýta tímabundinn forystu-
vanda framsóknarmanna til að slíta
stjórnarsamstarfinu og knýja fram
kosningar. Á vinstri væng stjórn-
málanna virðist það nefnilega ekki
vera siður að standa með samstarfs-
mönnum sinum þegar illa stendur á
hjá þeim.
Samkeppni - ekki samvinna
Nú er ekkert óeðlilegt við það að
forystumenn flokka í stjórnarand-
stöðu ræði saman og eigi samstarf
um hitt og þetta. Það hefur áður
verið gert bæði hérlendis og erlendis
með misjöfnum árangri. Skemmst
er að minnast þess að fyrir upphaf
haustþings 2004 blésu forystumenn
stjórnarandstöðuflokkanna þriggja
til mikils blaðamannafundar til að
kynna áform sín um samstarf og
samvinnu á Alþingi.
Uppskeran varð þó heldur rýr, því
þessi mikla samstaða skilaði sér bara
í einu sameiginlegu þingmáli. Ekki
varð vart við samstöðuna að öðru
leyti, enda einkenndust þingstörfin
eins og venjulega af samkeppni þing-
manna þessara flokka um að vekja
athygli á sjálfum sér. Á síðasta þingi
var samstaðan litlu meiri, nema
hvað stjórnarandstaðan stóð saman
um málþóf í tveimur málum, vatna-
lagafrumvarpi og frumvarpi til
breyttra laga um RÚV. Flokkarnir
gátu með öðrum orðum sameinast
um að koma í veg fyrir að þessi mál
fengju afgreiðslu en samstaðan náði
hins vegar ekki til efnisþátta þeirra
- ekki frekar en í flestum öðrum
stærri málum þingsins.
Það er raunar eins og Samfýlk-
ingin hafi mestan áhuga á samstarfi
við hina stjórnarandstöðuflokk-
anna þegar verst stendur á hjá henni
sjálfri. Það skýrir kannski þau við-
brögð talsmanna hennar nú, að úti-
loka ekkert í þessu sambandi. Þegar
útlitið er bjartara og niðurstöður
kannana hagfelldar, er Samfylk-
ingin hins vegar tregari til að tengja
sig minni flokkunum.
Þannig var það fyrir síðustu
alþingiskosningar þegar Vinstri
grænir reyndu árangurslaust að fá
Ingibjörgu Sólrúnu til að lýsa yfir
vilja til myndunar vinstri stjórnar
og sama var uppi á teningnum
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í
vor þegar Samfylkingin vildi bjóða
fram í eigin nafni sem víðast til að
sýna styrk sinn. í báðum tilvikum
gáfu kannanir til kynna yfirvof-
andi stórsigur Samfylkingarinnar,
en þegar upp var staðið varð eftir-
tekjan mun rýrari. Hugsanlega er
myndin breytt í dag þegar Vinstri
grænir virðast vera að sigla upp að
hliðinni á Samfylkingunni í hverri
könnuninni á fætur annarri.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
Klippt & skorið
Samkeppniseftirlitið hefur hvatt til
aðgerða til þess að auka samkeppni
banka um viðskiptamenn og meðal
annars lagt til að stimpilgjöldin
verði felld niður. Árni M. Mat-
hiesen, fjármálaráðherra, sagði
hins vegar í gær, að ótímabært
væri að afnema gjöldin, því það gæti ónýtt við-
leitni ríkisstjórnarinnar til þess að hamla gegn
þenslu. Menn ráða hversu alvarlega þeir taka
þær mótbárur. En það er vert að minnast þess
að neistinn, sem kveikti byltinguna i Bandaríkj-
unum á 18. öld var einmitt lagasetning bresku
nýlenduherranna um stimpilgjöld.
R
áðstefna stjarnfræðinga hefur verið
að grisja sólkerfið undanfarna daga og
komist að þeirri niðurstöðu að Plútó sé
ekki reikistjarna. Á móti kemur að smástirnin
Ceres og Xena hafa verið forfrömuð og teljast
nú dvergreikistjörnur líkt og Plútó. Áhrif þessa
á daglegt líf manna geta
orðið gffurleg og hið sama á
við um fjölmiðla. Gera má ráð
fyrir að stjörnuspekingar um
allan heim leggi nú nótt við nýtan dag við að
leiðrétta spár sínar og hundruð milljóna fylgj-
enda þeirra þurfa svo að endurskoða breytni
sína. Fræðimenn telja víst að við það, að reiki-
stjörnunum fækki úr níu í átta, muni áreiðan-
leiki stjörnuspánna skerðast verulega.
Klippari les á vef Náttúruverndarsam-
taka íslands (www.natturuverndar-
samtok.is) fremur ámátlegt svar við
greinarskrifum hins hægrigræna llluga Gunn-
arssonar um náttúruvernd og náttúrunýt-
ingu. En í lok greinarinnar spilar hinn nafnlausi
höfundur nánast út;
„.. .verða þróunarríki aö rjúfa
tengsl hagvaxtar og aukn-
inguí útstreymi gróðurhúsa-
lofttegunda. Sjálbær [svo!]
þróun felur I sér að iðnriki
dragi verulega úr útstreymi gróðurhúsaloft-
tegunda og að leið fátækra rikja til bjargálna
verði önnur ensú sem hinar rlku þjóðir heims
hafafarið.
“Jamm, þetta lið í vanþroska heiminum
getur bara ornað sér við sólaryl og vindorku
meðan það reynir að uppgötva nýjar leiðir til
auðlegðar!
andres.magnusson@bladid.net