blaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 blaðÍA fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Hvernig myndir þú mýkja ásýnd friðargæsluliða? „Fá bara chippendales í þetta." Heiðar snyrtir f Morgunblaðinu í gær birtist viðtal við Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra þar sem hún lýsti yfir vilja til þess að mýkja ásýnd friðargæslunnar Smáborgarinn MOÐIR OG BARN Smáborgarinn er móðgaður. Hann hefur einatt lagt sig fram um að reynast börnum sínum góð fyrirmynd og vera hjálplegur við barnauppeldi. Alla sína lífstíð hefur Smáborgarinn alist upp við ríka kvennréttindabaráttu og er henni fylgjandi. Náttúran hefur komið því þannig fyrir að konur ganga með börn og þurfa margar hverjar að hafa fyrir hlutunum á meðgöngunni. Þegar barnið kemur í heiminn er rík og sjálf- sögð krafa um að feður taki sem mestan þátt í uppeldi barna og hefur það stóraukist á heimilum í dag. Smáborgarinn verður þó að minnast á tvö atriði sem í Enn og aftur má spyrja hvort fræðslurit um barnauppeldi sé ekki ætlað Smáborgaranum heldur aðeins móður barna hans ykkar augum virðast kannski smávægileg, en hann getur ekki látið hverfa úr huga sínum. Til að undirbúa foreldra á meðgöngu og fyrstu árum barnauppeldis er til ágæt fræðslubók um þessi mál, hún heitir MÓÐIR OG BARN. Spyrja má hvort sú fræðslubók um barnauppeldi sé ekki ætluð Smáborgaranum heldur einöngu móður barna hans. Nýverið var hringt heim til Smáborgarans að kvöldlagi og rakleiðis beðið um eiginkonuna í símann. Þar var verið að bjóða áskrift að nýju tímariti um barnauppeldi og annað sem því viðkemur. Enn og aftur má spyrja hvort fræðslurit um barnauppeldi sé ekki ætlað Smáborgaranum heldur aðeins móður barna hans. Nú er það reyndar svo að Smáborgarinn er fyrir löngu búinn að sætta sig við að sum tímarit eru aðeins skrifuð af konum og fyrir konur þar sem ekki er einu sinni reynt að hafa fyrir því að bæta við auka (n) eða (ur) fyrir aftan. Einnig gerir hann sér grein fyrir því að eiginkonan er líklegri til að kaupa áskrift að tímar'rti um barnauppeldi og því sé þessi aðferð notuð. Smáborg- arinn er samt pínu móðgaður. Matarmiklar minningar „Ég held ég verði að segja matur,“ segir Nanna og hlær, aðspurð um ástríðu sína. Hún er landsmönnum að góðu kunn fyrir öflugt starf sitt í þágu matargerðarlistarinnar en hún hefur gefið út margar glæsilegar mat- reiðslubækur og starfað um árabil sem blaðamaður á Gestgjafanum. „Ég myndi segja að þessi mikli áhugi væri meðfæddur. Fyrir nokkr- um árum áttaði ég mig á því að allar mínar minningar tengjast mat á ein- hvern hátt. Atriði sem eru mér minn- isstæð úr bókum sem ég man eftir að hafa lesið sem barn tengjast t.d. flest mat og matargerð. Líklega hefur það líka hjálpað til að ég er alin upp í sveit og þar tók maður virkan þátt í öllu framleiðsluferlinu sem tengdist matvælunum.“ Nanna bakar og eldar jöfnum höndum og segist hafa jafn mikið gaman af hvoru tveggja þó að á ár- um áður hafi hún tekið baksturinn fram yfir eldamennskuna. Hún seg- ist leggja mikla áherslu á að festast ekki í tilbúnum hefðum. „Ég reyni að vera dugleg að breyta til. T.d. er aldrei það sama í jólamatinn hjá fjöl- skyldunni enda er fátt leiðinlegra en að hanga í einhverjum heilögum rétt- um sem gerir jólin ónýt ef illa tekst til við matargerðina." Flest eigum við okkur einhverja veikleika í eldamennskunni. Berna- ise-sósan veldur mörgumhugarangri og margir svitna þegar þeir heyra minnst á matarlím. Nanna segist lengi framan af hafa átt í mestu vand- ræðum með að laga uppstú. „Þetta er SU DOKU talnaþraut 2 8 3 7 4 6 5 1 9 