blaðið

Ulloq

blaðið - 25.08.2006, Qupperneq 22

blaðið - 25.08.2006, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2006 blaðiö ferdalog@bladid.net Hljóðbók í ferðalagið Ertu á leiðlnni i iangt ferðalag með barnið þitt? Þá er upplagt að taka hljóðbók með. Til dæmis sögurnar sívinsælu um Emil i Kattholti en þær eru gefnar út af Hörpuút- gáfunni og lesnar af okkar ástsæia leikara, Bessa heitnum Bjarnasyni. Þorsteinn Guðjónsson Byrji fólkáannað borð að fara út um jólin getur það ekki hætt. hópar af fólki. Öll fjölskyldan sam- an. Kannski fjórir, fimm, sex til átta manns og allir vilja gista í samliggj- andi herbergjum á sama hótelinu. Þessvegna hefur fólk varann á og bókar snemma“. Mikil ásókn „Jólin eru mikill háannatími á Kan- Áidis aríeyjum og ekki auðsótt að fá þar gistingu á þessum tíma. Við erum í samstarfi við nokkur hótel og vélarn- ar eru pantaðar í samræmi við það framboð á gistingu sem við höfum. Fólk spyr stundum hvers vegna við aukum ekki sætaframboðið, en það gengur ekki ef það er engin gisting fyrir farþegana. Þetta hefur í raun Hið sanna um handfarangur Töluvert hefur borið á goð- sögnum um innritanir á Keflavík- urflugvelli undanfarið. Sögu- sagnir hafa verið á sveimi um að nú megi ekki hafa með sér fartölvur, bækur, spil og fleira. Þetta er allt saman hinn mesti misskilningur en þó má segja að reglunum hafi verið breytt töluvert undanfarið. í Ameríku- flug má nú til að mynda ekki hafa neitt fljótandi með í hand- farangri. Hvorki hárgel, froðu, gloss né drykki af neinu tagi. Séu drykkir keyptir í Fríhöfn- inni fá ferðalangar þá afhenta þegar gengið er um borð og gosdrykkir sem keyptir eru í veit- ingasölunni eru afhentir í glasi. í Evrópuflugi gilda mildari reglur en í því má taka með sér gloss og gel en enga gosdrykki nema þá sem eru keyptir í sjálfri flug- höfninni. Starfsfólk innritunar- og örygg- isdeildar á Keflavíkurflugvelli hvetur fólk til að hafa sem minnstan handfarangur með sér í vélarnar þar sem umsýsla með hann getur hægt á ölllu ferlinu. Farþegum er bent á að mæta tímanlega í innritun til að koma í veg fyrir vandræði. Innritun hefst klukkan fimm á morgnana og því nauðsynlegt að vera kom- inn á þeim tíma hefjist ferðin klukkan sjö. Því lengra sem líður á morguninn og daginn, því fyrr þurfa farþegar að vera mættir á völlinn. Til dæmis er fólki bent á að mæta fjórum tímum fyrir brottför sé ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Með öðrum orðum: því fyrr, því betra. Jólaferðirnar vinsælar Uppselt hálft ár fram í tímann Undanfarin ár hefur það færst mjög í vöxt að fólk kjósi að dvelja í sólinni yfir jólatímann í stað þess að sjóða hangiket og hlusta á klukkna- hljóm klukkan sex heima á Islandi. Þetta er í raun orðið svo vinsælt að það selst upp í beint flug til Kanarí- eyja og Flórída hálft ár eða meira fram í tímann. „Þetta er vandamál sem hefur stað- ið undanfarin tíu ár. Ef fólk byrjar að fara svona út um jólin þá getur það ekki hugsað sér að gera annað,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, framkvæmda- stjóri hjá Úrval Útsýn. „Það á það sama við um þetta og hefðina sem skapast til dæmis í kringum hvað borða skuli á aðfangadagskvöld. Þá er einhver einn réttur hafður í háveg- um og fólki finnst slæmt að hnika frá því, sem er skiljanlegt. Til hvers að breyta einhverju sem maður er á annað borð sáttur við? Þannig hefur þetta þróast að um leið og miðarnir eru settir í sölu þá seljast þeir bara upp um leið. Yfirleitt eru þetta stórir verið sama sagan undanfarin fjög- ur ár. Það er uppselt í fyrstu vélina sömu viku og hún fer í sölu og það er í júlímánuði. Semsagt, hálfu ári fyrir brottför.“ Það er ekki langt í páskana „Fyrir tveimur árum kom sumar- bæklingurinn út.aðra vikuna í febrú- ar og þetta voru bara lög. Sá tími er liðinn núna. I fyr ra byrjuðum við að selja í sumarferðirnar í október. Árið þar áður var byrjað í desember. Þetta er alltaf að færast aftar og byggist í raun á því að um leið og samningar eru tilbúnir þá fer þetta í sölu. Með tilkomu Netsins hefur orðið miklu jafnara flæði í þessu og við erum hætt að reiða okkur á bæklingana eins og áður. Fólk er duglegt að skoða ferðir allt árið, í stað þess að bíða eft- ir komu bæklingsins inn um lúguna," segir Þorsteinn að lokum og minnir um leið á að vilji fólk fara til útlanda um páskana þá sé nú orðið tímabært að huga að farmiðakaupum. Vetraráætlun Norrænu hefst Farþegum fjölgar milli ára Nú mun Norræna sigla þriðja árið í röð yfir vetrartímann en ferðamáti þessi verður sífellt vinsælli. Vetrar- áætlun Norrænu hefst nú í lok ágúst og stendur fram á næsta vor. Fjöldi farþega yfir veturinn er ekki nærri jafn mikill og yfir sumarið, en nú er svo komið að færri komast að en vilja og því hefur ferðaskrifstofan þurft að vísa fólki frá. I vetur siglir skipið með viðkomu á Seyðisfirði, Þórshöfn í Færeyj- um, Bergen í Noregi og Hanstholm í Danmörku. Lagt er af stað frá Seyðisfirði á miðvikudagskvöldum klukkan átta og komið er til Hanst- holm á Iaugardagsmorgni klukkan níu. Fyrir mann og bíl kostar ferðalag- ið fram og til baka 28.100 krónur en séu tveir í bílnum þá borgar annar 21.100 sem gerir 49.200 sem hægt er að deila í tvennt. Gist er í tveggja manna klefum sem minna á lítil hótelherbergi en þar er meðal ann- ars sturta, sjónvarp og ísskápur. „Það hefur verið gríðarleg aukn- ing á þessu hjá okkur í ár. Það voru margir sem komust ekki með. Það er að gerast aftur sem gerðist með Norræna um vetur Priðja árið í röð er hægt að sigla með Norrænu fyrir vetrartímann. gamla skipið að þetta er að springa utan af okkur. Ég ráðlegg fólki ein- dregið að bóka með góðum fyrir- vara fyrir næsta sumar en við byrj- um að selja sumarferðir eftir örfáar vikur,“ segir framkvæmdastjóri Nor- rænu, Sigurjón Hafsteinsson.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.