blaðið - 21.09.2006, Page 26

blaðið - 21.09.2006, Page 26
34 FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2006 blaöiö Afmælisborn dagsms H.G. WELLS RITHÖFUNDUR, 1866 GIROLAMO SAVANAROLA PREDIKARI OG OFSTÆKISMAÐUR, 1452 kolbrun@bladid.net Flóðhestar og framakonur Laugardaginn 23. september klukkan 16 verður opnuð í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi sýning á afrískum minjagripum sem Olöf Gerður Sigfúsdóttir mannfræðingur hefur safnað saman. Sýningin samanstendur af skemmtilegri blöndu af gömlum munum og nýstárlegum fjöldaframleiddum gripum, en saman mynda þeir heild sem gefur góða mynd af minjagripa- úrvali íAfríku. Minjagripasafnið frá Afríku er að mestu í eigu ís- lendinga sem hafa ferðast til eða hafa verið búsettir í álfunni. Sýningin er opin virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16. Hún stendurtil 12. nóvember. Fimmtudaginn 12. október klukkan 20 mun Kviksaga - Heim- ildarmyndastöð ReykjavíkurAka- demíunnar standa fyrir sýningu á heimildarmyndinni In and Out of Africa. Ólöf Gerður Sigfús- dóttir fylgir myndinni úr hlaði en myndin sýnir á raunsæjan hátt hið margbrotna og oft á tíðum skopiega ferli sem afrískur listmunur fer í gegnum áður en hann lendir í höndum Vestur- landabúa. Myndin verður sýnd í húsnæði Akademíunnar, JL-hús- inu við Hringbraut, 4. hæð. Sú þrá að þekkja og nema... Sýning og málþing verður í Þjóð- arbókhlöðu til heiðurs Jónasi Jón- assyni frá Hrafnagili (1856-1918) í tilefni af því að 150 ár voru liðin frá fæðingu hans 4. ágúst 2006. Sýningin verður opnuð 22. sept- ember 2006 klukkan 16.30 og stendurtil 31. desember 2006. Málþingið verður haldið laug- ardaginn 23. september 2006 klukkan 13.00. Dagskrá málþingsins: 13.00 Halldóra Rafnar: Jónas Jónasson frá Hrafnagili: Ævi og fjölskylduhagir 13.30 Terry Gunnell: Jónas í alþjóðlegu samhengi 14.00 Arni Björnsson: Spor- göngumenn Jónasar 14.30 Hlé 15.00 Hjalti Hugason: Guð- fræðingurinn og presturinn 15.30 Viðar Hreinsson: Sögur af vondu fólki. Sagnagerð Jón- asar frá Hrafnagili 16.00 Rósa Þorsteinsdóttir: „Heimspeki fólksins". Jónas og þjóðsögurnar Aðalheiður Guðmundsdóttir stýrir þinginu. Heiðursmaður og foringi PV forlag hefur sent frá sér bókina Jean Baptiste Charcot. Þetta er vegleg bók um heimskautafar- ann, landkönnuðinn og lækninn sem fórst með skipi sínu Pourquoi-Pas? við Islandsstrendur árið 1936. Friðrik Rafnsson íslensk- aði verkið. „Útgáfa bókarinnar kom þann- ig til að í byrjun desember í fyrra var ég staddur í París vegna hins svonefnda Charcotverkefnis Hl á Islandi, meðal annars til að hitta barnabarn Charcots, safnafólk og fleiri. Þeirra á meðal var David Kings frá Gléna-útgáfunni í París sem kynnti mér fyrirhugaða útgáfu á veglegri bók um Charcot sem þeir voru að láta vinna í samvinnu við Société de Géographie, franska land- fræðifélagið. Mér fannst gráupplagt að skoða þetta nánar," segir Frið- rik. „Nokkrum vikum síðar fékk ég handritið, las það og ámálgaði útgáfu bókarinnar við Jóhann Pál hjá JPV. Hann tók erindinu strax mjög vel, bæði vegna þess að hon- um fannst efnið áhugavert og ekki síður vegna þeirra tímamóta að á þessu ári eru 70 ár liðin frá strandi Pourquoi-Pas? við Island, nánar til- tekið þann 16. september 1936.“ Harmleikur við íslandsstrendur Hver var Charcot? „Jean-Baptiste Charcot var læknir, leiðangursstjóri og heimskautafari, sonur hins heimsþekkta taugalækn- is, Jean Martin Charcot. Árið 1903 lét hann smíða þrímastra, 32 metra skip í Saint-Malo í Bretagne í Norð- ur-Frakklandi sem hann lét nefna Le Frangais (Frakkinn) og leggur á því upp í fyrsta leiðangur Frakka á Suðurskautið og hefur vetursetu við Wandeleyju þar syðra. Visinda- legur afrakstur þeirrar ferðar var meiri en nokkurn óraði fyrir: 1000 km af áður ókunnum strandlengj- um kannaðar og kortlagðar, þrjú nákvæm sjókort gerð og 75 kössum af gögnum safnað og afhent 'Nátt- úrugripasafni Frakklands. Fljótlega eftir að hann sneri aftur til Frakklands fer hann