blaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 22
30 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 blaöiö fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Hvenær gefur þú okkur fimmu? „Vonandi á fimm-tudaginn" Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó Mikið hefur verið deilt um leið 5 sem í daglegu tali er kölluðfimman en menn spyrja sig hvenær hennar sé að vænta á ný. HEYRST HEFUR... A X iklar hræringar eru hjá bóka- J.VJLforlögum landsins um þessar mundir. Ekki er langt síðan það spurðist út að Kristján B. Jónas- son, þróunarstjóri hjá Eddu, væri á förum frá forlaginu og i vikunni bárust þær fréttir að Þór Steinars- son, framkvæmdastjóri grasrótar- útgáfunnar Nýhils, hefði hætt störfum. Hvorugur hefur viljað tjá sig um ástæður þess að þeir ákveða að hverfa af vettvangi og báðir segja óráðið hvað taki við hjá þeim. Líklegt má teljast að önnur útgáfufyrirtæki beri víur sínar í þá félaga enda báðir miklir reynslu- boltar með víðtæka þekkingu á bókmenntum og útgáfumálum. Þá gætu þeir jafnvel sameinað krafta sina og sett á laggirnar nýtt forlag til höfuðs risunum sem fyrir eru á markaðnum. Gömul tímaritanöfn ganga nú í endurnýjun lífdaga eitt af öðru og nýverið hóf Eimreiðin göngu sína á ný. Fyrir utan nafnið á þó gamla Eimreiðin lítið skylt við þá nýju sem fjallar einkum um mál- efni framhalds- skólanema á breiðum grundvelli. Þá hefja Reynir Traustason og félagar senn útgáfu tímaritsins Isafoldar sem hefur verið beðið með nokk- urri eftirvæntingu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tímaritið ísafold kemur út en blað undir því nafni var gefið út hér á landi frá þjóðhátíð- arárinu 1874 fram til 1924. Líklega verða þó efnistök í hinni nýju ísa- fold nokkuð önnur en í forveranum enda hefur tíðarandinn breyst. Hver veit nema fleiri gömul og góð tímaritanöfn verði endurvakin í kjölfarið. Ef til vill rís Fjölnir úr öskustónni í annað sinn eða Ármann á Alþingi. Þá er aldrei að vita nema einhverjum detti í hug að hrinda af stokkunum nýjum tímaritum á borð við Heimskringlu, Klausturpóstinn og Ný félagsrit. Von er á plötu með hljómsveitinni Múm sem á verða hljóðritanir sem hún tók upp fyrir þátt breska útvarpsmannsins John Peel árið 2002. Fjögur lög verða á plötunni sem verður pakkað í handgerðar umbúðir samkvæmt heimasíðu sveitarinnar. Nýja platan ætti að koma í verslanir í desember. John Peel var frægur útvarpsmaður í heimalandi sinu sem hafði óvenju- næmt eyra fyrir ungum og efnilegum tónlistar- mönnum og átti stóran þátt í því að koma mörgum frægum þeirra á framfæri. Af þeim tónlistar- mönnum og hljómsveitum sem komu fram í þáttum Peels má nefna David Bowie, Elton John, Pixies og The Clash. Múm-liðar eru með fleiri járn í eldinum því að þeir eru um þessar mundir að ljúka vinnu að plötu með nýju efni sem gert er ráð fyrir að líti dagsins ljós á vormánuðum. Ég á milljónir aðdáenda um allan heim - og ég get sannað það! Hinn heimsþekkti Budweiser Budvar er seldur til 52 landa víðs vegar um heiminn Vinsældir hans eru ekki síst að þakka þeirri staðreynd að hann er bruggaður á einum stað og eingöngu úr bestu fáanlegu hráefnum Hann er alltaf, alls staðar Blað allra fram- haldsskólanema Margrét Þorgeirsdóttir tók ný- verið við starfi ritstjóra Eimreiðar- innar sem þrátt fyrir gamalkunn- ugt nafn er glænýtt blað og er ætlað framhaldsskólanemendum um land allt. Margrét er sjálf nemi í Fjöl- brautskólanum í Ármúla og hefur lítillega fengist við blaðamennsku þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur tekið þátt í uppbyggingu Eimreiðar- innar frá upphafi og var auk þess ritstjóri skólablaðsins Króniku í fyrra. Margrét segir að nýja starfið legg- ist mjög vel í sig og sé spennandi. „Það er auðvitað mjög erfitt að taka við þessu því að þessu fylgir mikil ábyrgð en verður vonandi mjög skemmtilegt líka og maður lærir mikið á þessu. Mér finnst mjög gaman að skrifa og enn þá skemmtilegra að fá að ráða hvað er í blaðinu," segir Margrét og hlær. Fjölbreytt efnistök í Eimreiðinni er fjallað um mál- efni framhaldsskólanema um land allt og áhersla lögð á fjölbreytt efnistök. „Þarna er til dæmis grein um hvemig stúdentsprófið gagnast þér í öðrum löndum þar sem það virð- ist vera nauðsynlegt til að lifa af hér á landi. Þá er farið yfir það sem er að gerast í öðrum skólum. Um dag- / inn fórum við til dæmis og tókum púlsinn á krökkum í MR og Iðnskól- anum. Það er fyrir þá sem nenna ekki að lesa lengri greinarnar alveg strax. Það grípur kannski ekki allt alla en þetta eru mjög sniðugar og skemmtilegar greinar,“ segir Margrét. Tengiliðir um land allt Teitur Atlason, fráfarandi rit- stjóri Eimreiðarinnar, fór hringinn um landið í september og kynnti blaðið fyrir framhaldsskólanemum og skólastjórnendum. Markmiðið er að blaðið komi sér upp tengi- liðum um land allt sem vinni efni í það. „Því lengur sem við gefum blaðið út þeim mun fleiri ganga til liðs við okkur og hjálpa okkur að gefa þetta út,“ segir Margrét og bætir við að þeir sem hafi áhuga geti haft samband við sig. einar.jonsson@bladid.net LÉTTÖL UPPÁHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA Ekki rjúpa..súpa

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.