blaðið - 05.10.2006, Blaðsíða 21
blaöið
FIMMTUDAGUR S. OKTÓBER 2006 29
„Ég er gríðarlega ósáttur með
niðurstöðu Hæstaréttar í þessu
máli. Það er mín einlæg sann-
færing að birting tölvupóstanna
hafi verið skírt brot á friðhelgi
einkalífs þess fólks sem þarna
átti I hlut, “ segir Hróbjartur.
„Sannanlega voru þessir tölvu-
póstar teknir ófrjálsri hendi og
þeir birtir i óþökk eiganda. Að
minu mati eru trúnaðarsam-
skipti manna vernduð bæði í
Stjórnarskrá íslands og mann-
réttingalögum Evrópu."
„Ég var aldrei í nokkrum vafa um
hvernig dómur félli í þessu máli,“
segir Jón.
Birtingin réttlætanleg
Arna Schram, formaður Blaða-
mannafélags Islands, telur birtingu
tölvupóstanna réttlætanlega og með
niðurstöðunni hafi síður en svo verið
dregið úr ábyrgð fjölmiðla.
„Við fögnum endanlegri niður-
stöðu Hæstaréttar þar sem réttur
almennings til að fá upplýsingar var
viðurkenndur og um leið réttur fjöl-
miðla til að miðla þeim,“ segir Arna.
„1 fjölmiðlaumfjöllun takast iðulega
á réttur almennings gegn einkalífi
fólk og í sumum tilvikum er réttur
almennings sterkari. Dómur Hæsta-
réttar undirstrikar það,“ segir hún.
„Birting fréttar er algjörlega á
ábyrgð fjölmiðla og dómurinn dregur
ekki úr þeirri ábyrgð. Hvort að tölvu-
póstarnir hafi verið fengnir með
ófrjálsri hendi er óvíst og fékkst ekki
sannað fyrir dómi,“ bætir Arna við.
Mikilvæg umfjöllun
Sigríður Dögg tekur undir með
Örnu og segir ljóst að ákvörðun fyrir
birtingu tölvupóstanna var byggð
á mikilvægi þess að almenningur
fengi vitneskju um innihald þeirra
og það hafi verið mikilvægara en
einkahagsmunir gerenda.
„Niðurstaða dómstóla var mjög
mikilvæg því með henni fékkst við-
urkenning fyrir birtingunni og með
hvaða hætti var tekið á málinu,“ segir
Sigríður Dögg.
Ólögleg gögn
Jón Gerald Sullenberger, athafna-
maður, er ósammála
því tölvupóstarnir
séu stolin gögn
og áttar sig
ekki á því
hvernig
einkatölvu-
póstar Jónínu komi almenningi við.
„Þessi niðurstaða Hæstaréttar er
hræðileg. Þó að Jónína hafi verið að
biðja menn um aðstoð hefur ekkert
með hagsmuni almennings að gera
og því skil ég ekki niðustöðu dóms-
ins,“ segir Jón Gerald. „Það er vitað
að tölvupóstarnir voru fengnir ólög-
lega. Að Hæstiréttur skuli síðan fara
fram á að stolnum gögnum sé skilað
aftur til þeirra sem nýttu sér stolin
gögn er með ólíkindum.“
Hæstiréttur varnaraðili
Hróbjartur undrast á hvaða for-
sendum lögbannskröfu var vísað frá
Hæstarétti enda hafi varnaraðilar
ekki sjálfir lagt fram athugasemdir
við hana.
„Vörnin gekk ekki út á mótmæli
gegn lögbannskröfunni heldur að
ekki væri farið inn á einkalíf Jónínu.
Hæstiréttur tekur upp með sjálfum
sér að finna annmarka á lögbanns-
beiðninni, eitthvað sem varnaraðilar
höfðu ekki gert. Hæstiréttur tók að
sér það hlutverk að finna varnir í mál-
inu sem ekki voru hafðar uppi.“
Málið fer lengra
Hróbjartur segir að nýlega hafi
málinu verið skotið til mannréttinda-
dómstóls Evrópu en það hafi verið
gert fyrir nokkrum vikum.
„Búið er að skjóta málinu til mann-
réttindadómstólsins og þá kemur
í ljós hvort brotið hafi verið gegn
áttundu grein mannréttindasattmál-
ans um friðhelgi einkalífsins," segir
Hróbjartur.
„Af sambærilegum málum úti er
ljóst að rétturinn er upptekinn af
friðhelgi einkalífsins og vernd bréfa-
skrift. Þess eru ótvíræð dæmi og því
verður málstaka þar forvitnileg."
Jón segist ekki átta sig á því á
hvaða forsendum málið fari fyrir
mannréttindadómstólinn enda hafi
Hæstiréttur tekið á persónulegum
sjónarmiðum í dómi sínum.
„Eftir sýknudóminn lýstu sækj-
endur því yfir að þeir ætluðu að
fara með málið fyrir mannréttinda-
dómstól Evrópu en ég sé ekki alveg
á hvaða forsendum ætti að gera það,“
segir Jón. „Á íslandi eru ákvæði um
tjáningafrelsi mun víðari en ákvæði
mannréttindalaga Evrópu.“
Jónína sigurviss
Hróbj arturveltirþvífyrirsér hvaða
þýðingu niðurstaða Hæstaréttar í
málinu muni hafa í framtíðinni.
„Það var öllum ljóst að notaðir voru
tölvupóstar í eigu Jónínu og ótrúlegt
að hinum stefndu hafi ekki verið
refsað né dæmdar miskabætur í mál-
inu,“ segir Hróbjartur. „Hæstiréttur
lagði blessun sína yfir notkun einka-
gagna og því eðlilegt að spyrja hvort
næst verði heimilt að hlera einkasam-
töl til birtingar í fjölmiðlum.,,
Aðspurð segist Jónína bíða spennt
eftir fyrirtöku málsins hjá mannrétt-
indadómstól Evrópu og er sannfærð
um að þar fái málið farsæl málalok.
„ Af eigin skinni veit ég að þetta eru
ekki eðlileg málalok. Málið er núna
hjá mannréttindadómstóli Evrópu
og það verður gaman að sjá niður-
stöðuna þar. Ég er bjartsýn á sigur
fyrir mína hönd og íslensks samfé-
lags,“ segir Jónína.
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri
Morgunblaðsins, vildi ekkert tjá sig
um málið.
Framhald á morgun
Góoæri
Sumir rugla saman þenslu og góöæri. En góöæri er ekki vertíð og
hagfræðilögmálin eru ekki algild. Við hjá SPV trúum því að samtímis sé
hægt að slá á þenslu og viðhalda góðæri. Góðæri er góð tíð sem birtist
meðal annars i því að almenningur geti viðhaldið verðmætum sínum og
aukið við þau. Hvort sem það er heilsan, heimilið, sumarbústaðurinn,
bíllinn eða tölvan og allt sem henni fylgir. Rýrnun verðmæta er engum
í hag. Komdu i SPV í dag.
$ Við lánum svo þú getir aukið verðmæti eigna þinna
$ Það er góð hagfræði.
0 Góðæri er góð tíð. Framlengjum góðærið saman.
Komdu til okkar í SPV
SPARISJÓÐURINN
Vertu með SPV og ánægðustu viðskiptavinunum
Borgartúni 18 - Siðumula 1 - Hraunbæ 119 - www.spv.is
Þjónustuver, simi 575 4100 - Skiptiborð. sími 575 4000