7 4 9 1 8 5 2 3 6 5 6 1 9 2 3 4 7 8 3 2 7 4 5 9 6 8 1 6 9 5 2 1 8 7 4 3 4 1 8 3 6 7 9 2 5 8 7 4 5 9 1 3 6 2 9 3 6 8 7 2 1 5 4 1 5 2 6 3 4 8 9 7 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir (hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóörétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 9 1 7 6 2 7 9 3 6 7 9 5 6 2 1 7 4 4 8 1 3 5 7 1 6 4 8 1 4 5 reyndar eitt af því einfaldasta sem hægt er að fást við í eldamennskunni en börnin mín voru lengi hörð á því að ég gæti lagað almennilegt uppstú. Fyrir nokkrum árum datt ég niður á prýðilega aðferð til að elda uppstú sem hefur gagnast mér vel og börnin hættu að kvarta." Nanna ætlar að söðla um á næst- unni og hætta á Gestgjafanum eftir margra ára farsælt starf. Hún hefur þó engar áhyggjur af því að henni takist ekki að fá útrás fyrir ástríð- una. „Það opnast alltaf einhverjir möguleikar og ég er nú þegar komin í ýmis verkefni sem tengjast þessu stóra áhugamáli,“ segir Nanna að lok- um bjartsýn á framtíðina. hilma@bladid.net eftir Jim Unger © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 10-29 Hvert er stórslys ársins? HEYRST HEFUR... Ossur Skarphéðinsson, ofurbloggari, er iðinn við kolann og í nýjustu færslunni (ossur.hexia. net) skrifar hann um hinn afskipta og óhlýðna þingmann Framsóknarflokksins, Kristin H. Gunnarsson, sem gjarnan er nefndur sleggjan fyrir einhverjar sakir, flestum gleymdar. Talar Össur vin sinn Kristin mjög upp og telur flokksforystu fram- sóknarmanna fara illa með góðan dreng með því að treysta honum ekki til nefndarfor- mennsku á vettvangi þingsins. Kristinn kom úr Alþýðubanda- laginu í Framsókn og segja sumir að það sé ástæðan fyrir því að hann aðlagist flokknum ekki betur en raun ber vitni. En ef Kiddi er svona frábær, af hverju býður Össur honum ekki vist i Samfylkingunni? Rætt hefur verið um það að hún þurfi að styrkja framvarða- sveit sína í Nórðvesturkjör- dæmi... Forseti borgarstjórnar, Björn Ingi Hrafnsson, þótti koma ár sinni vel fyrir borð í meiri- blutasamningum við J sjálfstæðismenn í | borginni. Á vef Katta- \z\jU vinafélagsins (www. I Æk kattholt.is) má glögg- lega sjá að Björn Ingi er að á ölium vígstöðvum, því hann kom þangað til að taka að sér „litla kisustelpu", eins og formaður Kattavinafélagsins, Sigríður Heiðberg, kemst að orði um leið og hún fagnar því að kattavinur skuli sitja í borg- arstjórninni... Stundum hafa stjórnarþing- menn gagnrýnt stjórnar- andstöðuna fyrir að eyða tíma þings og ráðherra meðl eilífum fyrirspurnum | um efni, sem þeir gætu allt eins slegið upp á Google eða í símaskránni ef því er að skipta. Sigurjón Þórðar- son, þingmaður frjálslyndra, hafði þetta í huga þegar hann vildi forvitnast um það hvað ráðherrastólaleikur framsókn- armanna snemmsumars hefði kostað ríkissjóð. Leitaði hann því sjálfur svara hjá upplýsinga- þjónustu Alþingis og ítrekaði spurninguna svo við skriffinna fjármálaráðuneytisins án þess að fá nokkur svör. En Sigurjón bíður og bíður enn, bíður og vonar að þau komi nú senn... \T okkur spenna < lN muni eerast í b i er um hvað i gerast í baráttunni um efsta sæti sjálfstæðismanna 'mmmgm í Suðvesturkjör- dæmi, Kraganum ™ wJH svonefnda, en það er fleira að gerast í kjör- ! dæminu. Þingmönn- um þess mun fjölga um einn eftir næstu kosningar og í hinu sterka íhaldsvígi Sel- tjarnarnesi heyrast raddir um að þá gefist einstakt tækifæri fyrir bæjarfélagið til þess að tryggja sér þingsæti. Nefna menn helst hinn unga og sig- ursæla bæjarstjóra Seltirninga, Jónmund Guðmarsson í því samhengi... andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.