blaðið - 21.09.2006, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006
blaðiö
Við opnum í þessari viku nýjar
og glæsilegar LUSH verslanir á
LAUGAVEGI OG KRINGLUNNI.
Okkur vantar hörkuduglegt starfsfóik strax.
• Ertu ábyrgðarfull
• Ábyrg og reyklaus?
• Getur þú unnið sjálfstætt?
• Hefur þú skipulagshæfileika?
• Hefur þú reynslu af afgreiðslustörfum?
• Hefur þú áhuga á ilmkjarnaolíumeðferðum?
• Þekkirðu tU náttúruvaranna frá Lush?
Ef þú hefur það sem til þarf sendu okkur þá umsókn á upplysingar@Iush.
is eða skUaðu inn umsókn í verslun okkar í Kringlunni, 1. hæð.
Umsóknarfrestur er tU 24.sept
Lush framleiðir og selur ferskar og náttúrulegar snyrtivörur i rúmlega
400 sérverslunum um allan heim.
Lush forðast í lengstu lög að nota gerviefni við framleiðsluna og er alfarið
á móti tUraunum á dýrum.
Lush hefur starfað á íslandi í 4 ár
Stud vwufyur fyrír bdkrð
Læknar mæla með þessum haldara
Verð kr. 3.990
Opnunartím
Mán-fös 11
Lau 11-14
Uuíuruk?
Hamraborg7 Kópavogi Sími 544 4088
www.ynja.is Útsölustaðir: Esar Húsavík- Dalakjör Búðardal
UTAN UR HEIMI
Áframhaldandi óeirðir
Mótmælendur og lögregla tókust öðru sinni á í Búda-
pest á þriðjudagskvöldið. Um tíu þúsund manns tóku
þátt í mótmælagöngu þar sem krafist var afsagnar
Gyurcsany forsætisráðherra vegna ummæla hans um
að hafa logið að þjóðinni í kosningabaráttunni.
Frestuðu lendingu Atlantis
Lendingu bandarísku geimskutlunnar Atlantis
var frestað um sólarhring eftir að óþekktir hlutir
sáust á sveimi í nánd við skutluna. Skutlan átti
upphaflega að lenda í gær. Líklegt má telja að
ísklumpur hafi brotnað af ferjunni.
Fötluð börn og ungmenni:
Enginn vill taka
ábyrgð á fötluðum
■ Alvarlegt ástand ■ Ný skýrsla veldur vonbrigðum
■ Foreldrar hrekjast af vinnumarkaði
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
.Ástandið er mjög alvarlegt og
foreldrar vita ekki lengur hvað
þeir eiga að gera í stöðunni,“ segir
Jarþrúður Þórhallsdóttir, foreldra-
ráðgjafi hjá ráðgjafarmiðstöðinni
Sjónarhóli. Hún segir fjölmarga
foreldra fatlaðra barna hafa leitað
til sín að undanförnu þar sem þeir
fá ekki dagvistun fyrir börnin eftir
að skólatíma lýkur. „í þessari stöðu
verður yfirleitt annað foreldrið að
minnka við sig vinnu og jafnvel
hætta. Þannig er það bara og heldur
áfram þangað til barnið fer í búsetu
og flytur að heiman.“
Töluverður fjöldi fatlaðra barna
og ungmenna á aldrinum 10 til 20
ára fær hvergi inni eftir að skóla-
tíma lýkur á daginn þar sem ekki
næst samstaða milli ríkis og sveit-
arfélaga um kostnaðarskiptingu og
ábyrgð á málaflokknum.
Ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára
fengu inni í Miðbergi í Breiðholti
þangað til síðasta vor en þá ákvað
ríkið einhliða að hætta umsjón með
þeirri aðstöðu og vísa ábyrgðinni
yfir á sveitarfélögin. Reykjavíkur-
borg hefur enn ekki tekið afstöðu
til málsins en í samtali við Blaðið
í gær sagðist Sigríður Jónsdóttir,
sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavík-
urborgar, vonast til þess að lausn
fyndist á málinu fyrir helgi.
Þá hefur deila um kostnaðarskipt-
ingu milli ríkis og sveitarfélaga
,,Á standið er
mjög alvarlegt“
Jarþrúður Þórhallsdóttir
foreldraráðgjafi
hjá Sjónarhóli
einnig valdið því að um 400 fötluð
börn á aldrinum 10 til 16 ára fá
enga dagsvistun eftir skóla. Félags-
málaráðherra skipaði sérstakan
starfshóp til að fjalla um málið í
síðastliðnum marsmánuði og skil-
aði hann frá sér skýrslu um síðustu
mánaðamót. Þar kemur fram vilji
allra aðila til að leysa málið en að
öðru leyti eru menn ekki sammála
um lausnir og kostnað.
