blaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 21.09.2006, Blaðsíða 23
blaðið FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 31 „Ég vissi alltaf að ég hefði meiri áhuga á að skrifa og ég verð líka að fá ao ráða hlutunum sjálfur. Það r er mjög sterkt í mér. Eg er náttúrlega al- veg minn eigin herra og ég efast um að ég gæti skrifað bók með öðrum.“ Bragi Ólafsson Bragi Olafsson endurnýjar kynnin af tónlistinni Rykið dustað af bassanum Sykurmolarnir á Ieiksvið Bragi Ólafsson hefur lengi gengið með þá hug- mynd í maganum að skrifa leikrit um hljómsveitarlífiö sem yrði byggt á reynslu hans með Sykurmolunum. Bragi Ólafsson gerði garð- inn frægan sem bassa- leikari Sykurmolanna á sínum tíma. Eftir að hljómsveitin lagði upp laupana síðla árs 1992 lagði Bragi hljóðfærið á hilluna og sneri sér heill og óskiptur að ritstörfum. í til- efni af endurkomu Sykurmolanna mun Bragi hins vegar taka upp bassann á ný og rifja upp gamla takta. „Ég er ekki enn þá kominn með hljóðfærið í hendurnar en þegar ég hugsa um lögin bá hlakka ég bara til að spila þau. Eg held að þetta sé svipað og að læra að keyra bíl. Það gleymist ekkert. Það er nóg að setj- ast einu sinni upp í og þá rifjast þetta upp,“ segir Bragi og bætir við að hann finni ekki lengur hjá sér þörf fyrir að spila og semja tónlist. Gæti ekki skrifað bók með öðrum „Ég fann að það gekk ekki saman að vera að vinna í þessu hvoru tveggja þannig að ég varð í raun og veru að velja á milli. Ég vissi alltaf að ég hefði meiri áhuga á að skrifa og ég verð líka að fá að ráða hlut- unum sjálfur. Það er mjög sterkt í mér. Ég er náttúrlega alveg minn eigin herra og ég efast um að ég gæti skrifað bók með öðrum,“ segir Bragi og bætir við að þetta hafi ágerst eftir að hafa unnið einn í nokkur ár. En skyldi hann þá ekki vera erfiðari í samstarfi núna? „Það skiptir kannski ekki máli núna vegna þess að við göngum inn í eitthvað sem er fyrirfram tilbúið. Ég yrði örugglega erfiðari í sam- starfi ef við færum að semja ný lög en það stendur ekki til.“ Líkið lífgað við Bragi segir að það hafi aldrei staðið til að Sykurmolarnir kæmu saman á ný. „Það hefur ekki verið stemning fyrir því enda erum við ekki mjög hrifin af svona endurkomum þegar það er verið að lífga við einhver lík segir Bragi en bendir á að nú sé til- efnið sérstakt. „Þetta er bæði gert til að halda upp á afmæli Ammælis og til að hjálpa Smekkleysu sem mætti standa betur fjárhagslega. Þetta er í raun svipað því þegar við gáfum út póst- kort í tengslum við leiðtogafundinn 1986. Við notuðum peningana sem við græddum á því í útgáfu smáskíf- unnar Ammælis. Núna erum við að nota Sykurmolana til að fjármagna Smckkleysu," segir Bragi. Hljómsveitarlífið inn- blástur að leikriti Bragi segir að Sykurmolatíma- bilið hafi einkennst af mikilli keyrslu á stuttum tíma. „Þetta var ofsalega skemmtilegt en ég held að maður hafi á vissan hátt yfirkeyrt sig á öllum þessum ferðalögum. Þetta var ofsalega mikil vinna og bið. Þegar maður er í stúdíói eða að ferðast þá er afskaplega mikill tími sem fer til einskis en þetta er samt mjög andlega krefjandi. Ég held að ég myndi aldrei geta farið í svona rúnt aftur,“ segir Bragi sem segist þó hafa lært margt á þessu. Hann hefur meira að segja gælt við þá hugmynd að skrifa leikrit um hljómsveit sem yrði byggt á þeirri reynslu sem hann öðlaðist á þessum árum. „Hljómsveit sem starfar saman er í raun mjög spennandi samskipta- form. Þessi hugmynd er alltaf að þróast og ég mun skelfa hina Sykur- molana með því að skrifa um hana einhvern tima. Þeir eiga það yfir höfði sér,“ segir Bragi. Nú á dögum þykir ekki mikið tiltökumál að