blaðið - 05.10.2006, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006
blaðið
Mannréttindadómstóll Evrópu þarf aö skoða tölvupósta Jónínu Benediktsdóttur:
Jónína Ben farin með
tölvupóstana til Brussel
■ Mannvonskan í algleymingi, segir Jónína Benediktsdóttir ■ Ég lagði allt undir, segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður
■ Gríðarleg vonbrigði, segir lögmaður Jónínu
Jónína Benediktsdóttir Ég er
bjartsýn á sigur fyrir mína hönd
og íslensks samfélags.
Kjartan Gunnarsson Mælti
með vini sínum Jóni Steinari
sem lögmanni fyrir Jón Gerald
„Ég er mjög stolt af mínum
skrifum og sé ekki eftir neinu
varðandi birtingu tölvupóstanna.
I hjarta sínu veit Jónína Benedikts-
dóttir hvernig við hlífðum henni í
okkar umfjöllun. Við forðuðumst
að birta viðkvæmar persónuupp-
lýsingar um málsaðila því okkur
fannst það ekki smekklegt,“ segir
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, blaða-
maður. Hún hlaut titilinn Rann-
sóknarblaðamaður ársins 2005
fyrir fréttaflutning um aðdraganda
baugsmálsins þar sem birt var upp
úr tölvupóstum Jónínu Benedikts-
dóttur, íþróttafræðings, og Styrmis
Gunnarssonar, ristjóra Morgun-
blaðsins. Rúmt er síðan Fréttablaðið
birti hina umdeildu tölvupósta í
þeim tilgangi að vekja athygli á
víðtæku samráði í undirbúningi
málaferlana gegn forsvarmönnum
Baugs Group. Jónína fékk sett lög-
bann á birtingu og umfjöllun um
tölvupósta hennar í tengslum við
málið á þeim forsendum að verið
væri að hnýsast í einkamál. Fyrsta
júní 2006 voru 365 prentmiðlar
og Kári sýknaðir í Hæstarétti af
ákæru Jónínu. Hæstiréttur komst
að þeirri niðurstöðu að umræddir
tölvupóstar væru gögn sem ættu er-
indi við almenning og því hafi verið
óhjákvæmilegt að ganga svo nærri
einkalífi Jónínu.
Stærsta fréttaskúbb samtímans
Jón Magnússon, lögmaður
og verjandi Fréttablaðsins
og Kára, segist ekki hafa
verið í nokkrum vafa um
niðurstöðu Hæsta-
réttar og að
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍK
B u m 1
Jón Asgeír Jóhannesson
Hefur sagt tölvupóstana sýna
að launráð hafi verið framin.
Hæstiréttur
tókaðsérþað
<* hlutverk að finna
varnir í málinu
Hróbjartur Jónatansson
lögmaður
A
Réttur almenn-
ings til að fá
upplýsingar var
viðurkenndur
V ~ jfHl Arna Schram
P WSÍÍm tormaöur Blaðamanna-
félags Islands
frw, f
m 'm. '
» ■
Égermjög
stoitafmínum
skrifumogsé
ekki eftir neinu
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
blaðamaður
„Niðurstaða Hæstaréttar um birt-
ingu tölvupóstanna er skelfileg og
mannvonskan þar í algleymingi,"
segir Jónína. „Fyrir það fyrsta er
skelfilegt að Baugsmenn skyldu sjá
hag sinn í því að brjótast inn í tölvu-
kerfi mitt og stela gögnum. Engir
aðrir en þeir hafa slíkan ásetning
og því koma ekki aðrir til greina. 1
mínum huga er ekki nokkur vafi á
því að þessir menn eru sekir.“
Fölsuð gögn
Aðspurð leggur Jónína á það ríka
áherslu að átt hafi verið við tölu-
pósta sína.
„Tölvupóstarnir voru þvældir
fram og til baka og þeim sem ekki
hentuðu eigendum fjölmiðilsins var
eytt,“ bætir Jónína við.
Sigríður Dögg segir útilokað að
slíkt hafi átt sér stað og ef eitthvað
er þá hafi verið forðast að birta mjög
viðkvæmar upplýsingar. Enn frekar
hafi Styrmir staðfest að tólvupóst-
arnir hafi verið ófalsaðir.
„Ég lagði framtíð mína í blaða-
mennsku undir í þessu máli því mér
fannst svo mikilvægt að þessar upp-
lýsingar yrðu birtar. Trúverðugleiki
minn og framtíð mín sem blaða-
manns valt á því hvernig ég ynni
úr þessum gögnum,“ segir Sigríður
Dögg.
Gríðarleg vonbrigði
Hróbjartur Jónatanson, lögmaður
og sækjandi fyrir hönd Jónínu,
tekur undir orð Jónínu og
segir niðurstöðu Hæstaréttar í mál-
inu að vera ranga að öllu leyti.
„Ég er gríðarlega ósáttur með nið-
urstöðu Hæstaréttar í þessu máli.
Það er mín einlæg sannfæring að
birting tölvupóstanna hafi verið
skírt brot á friðhelgi einkalífs þess
fólks sem þarna átti í hlut,“ segir
Hróbjartur. „Sannanlega voru þessir
tölvupóstar teknir ófrjálsri hendi og
þeir birtir í óþökk eiganda. Að mínu
mati eru trúnaðarsamskipti manna
vernduð bæði í Stjórnarskrá Islands
og mannréttingalögum Evrópu.“
Jón er ósammála Hróbjarti að
öllu leyti og telur niðurstöðu Hæsta-
réttar einu raunhæfu niðurstöðu
málsins.
m
j Þettaereitt
® stærsta frétta-
skúbb i íslenskum
r fjölmiðlum
m
Jón Magnússon
lögmaður
birting tölvupóstanna hafi verið
mikilvæg.
„Þetta er eitt stærsta fréttaskúbb
sem komið hefur fram í íslenskum
fjölmiðlum. í mínum huga var það
enginn spurning, ef dómur hefði
fallið öðruvísi, að íslensk blaða-
mannastétt hefði þurft að fara með
málið lengra,,, segir fón.
Jón Gerald Sullenberger
Þessi niðurstaða
Hæstaréttar er hræðileg.
Mannvonskan í algleymingi
Jónína Benediktsdóttir, íþrótta-
fræðingur, segir niðurstöðu Hæsta-
réttar lykta af pólitík og hafi ekkert
með sig sem persónu að gera né
einkalíf sitt.
Jóhannes Jónsson Hefursagt
að tölvupóstarnir sanni að unnið
hafi verið gegn sér og sínum.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Mætti á fund ritsjóra Mor-
gunablaðsins og Kjartans
smálsins.
B. GR. FRIÐHELGIEINKALIFS OG FJÖLSKYLDU
Sérhver maður á rétt til friðhelgí einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta.
Stjórnarskrá lýðveldisins Islands
71. GR. ALLIR SKULU NJÓTA FRIÐHELGIEINKALÍFS, HEIMILIS OG FJÖLSKYLDU.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema
samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og
póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á
einkalífi manns.
FRÉTTAÚTTEKT
TÖL VUPÓSTSMÁUÐ
EFTIR TRAUSTA HAFSTEINSSON