blaðið


blaðið - 21.09.2006, Qupperneq 14

blaðið - 21.09.2006, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 blaöiö HVAÐ MANSTU? 1. Viö hvað starfaði Leo Fender? ?" r —-"1 —- fi 3. Hvað var Haraldur hárfagri kallaður af tískulöggum 9. aldar? 4. Hver lék bassaleikarann Sid Vicious í myndinni Sid and Nancy? 5. í hvaða ríki er lægsta fæðingartíðni heims? gjfcSQESRK Svör: ,-h c œ c .a. E CO »0 ro • S o ' = E * íéB r- E r- 3 C3- c= Z3 £= 05 ■ , D W □ > I GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur KAUP 70,01 SALA 70,35 Sterllngspund 131,78 132,42 11 Dönsk króna 11,887 11,957 m wm mwm Norsk króna 10,699 10,731 aa Sænsk króna 9,617 9,673 ■5 Evra 88,69 88,94 BÉ Taíland: Nýr ráðherra eftir 14 daga Sonthi Boonyaratglin, hershöfð- inginn sem stóð fyrir valdaráninu í Taílandi á þriðjudaginn, segir að nýr forsæt- isráðherra verði skipaður innan tveggja vikna. Hers- höfðinginn sagði á blaða- mannafundi að kosningar yrðu haldnar í Iandinu innan árs, þegar búið væri að semja nýja stjórnarskrá. Skriðdrekar keyrðu inn í Bangkok, höfðuborg landsins, á þriðjudag- inn og var herlögum lýst yfir í kjölfarið. Thaksin Shinawatra, forsætis- ráðherra landsins, kom til London í gær, en hann hefur verið staddur í New York undanfarna daga og sótt allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann lýsti strax yfir neyðarástandi í landinu og rak hershöfðingjann eftir að fréttir bárust afvaldaráninu. Thaksin hefur verið mjög umdeildur í heimalandinu, en stjórnarkreppa hefur ríkt í landinu frá því að stjórnarandstaðan sniðgekk þing- kosningar fyrr á árinu. blaóiön SMAAUGLYSINGAR@BLADID.NET Tæplega sex hundruð tilkynningar um barnaklám á síðasta ári: Fleiri teknir með barnaklám ■ íslenskum síðum lokað ■ Unglingsstúlkur með ósiðlegar myndir Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Á síðasta ári fengum við 589 ábend- ingar um barnklám á Netinu,“ segir Hrönn Þormóðsdóttir, verkefna- stjóri Barnaheilla, en hægt er að tilkynna á heimasíðu þeirra um barnaklám. Að sögn Hrannar eru þetta aðeins tilkynningar sem ber- ast þeim en svo fær lögreglan einnig ábendingar og því má búast við að þær séu talsvert fleiri. Dæmi eru um að íslenskum síðum sem hýstu ósiðlegt efni hafi verið lokað en ekki var um eiginlegt barnaklám að ræða í þeim tilvikum. „Við höfum tekið eftir því að það er alltaf að verða hærra hlutfall af tilkynningum sem er raunverulegt barnaklám," segir Hrönn en af þeim 589 tilkynningum sem bárust voru um 30 prósent barnaklám. Hinar tilkynningarnar eru efni sem fólki býður við en er ekki ólöglegt. Hún segir það alvarlegt áhyggju- efni að tölurnar skulu vera að hækka og bendir á að erlendir koll- egar hennar hafi tekið eftir sömu þróun úti í heimi. Samkvæmt Hrönn hefur Barna- heill haft samband við þá sem hýsa síður á íslandi vegna ósiðlegra heimasíðna en þá var ekki um barna- klám að ræða. í einu tilfelli voru brandarar um barnamisnotkun á heimasiðu og segir Hrönn að þeir sem hýstu hana hafi brugðist vel og ræddu við þann sem hélt henni úti. „Það hefur komið fyrir að ungar stúlkur hafi sjálfar sett ósiðlegar myndir af sér á heimasíðuna sína,“ segir Hrönn og bætir við að það sé óhugnanleg þróun sem foreldrar verði að sporna við. Búið er að skerpa nokkuð á lögum um tölvuglæpi af þessari tegund en að sögn Ránar Ingvarsdóttur, lög- fræðings hjá Barnaheillum, var það stórt skref í rétta þegar breytingar á hegningarlögum voru samþykktar í byrjun júní síðastliðins. Það þýðir að það ætti að vera auðveldara að fást við slík mál. Rán bendir einnig á að Netið sé afar hraður miðill og lögin verði að halda í við aukna kunnáttu glæpa- manna af þessum toga. Hún seg- ist vilja sjá refsirammann nýttan betur við glæpum sem þessum en hámarksrefsing er tvö ár ef brot er stórfellt. Upp á siðkastið hafa brota- menn hlotið fjögurra mánaða fang- elsi og þar af tveir í skilorði. Hún segist vonast til þess að þessi laga- breyting verði til þess að brúa þá gjá sem myndast hefur milli laga og tækni. Á þriðjudaginn voru gerðar hús- leitir í fjórum umdæmum eftir ábendingu Interpol vegna gruns um barnaklám hér á landi. Tveir menn voru handteknir í Reykjavík og einn á Isafirði. Þeim hefur öllum verið sleppt. Lögreglan er að rannsaka tölvurnar en þær eru allnokkrar. í Kópavogi var lagt hald á sex tölvur á einu heimili og voru þær í eigu nokkurra manna. Enn sem komið er ekki uppi grunur um alþjóðlegan barnaklámshring. Bragðgóð kex TlLVALIN SEM NESTI f SKÓLANN OG VINNUNA ■c': Pakkað í umbúðir sem gerir það sérlega hentugt SEM NESTI í SKÓLANN OG VINNUNA Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum V Dreihng:Yggdrasill EHF SUÐURHRAUN 12b Garðabæ J Frjálsir demókratar í Japan: Abe verður næsti forsætisráðherra Frjálslyndir demókratar í Japan kusu í gær Shinzo Abe til að taka við formennsku í flokknum af Koiz- umi forsætisráðherra. Þingið mun staðfesta skipun Abe í embætti forsætisráðherra á þriðjudaginn. Abe naut stuðnings Koizumis í kjörinu, en Abe hlaut 464 atkvæði af 703. Abe á 52 ára af- mæli í dag og verður yngsti maður- inn til að taka við embætti forsæt- isráðherra í Japan. Hann er sonur fyrrverandi utanríkisráðherra landsins og barnabarn fyrrum forsætisráðherra. Abe vill endurskoða stjórnarskrá landsins, halda efnahagsumbótum Næsti forstætisráðherra Shinzo Abe eryngsti maðurinn til að taka við embættinu. áfram og efla samskipti landsins við helstu nágrannarlkin.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.