Jarþrúður segir skýrsluna hafa
valdið gríðarlegum vonbrigðum þar
sem margir foreldrar höfðu bundið
miklar vonir við hana. „Það var
mikið áfall fyrir foreldra að málið
skyldi enn vera fast þrátt fyrir þessa
góðu úttekt.“
Jarþrúður bendir á að heppilegra
væri að málefni fatlaðra væru flutt
alfarið á hendur sveitarfélaganna og
væru þannig aðeins á einni hendi.
„Þá væri ekki hægt að henda bolt-
anum svona á milli og menn gætu
komist að niðurstöðu."
Sigurður Öli Kolbeinsson.hjá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga, segir
sveitarfélög bjóða upp á dagvistun
fyrir fötluð börn í 1. til 4. bekk. Það
sé hins vegar val sveitarfélaganna
að bjóða upp á slíka þjónustu en al-
Fötluð ungmenni:
Fá hvergi inni eftir
að skóla lýkur
■ Stofnanir vfsa hver á aðra ■ Kostar 60 þúsund á hvert ungmenni
Um >0 ttoW4 •Mmmm íi hmrai
lnai I lclfinu * ikdialimi
l#fci»r þar ma hmrki
uM4( rr . iriMi. ul >6 uka fc.- •»
ur Mln, barnanna «. orflm, fanUru Nu.„ þMnml. hmf.r n4
■ Blaðið laugardaginn
16. september
■nHM|M
Vdfcrfl.mfl Rrf
mennt tilheyri málaflokkurinn rík-
inu. „Það stendur skýrt í lögum að
málefni fatlaðra séu í höndum rík-
isins. Þar er líka getið um þjónustu
sem ríkið á að veita, til dæmis dag-
vistunarstofnanir. Sveitarfélögin
telja því að það sé engin lagaskylda
á þeim að bjóða þessa þjónustu fyrir
krakka í 5. bekk og upp úr.“
Sigurður bendir á að sveitarfé-
lögin hafi engu að síður boðist til
að koma upp dagsvistun fyrir eldri
börn gegn því að ríkið greiði helm-
ing af heildarkostnaði. Þar greinir
hins vegar aðila á og er kostnaðar-
mat ríkisins töluvert lægra en það
sem sveitarfélögin áætla. „Ríkið við-
urkennir ekki okkar útreikninga og
mat þess er um 60% lægra en okkar.
Það sem ríkið vill borga er því að-
eins dropi í hafið.“
Oryrkjar mótmæla skeröingu:
Stefnir í umfangsmikil réttarhöld
Fundað var víða í gær vegna
fyrirhugaðra skerðinga fjórtán líf-
eyrissjóða á lífeyri til öryrkja. Efna-
hags- og viðskiptanefnd Alþingis
tók málið til umfjöllunar, stjórn
lífeyrissjóðsins Gildis fjallaði um
málið og þá var rætt um það á mið-
stjórnarfundi Alþýðusambands ís-
lands (ASÍ).
öryrkjabandalag Islands (ÖBl)
hefur gagnrýnt skerðingarnar harð-
lega og segir þær beinast gegn þeim
sem minnst hafa í þjóðfélaginu.
Hefur bandalagið lýst því yfir að
það muni höfða mál á hendur sjóð-
unum ef þeir falli ekki frá ákvörðun
sinni eða fresti henni ótímabundið.
Samkvæmt upplýsingum frá
lífeyrissjóðnum Gildi verður ekki
verður fallið frá skerðingunum að
svo stöddu. Árni Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Gildis, sagði í
samtali við Blaðið í gær að málið
yrði þó áfram til umfjöllunar.
„Stjórnin hefur ekki breytt fyrri
ákvörðun en mun hlusta á allar rök-
semdir í málinu.“
Grétar Þorsteinsson, forSeti ASÍ,
sagði að á fundi miðstjóniarinnar
hafi menn skipst á skoðunum um
málið en bendir á að allar ákvarð-
anir liggi hjá lífeyrissjóðunum.
Lofar 1im-
fangsmiklum
réttarhöldum
Sigurstelnn Másson
formaúur ÖBl,
Sigursteinn Másson, formaður
ÖBÍ, segir ljóst að haldist ákvörðun
lífeyrissjóðanna óbreytt verði
höfðað mál. „Ef lífeyrissjóðirnir
ætla að keyra þetta mál í gegn þá
förum við klárlega í mál eins fljótt
og mögulegt er.”