blaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 21
blaðið FÖSTUDAGUR25.ÁGÚST2006
21
...nrftjiáBBfiyKl’.'
Fiskar á Islandi
Á islantíi eru sex tegundir af ferskvatnsfiskum: lax, urriði og bleikja,
hornsili og áll auk regnbogasilungs sem var upphaflega fluttur hingað
til lands til fískeldis.
Mokveiddu bleikjur Hlynurog
Hannes lönduðu 67 bleikjum á ein-
um og hálfum degi.
Mynd/HlynurJensson
Hreindýraflautur virka vel á veiðislóð
Hreindýraleiðsögumenn og veiði-
menn hafa notað í fyrsta sinn hér á
landi sérstakar kanadískar hreindýra-
flautur við veiðar í haust með góðum
árangri. Búið er að þróa flauturnar
í áraraðir í Kanada og hljóðin sem
framkallast líkjast hljóðum frá hrein-
kú. „Ég var við veiðar við annan
mann á Fljótsdalsheiðinni í síðustu
viku og var búinn að eltast við nokkr-
ar hjarðir í fáeina tíma án árangurs.
Rétt í lokin þegar ég ætlaði að hætta
náði ég einu tækifæri þegar fjögur
dýr hlupu ffamhjá mér á 8o metra
færi. Hreindýraflautan var brúkuð
og dýrin námu staðar samstundis,
skotið reið af og dýrið mitt féll í fyrsta
skoti. Við náðum líka að kalla til okk-
ar kálfa með góðum árangri en þegar
þeir nálguðust okkur kom hreinkýr
með kálf og dró þá báða með sér. Það
er greinilegt að þessar flautur virka
vel og menn ættu að vera óhræddir
við að prófa þær,” sagði Stefán Gunn-
laugsson veiðimaður.
Róbert Schmidt
Mokveiddu í
Hraunsfirði
Hlynur Jensson og Hannes Gúst-
afsson veiddu vel í Hraunsfirði
um helgina en þeir lönduðu 67
bleikjum eftir eins og hálfs dags
veiði á flugu. Bleikjurnar sem
voru mjög fallegar og nýgengnar
voru flestar frá 1 til 2,5 pund en
ein náði 3 pundum að þyngd.
„Þetta var mjög skemmtileg og
fjörug veiði. Vatnið er fullt af fiski
og bleikjan greinilega nýgengin,
velti sér við yfirborðið og undi
sér vel. Menn voru að kasta hjá
okkur en það fékk enginn neitt
nema við Hannes,” sagði Hlynur
í samtali við Blaðið og hló. „Við
notuðum mest tvær flugur en
ætli það sé ekki best að geyma
það leyndarmál fyrir síg. Menn
reyndu allar gerðir af flugum og
líka spón en það gerðist ekkert.
Þannig að þetta var sýnd veiði
en ekki gefin,” sagði Hlynur að
lokum.
Dræm lundaveiði
í Skagafirði
LundaveiSimenn í Skagafirði
háfuðu ekki mikið af lunda
þetta sumarið vegna „ótíðar”.
„Aðstæður hafa einfaldlega ekki
verið hagstæðar í sumar vegna
þoku, logns og kulda. Við slikar
aðstæður er erfitt að háfa lund-
ann. Ég komst í einn veiðitúr út
í Drangey þann 10. júlí og það
snjóaði á okkur veiðimennina.
Náðum ekki nema 300 fuglum
í það skipti,” sagði Magnús
Hinriksson, veiðimaður á Sauð-
árkróki.
„Félagar mínir náðu á milli eitt til
tvöþúsund fuglum í einni ferð
í Drangey en venjulega hefur
veiðin verið miklu meiri. I fyrra
veiddum við dálítið af lunda á
Austurlandi og þar var fuglinn
mun feitari en hér.” Skagfirð-
ingar hafa lengi nytjað lundann
og sækja gjarnan í Drangey og
Málmey. Lundaveiðitímabilið
hófst 1. júlí síðastliðinn og lauk
þann 15. ágúst. Talsvert af
lunda hefur verið selt frá (slandi
til Færeyja en þar hvarf sand-
sílið hér um árið og þá fækkaði
lundanum. Menn hafa örlitlar
áhyggjur af ætisleysinu fyrir
norðan þrátt fyrir að lundanum
hafi ekki fækkað svo neinu nemi
enn sem komið er.
Veiðimaður með
feng sinn
Magnús Hinriksson
veiðimaður með
lundakippu á herð-
unum í Málmey.
* ' . Mynd/Róbert-Schmidt
Klaus Frímor ’^ÍjS
flugukastkennari verður með
kastkennslu seinnihluta mánaðarins.
Klaus kennir bæði á einhendu og
tvíhendu. Hann er sérfræðingur
í kasttækni með skotlínu sem hentar
fslendingum f roki og lengdarköstum.
Áhugasamir eru beönir aö hafa samband í sima
588 6500 (Benni) eöa e-mail benni&utivistogveidi. Ís
í SUMAR:
i 10-17, sunnudaga 11-16, virka daga 9-19
Neyðarsími allan sólarhringinn 844 7000