að undirbúa nýjan leiðangur á Suður- skautið og setur af stað smíðina á Pourquoi-Pas?, sérútbúnu skipi til heimskautaleiðangra með þremur tilraunastofum og bókasafni. Af- rakstur leiðangursins er verulegur og felur í sér rannsóknir í haffræði, veðurfræði, á hafstraumum og í seg- ulfræðum. Ennfremur öfluðu þeir gríðarlegs safns dýra og plantna sem afhent var safni og stofnun haf- rannsókna í Mónakó og kortlögðu 2000 km strandlengju. Árið 1928 leggja Pourquoi-Pas? og skipið Strasbourg upp í árangurs- lausa leit að flugbátnum sem norski landkönnuðurinn Roald Amund- sen var með. Árið 1934 var hann í for- ystu leiðangurs til Grænlands sem farinn var á vegum mannfræðings- ins Paul-Émile Victor sem dvaldist í eitt ár í Ammassalík og lifði með- al eskimóa allan þann tíma. Þann 16. september 1936 lenti skip hans, Pourquoi-Pas?, í miklu og óvæntu óveðri út af Reykjanesi, hraktist upp i Borgarfjörð og fórst á Hnokka út af Álftanesi á Mýrum. Alls létust 40 manns, 23 fundust látnir, 17 var saknað og fundust aldrei og einn áhafnarmeðlimur komst lífs af. Charcot og menn hans komu oft við hér á landi í leiðöngrum sinum á norðurslóðir, bæði í Reykjavík, á Akureyri og Patreksfirði. Hann eign- aðist fjölmarga vini hér á landi og hélt góðu sambandi við þá allt þar til yfir lauk. Strand Pourquoi-Pas? var mikil sorgarfrétt á Islandi á sínum tíma og til marks um það má nefna að þegar minningarsam- koma um hina látnu var haldin var öllum verslunum í Reykjavík lok- að, og mun það vera einsdæmi að erlendum manni sé sýndur viðlíka sómi.“ Goðsögn í huga íslendinga Hvaða erindi á bókin við okkur ís- lendinga? „Charcot er hálfgerð goðsögn í huga íslendinga sem eru komnir yfir miðjan aldur og átti hér fjöl- marga vini á sínum tíma, en þrátt fyrir það hef ég orðið var við að fólk veit furðu lítið um það hversu merkur maður hann var og hversu merkilegt framlag hans til vísinda- sögunnar var. Það er eitthvað heillandi við þennan mann og um nafn hans leikur mikill ævintýraljómi. Það er til dæmis afar fróðlegt og skemmti- legt að lesa um ferðir hans og manna hans til Suðurskautslands- ins á sínum tíma, þrautseigju þeirra og eljusemi við ótrúlega erfiðar aðstæður. Hann var í senn heiðursmaður, kallaður „the polar gentleman”, mikill foringi, andleg- ur faðir og vinur áhafnarmeðlima í löngum og erfiðum sjóferðum. Einmitt þetta finnst mér eitthvað svo íslenskt við hann. En um leið var hann gríðarmikill heimsmað- ur og metnaðargjarn vísindamað- ur sem lagði slíkan skerf til rann- sókna að menn eru í rauninni ekki almennilega búnir að átta sig á því enn þann dag í dag. Ég hef megnustu andúð á hetju- dýrkun og leiðist almennt að lesa ævisögur, en mér fannst það ánægjulegt og gefandi að þýða þessa bók. Hún á fullt erindi við ís- lendinga, ég held að flestir þeirra þekki ekki nema blátoppinn á þeim mikla borgarísjaka sem Je- an-Baptiste Charcot var og er í sigl- inga- og vísindasögu heimsins.“ Harmleikur Lík Charcot og manna hans. Mynd/FinnboglRúUirValdimmson. Meistari hryll- ingsins fæðist Á þessum degi árið 1947 fæddist Stephen King. Hann er meistari nú- tímahryllingssögunnar, gríðarlega afkastamikill og einn vinsælasti rit- höfundur heims. Hann byrjaði að skrifa sögur sjö ára gamall. Fyrsta skáldsaga hans sem gefin var út af forlagi er Carrie sem kom út árið 1974 og gerði hann heimsfrægan. Þegar King fékk heiðursverðlaun The National Book Award árið 2003 risu upp virtir bókmenntamenn og mótmæltu. Þar á meðal var einn þekktasti bókmenntagagnrýnandi heims, Harold Bloom, sem sagði að bækur Kings hefðu ekkert bók- menntalegt gildi. Víst er að hinir fjöl- mörgu aðdáendur Kings taka ekki undir þann dóm. King er vissulega mistækur höfundur en þegar hann er upp á sitt besta er hann sannur sagnamaður sem kann að byggja upp spennu, skapar eftirminnilegar persónur og heldur lesandanum við efnið. Það er varla hægt að biðja rit- höfund um að gera mikið meira.a

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.