blaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 28
3 6 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006
vísindi
neytendur@bladid.net
Læknar herma eftir geimförum
blaöið
Apar fila ekki teknó
Vísindamenn hafa komist aö þvi aö apar kjósa fremur þögnina en að
hlusta á tónlist. Ef aparnir geta valið um hvort þeir hlusti á þýskt teknó
annars vegar eða rússneskar vögguvísur hins vegar kjósa þeir fremur
vögguvisurnar. Ástæðuna telja visindamennirnir vera þá að vögguvis-
urnar veki upp betri tilfinningar en teknóið.
J* é
é *
Mj.
Tilraunamús með
kortlagðann heila
Músarheilinn
kortlagður
Vísindamennnafa nú kortlagt
músarheilann ítarlega sem þeir
vona að muni marka tímamót
og veita innsýn í það hvernig
mannsheilinn virkar. Kortið veitir
miklar upplýsingar á erfðafræði-
legum þáttum heilans, en ekkert
þessu líkt hefur verið gert áður.
Kortið gefur ekki einungis upp-
lýsingar um genauppbyggingu
heilans heldur segir einnig til um
hvar genin er að finna. Kortið
veitir vfsindamönnum skilvirkari
skilning átengslum milli gena
og líffærafræði. Kortið mun að
öllum líkindum leggja grunn að
mörgum rannsóknum sem leita
svara við grundvallarspurningum
um heilann.
Skurðaðgerð í þyngdarleysi
Ivikunni framkvæmdu læknar
fyrstu skurðaðgerðina í þyngdar-
leysi, sem er skref í áttina til þess
að geta framkvæmt skurðaðgerð-
ir úti í geimnum. Aðgerðin er
liður í verkefni sem unnið er af Evr-
ópsku geimrannsóknarstofnuninni
sem miðar að því að þróa vélmenni
sem getur framkvæmt aðgerðir í
geimnum. Læknarnir fjarlægðu um
borð í breyttri flugvéí fituæxli úr
handlegg sjálfboðaliða í aðgerð sem
tók um þrjár klukkustundir. Ástæð-
an fyrir því að þessi aðgerð varð fyrir
valinu er sú að hún er einföld og ekki
sársaukafull fyrir sjúklinginn sem
var staðdeyfður á meðan á henni
stóð. Á meðan á aðgerðinni stóð tók
flugvélin dýfur eins og rússíbani til
að líkja eftir þyngdarleysi og fór hún
um 30 dýfur á meðan á fluginu stóð.
Það eru ýmis vandkvæði sem fylgja
því að framkvæma aðgerð í þyngd-
arleysi þar sem í þyngdarleysi fara
hlutir á flug, til dæmis blóð, innri líf-
færi og tæki og tól sem notuð eru við
skurðaðgerðir. Læknarnir sem fram-
kvæmdu aðgerðina hafa áður gert
aðgerð á rottu við sömu aðstæður, en
þá var um að ræða slagæð í hala dýrs-
ins. Sjálfboðaliðinn sem lagðist und-
ir hnífinn er vanur teygjustökkvari
og því vanur miklum sviptingum í
þyngdarafli. Sjúklingurinn oglækna-
lið sem samanstendur af sex lækn-
um undirbjuggu sig með svipuðum
aðferðum og geimfarar nota til að
undirbúa sig fyrir geimferðir.
Læknarnir voru bundnir niður
meðan á aðgerðinni stóð.
Vinsœldirnar tengjast verðinu
Haust tilboð 1.790.000 Kr.
.. .en verðið tengist engan veginn markaðinum. Opel Astra hefur skapað sór sérstöðu hvað þetta varðar. Endurhugsaður
frá grunni og drekkhlaðinn aukabúnaði heldur hann sessi sínum sem einn mest seldi bfll Evrópu á meðan verðið er á við
ódýrustu blla á götunni. Komdu til okkar, keyrðu hann og kollvarpaðu hugmyndum þínum um Astra.