blaðið - 13.09.2006, Side 26

blaðið - 13.09.2006, Side 26
38 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 blaöiö heimili heimili@bladid.net Burt meö hárin Margir gæludýraeigendur kannast við hár á öllum húsgögn- um sem getur verið heldur subbulegt. Besta leiðin til að fjarlægja þau af húsgögnum er að nota votan svamp og þurrka af húsgögnunum. Svartur og lokkandi Hérmá sjá frekar heföbundinn lampa með svörtum fjöðrum eftir Jess Shaw en hún kallar hann Blackbird Tree. Ljós og listaverk Breski hönnuðurinn Jess Shaw hefur vakið mikla athygli fyrir falleg Ijós sín en hún er senni- lega þekktust fyrir Ijósið Ský (e. Cloud). Skýið er fallegt hvort sem það er kveikt á því eða ekki. Reyndar eiga Ijós Jess Shaw það sameiginlegt að þau er listaverk frekar en Ijós. Ljósin eru nútíma- leg en óvenjuleg og birtan af þeim er einstök. Sumir segja þau vera meistaraverk en burtséð frá því þá er Ijóst að þau vekja umtal hvar sem þau sjást. Fleiri Ijós eftir Jess Shaw má sjá á www. jessshaw.com Listaverk Skýjaljósið erþekkt Ijós sem hefur hlotiö mikla athygli enda nokkurs konar listaverk. Fjölskyldueldhús Guðrún Thelma, Guðbjörg María og Viktor Björn í eldhúsinu. „ ' Myndlr/Fnkki Guðbjörg María og Jón Valgeir kusu að reisa húsið sitt sjálf SMAAUGLÝSINGAR blaöiöH SMAAUGIYSINQAR@BLAD1D.NET Myndu byggja aftur Það er ekki furða að nýbygg- ingar rísi um alla borg því margt ungt fólk kýs frek- ar að byggja heldur en að búa í gömlu. Guðbjörg María Gunn- arsdóttir og Jón Valgeir Björnsson kusu þá leiðina þegar þau ákváðu að Geymslu- og dekkjahillur í bílskúrinn, geymsluna, heimiliö og fyrirtækið Þessar hillur geta allir sett saman. Skrúfufrltt og smellt saman. kr.8.091.- viöbótareining kr.5.834.- ehf. ithyl3-3a-110Reykjavfk Sími53 53 600 - Fax 5673609 www.isold.is stækka við sig. Enda segir Guðbjörg að það hafi verið töluvert ódýrara auk þess sem skemmtilegt sé að fá að ráða hönnun hússins. „Við fluttum inn í húsið í maí á þessu ári en það hafði tekið okkur um eitt og hálft ár að byggja það. Við fengum lóðina í nóvember 2004 en byrjuðum ekki að byggja alveg strax," segir Guðbjörg og bætir við að það sé yndislegt að búa í nýja hús- inu en nóg sé að gera. Tímafrekt Guðbjörg og Jón fengu Baldur Jónsson verktaka sem gerði húsið fokhelt og auk þess voru aðrir góðir menn sem hjálpuðu til, strákarnir hjá Raflax, Finnur Larssen og Kristján Ásgeirsson. Guðbjörg segir að maðurinn hennar hafi líka gert eins mikið og hann gat. „Ég myndi ekki segja að það væri erfitt að byggja hús en þetta tekur allt sinn tíma. Maðurinn minn sá reyndar mest um þetta en það var mikið um alls kyns snatt og útrétt- ingar og hann missti því töluvert úr vinnu. Þetta er tímafrekara en við bjuggust við og það þarf endalaust að hringja út um allan bæ til að redda hinu og þessu og ýta á eftir öðru.“ Margt sem við myndum gera betur Samt sem áður segir Guðbjörg að þau myndu hiklaust byggja aftur ef svo stæði á en þá myndu þau fara öðruvísi að. „Það er ýmislegt sem maður rekur sig á í byggingarferlinu sem maður myndi geta gert betur. Til dæmis myndi maðurinn minn taka sér frí í nokkra mánuði og vinna með smiðnum því ég held að það myndi koma betur út fjárhagslega. Það er ýmislegt fleira sem maður rekur sig á og sem dæmi má nefna tengl- ana. Við erum með tiltölulega mörg Ódýrara Guöbjörg Maria Gunnarsdóttir og Jón Valgeir Björnsson ákváðu að byggja hús í stað þess að kaupa gamalt enda varþað ódýrara ljós en við hefðum ekki þurft svona mörg ljós í loftið og það sjáum við núna.“ Dýrara en við bjuggumst við Guðbjörg segir að það hafi hentað þeim mjög vel að byggja hús því þau voru með mjög ákveðnar hugmynd- ir um hvernig húsið ætti að líta út. „Með því að byggja ráðum við öllu sjálf og það var það sem við vildum. Auk þess var þetta miklu ódýrara en að kaupa einbýlishús. Þrátt fyrir það kostaði húsið meira en við bjugg- umst við í fyrstu. Við gerðum kostn- aðaráætlun en það er alltaf eitthvað meira sem bætist við. Við héldum okkur við áætlunina en það komu ýmsir kostnaðarliðir í ljós sem við bjuggumst ekki við. Upphaflega vissum við nokkurn veginn hvernig við vildum hafa húsið. Ég teiknaði það upp og við veltum þessu mikið fyrir okkur. Við keyrðum líka um ný hverfi og fengum teikningar af húsum til að skoða. Húsið sjálft er kassi þannig að það eru ekki marg- Himinlifandi Guðrún Thelma er himinlifandi meö nýja herbergið. ir möguleikar sem þetta býður upp á, sérstaklega ef maður vill hafa glugga í öllum herbergjum. En við erum ótrúlega sátt við hönnunina og ánægð með húsið." svanhvit@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.