íslenskir tónlistar- menn reyni fyrir sér erlendis og tekur Bragi undir að árangur Syk- urmolanna og síðar Bjarkar hafi haft einhver áhrif þar á, „Tengslin sem Sykurmolarnir mynduðu við fyrirtæki og fólk úti nýttust mjög mörgum og nýtast enn. Björk er að vinna með mikið til sama fólkinu og Sykurmolarnir unnu með á sínum tíma,“ segir Bragi Ólafsson að lokum. Gleraugnaverslunin Sjónarhóll hefur verið frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Islandi Miklar og góðar breytingar hafa orðið í gleraugnasölu á Islandi frá því 17. september 1996 þegar Gleraugnaverslunin Sjónarhóll opnaði. Sjónarhóll hefur frá upphafi lagt áherslu á að vera með vandaða vöru en bjóða engu að síður hagstæðasta verðið. Þetta var og er markmið Sjónarhóls og teljum við okkur hafa náð góðum árangri á sl. 10 árum. Ástæða þess að Gleraugna- verslunin Sjónarhóll var sett á laggirnar var óheyrilega hátt verð gleraugna á Islandi fram til ársins 1996. Á þessum tíma borgaði sig fyrir einstakling að takast á hendur ferð til útlanda, kaupa þar gleraugu, og borga ferðina með mismuninum. Ut frá þessu vaknaði hugmyndin að gera eitthvað í þessu. Fundin var leið og Gleraugnaverslun Sjónarhóls var opnuð 17. september 1996 og byrjaði hún sem póstverslun. I verðkönnun sem gerð var 10 dögum eftir að Sjónarhóll opnaði var verðmunur í sumum tilvikum allt að 74%. Eitthvað hefur dregið saman í verði sem betur fer en í léttri verðkönnun sem starfsfólk Sjónarhóls gerði um daginn kom í Ijós að enn er boðið upp á mjög mismunandi gæði og þá sérstaklega hvað glerin varðar og skoðuðum við því eingöngu sambærilega vöru og við bjóðum sjálf. I þessari könnun var verðmunurinn að jafnaði frá 9.000 til hátt í 20.000,- kr. Verslunin Sjónarhóll heldur upp á tíu ára afmæli um þessar mundir. Mynd Frikki Við bjóðum nánast öll gler frá BBGR í Frakklandi og umgjarðir frá viðurkenndum framleiðendum víða um heim en helstu framleiðslulönd umgjarða Sjónarhóls eru Frakkland, Italía og Japan. Reglulegar kynningar eru í versluninni tvisvar á ári þar sem við fáum til okkar hönnuði og sérfræðinga að utan sem aðstoða viðskiptavini okkar og ráðleggja. Fyrir S árum fluttum við alla smíði heim og hefur svo verið allar götur síðan. Versluninni er reglulega hrósað fyrir mikið úrval, gott verð, góða þjónustu og hlýlegt umhverfi. Kunnum við viðskiptavinum okkar bestu þakkir fyrir það. Varðandi orðróm um draugagang á Sjónarhól þá er ekki laust við að við höfum orðið vör við hann og höfum við það fyrir satt að sést hafi til eldri konu á Sjónarhól í nokkur skipti, verkfæri hafa horfið um stund en fundist aftur á sama stað og dæmi eru um að gler hafi horfið. Gaman er að segja frá að einn góðviðrisdag sumarið 2005 stóðu þrír af starfsmönnum Sjónarhóls út við glugga, þar sem verið var að laga hann. Fyrir utan stóð bíll í gangi. Þar sem þau standa þarna opnast bílstjórahurð bílsins hægt og síðan fara rúðuþurkurnar í gang og voru skildar eftir í gangi, en Warðandi orðróm * um draugagang ó Sjónarhól þó er ekki laust við að við höfum orðið vör við hann og höfum við það fyrir satt að sést hafi til eldri konu ó Sjónarhól í nokkur skipti, verkfæri hafa horfið um stund en fundist aftur ó sama stað og dæmi eru um að gler hafi horfið. hvergi sást til manna ferða. Öll þrjú sáu þau þetta gerast og ekki er laust við að farið hafi um mannskapinn við þennan atburð. Eigendur fyrirtækisins eru Björg Marteinsdóttir sjálfsvarnarkennari og Ólafur Einarsson rafeindaiðnfræðingur og framkvæmdastjóri. Sjóntækjafræðingur Sjónarhóls er Egill Ingólfsson.Alls eru 6 starfsmenn á Sjónarhól.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.