blaðið - 21.09.2006, Page 21
blaöió
FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 29
Háværari Heimdall
Unga fólkið
þarf að skerpa
áherslurnar í
pólitíkinni
Heiðrun Lind
Marteinsdóttir
f dag gefst ungu sjálfstæðisfólki
í Reykjavík tækifæri til þess að
velja nýjan formann og nýja stjórn
Heimdallar. Ég tilkynnti fyrir
nokkru síðan um frambóð mitt til
formanns Heimdallar. Hafa ellefu
skeleggir Heimdellingar gengið til
liðs við mig og bjóða þeir sig fram
til stjórnar Heimdallar. f samein-
ingu höfum við virkjað með okkur
mörg hundruð Heimdellinga og
nokkur hundruð unga Reykvík-
inga til viðbótar sem hafa ákveðið
að ganga í Heimdall.
Hefur kosningabaráttan verið
einstaklega skemmtileg. Ekki hvað
síst fyrir það hversu góðan með-
byr við höfum fundið og hversu
vel Heimdellingar hafa tekið fram-
boði okkar. Á kosningaskrifstofu
okkar í Aðalstræti 6 hafa komið
fjölmargir stuðningsmenn og vel-
unnarar framboðsins og unnið
mikið og óeigingjarnt starf.
Við sem bjóðum okkur fram
saman höfum gert það undir þeim
formerkjum að meiri kraft, elju og
sýnileika þurfi í Heimdall. f Heim-
dalli er stór hluti félagsmanna
ungliðahreyfingar Sjálfstæðis-
flokksins. Þessa félagsmenn þarf
að virkja og i svo stóru félagi þarf
að heyrast.
Heimdallur hefur fengi verið far-
vegur hugsjóna. Hann hefur verið
skemmtilegur og áhugaverður vett-
vangur ungs fólks sem finna vill
hugsjónum sínum um frelsi ein-
staklingsins farveg. Nýlega hefur
hins vegar Heimdallur hljóðnað,
dregið hefur úr þeim krafti og
þeirri grósku sem einkennt hefur
og einkenna á Heimdall.
Það er meðal annars af þeirri
ástæðu sem ég ákvað að bjóða mig
fram til formanns Heimdallar. Við
sem bjóðum okkur fram saman
til stjórnar Heinfilallar höfum
öll metnað til þess að Heimdallur
skipi þann sess í þjóðmáiaumræð-
unni sem hann á skilið og verði
opinn og frjór vettvangur skoðana
enn á ný.
Rétt er að minna á að aðalfundur
Heimdallar verður haldinn í Val-
höll, Háaleitisbraut i, í dag og hefst
klukkan 15.00. Nánari upplýsingar
um okkur sem bjóðum okkur fram
til stjórnar Heimdailar má nálgast
á www.dallurinn.is.
Höfundur er á síðasta ári
magistersnáms í lögfræði.
SNIÁAUGLÝSINGAR
5103735
blaðiðn
SMAAUQLYSmGAR&BLAÐlOJVET
21. - 24. september
1/1 ferskur kjúklingur 468 kr. 30% afsl
Úrb. Bringur án skinns 1.686 kr. 30% afsl.
Kjúklingalæri/leggir magnbakki 484 kr. 30% afsl
4 hamborgarar m. brauði 459 kr. 20% afsl.
Londonlamb úr framparti 1.239 kr. 20% afsl.
Grillaður kjúklingur, franskar og 2 I. Coke
Kindakæfa 200 gr. 225 kr. 20% afsl
Lqttu kjötiðnaðarmenn okkar ráðleqqja þér!
UR KJOTBORÐI