blaðið - 05.10.2006, Síða 26

blaðið - 05.10.2006, Síða 26
34 FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2006 blaöiö Fáarleikkonur í sögu Holly- wood hafa notið jafn mik- illar virðingar og Bette Davis. Stundum hefur því verið haldið fram að hún sé mesta kvikmynda- leikkona sem Hollywood hefur átt. Hún hlaut tvenn Oskarsverðlaun á ferlinum og var tíu sinnum tilnefnd til þeirra. Hún var fyrsti kvenforseti Óskarsverðlaunaakademíunnar og varð fyrst leikkvenna til að fá heið- ursverðlaunBandarískukvikmynda- stofnunarinnar. „Ég var Marlon Brando minnar kynslóðar,“ sagði hún eitt sinn af því sjálfsöryggi sem einkenndi svo oft tal hennar. Sviptingasamt einkalíf Bette Davis fæddist árið 1908 og var skírð Ruth Elizabeth Davis, kölluð Bette. Hún var eldri dóttir foreldra sinna sem skildu þegar hún var tiu ára. Faðir hennar var lög- fræðingur og þótti afar kaldlyndur maður. Hann hafði svo lítinn áhuga á dætrum sínum að hann gerði þær arflausar. Bette fékk snemma áhuga á leik- list og steig fyrst á svið 17 ára gömul. Hún hélt til Hollywood og komst á samning hjá Warner Brothers. Nokkrum árum síðar giftist hún í fyrsta sinn ungum leikara, Ham Nel- son. Hún varð stórstjarna eftir mynd- ina Of Human Bondage sem gerð var eftir sögu Somerset Maugham. Árið eftir lék hún drykkjusjúka leikkonu í myndinni Dangerous og hreppti Óskarsverðlaunin. Önnur Óskars- verðlaun hlaut hún tveimur árum síðar fyrir leik sinn í myndinni Jeze- bel þar sem hún lék undir leikstjórn Williams Wyler. Þau urðu elskendur og hún sagði seinna að hann hefði verið stóra ástin í lífi hennar og að það tímabil sem þau unnu saman að Jezebel hefði verið fullkomnasta hamingjan í lífi hennar. Hún sagði líka að Wyler væri eini karlmaður- inn sem hefði verið nógu sterkur til að geta haft stjórn á henni. Þau Wyler giftust ekki. Hann giftist ungri leikkonu og Bette átti í ást- arsambandi við Howard Hughes. Þegar eiginmaður hennar komst að sambandinu lauk hjónabandinu. Eftir það giftist hún öðrum tónlist- armanni, Arthur Farnswort. Hann var drykkjumaður og hún var skap- mikil og þau æptu, öskruðu og slóg- ust. Tæpum þremur árum eftir gift- ingu þeirra féll Arthur niður á götu og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi vegna heilablæðingar. Kunniekkiaðtapa Bette giftist í þriðja sinn hermanni og listmálara, William Grant Sherry, sem var sjö árum yngri en hún og þau eignuðust dótturina Barböru. Hjónabandið var ekki hamingjuríkt og Bette skildi við Sherry til að gift- ast Gary Merrull, mótleikara sínum í myndinni All About Eve. Myndin þykir ein af þeim bestu sem Bette lék i á ferlinum. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna- fyrir leik sinn en bar lægri hlut fyrir Judy Holliday í Born Yesterday. George Sanders sem fór með aukahlutverk í All About Eve hreppti Óskarinn fyrir leik sinn. í boði eftir verðlaunaveit- inguna sneri Bette sér undan þegar hún mætti Sanders sem hélt á Osk- arnum sínum. Hann gekk til hennar og sagði stríðnislega: „Eru berin súr, Bette?“ Hún hrækti á hann. Hún hafði aldrei kunnað að tapa. Harmleikur Hjónaband hennar og Gary Mel- ville var stormasamasta hjónaband hennar og hafði þó enginn friður ríkt í þeim fyrri. Bæði voru skap- mikil, sjálfhverf og drykkjusjúk. Þau ættleiddu litla stúlku, Margot, og dreng, Michael. Þegar Margot var var rúmlega tveggja ára fór hegðun hennar að breytast. Hún öskraði nær látlaust og talaði svo til ekkert. Hún var greind sem vangefin og eyddi ævi sinni í hæli. Barnfóstra hjónanna sagðist seinna hafa grun um að annað hvort Bette eða Gary hefði í ölæði missl Margot í gólfið eða slegið til hennar og orsakað heilaskaða því skyndilega hefði Margot gjörbreyst. Kröfuharður fagmaður Á fjórða og fimmta áratugnum vann Bette hvern leiksigurinn á fætur öðrum. Óhætt er að fullyrða að hún hafi á þeim tíma verið virt- asta kvikmyndaleikkona heims. Hún fór ekki hefðbundnar leiðir í hlutverkavali, sóttist eftir því að leika kvenmorðingja og vandræða- konur á tímabili þegar leikkonur sóttu í að leika samúðarfullar per- sónur. Hún var einnig óhrædd við að breyta útliti sínu ef hlutverkið krafðist þess. Hún var fagmaður og gerði miklar kröfur, bæði til sjálfrar sín og annarra og oft var haft á orði að erfitt væri að vinna með henni vegna fullkomnunaráráttu hennar. En það var einmitt þessi metnaður og kröfuharka sem gerði hana að miklum listamanni. Eftir 1950 fór að halla undan fæti hjá henni. Hlutverkin urðu ómerki- leg og leikur hennar ekki jafn áhrifamikill og áður. Þegar henni tókst verst upp var hún eins og skrípamynd af sjálfri sér. Árið 1960 átti hún þó glæsilega endurkomu í kvikmyndinni Whatever happened to Baby Jane? Árið 1981 söng Kim Carnes lagið Bette Davis Eyes sem komst efst á vinsældarlista í Banda- ríkjunum og vakti áhuga ungu kynslóðarinnar á þessari merku leikkonu. Eins og hraðlest Aðstoðarmaður hennar sagði að hún hefði verið óhamingjusamasta manneskja sem hann hefði kynnst: „Hún hafði enga sjálfstjórn. Það var eins og lest væri á ferð og gæti ekki stöðvast. Þegar maður skildi það þá skipti ekki máli hvað hún gerði eða hversu þreytandi hún var, það var alltaf hægt að kunna vel við hana. Ekki vegna þess að hún væri fræg, heldur vegna þess að maður skildi að innst inni var hún afar einmana og afar hrædd lítil stúlka.“ Bette sagði vinkonu sinni að hún óttaðist mest af öllu að enda sem einmana gömul kona í húsi uppi á hæð. Hún var orðin slík kona. Heimili hennar var svo sóðalegt að það minnti mest á svínastíu. Hún fór sárasjaldan í bað og var jafn treg til að þvo sér um hárið. Hún byrjaði að drekka þegar hún vakn- aði og drakk þar til hún leið út af. Svik dótturinnar Dóttir hennar Barbara skrifaði bók um móður sína og lýsti henni sem hinu versta skassi og drykkju- sjúkri konu sem þráði að vera í sviðsljósinu og væri harðstjóri sem yrði sér hvað eftir annað til skammar opinberlega. Barbara sem var í sértrúarsöfnuði sagði að Guð hefði sagt sér að skrifa bókina. Á þessum tíma greindist Bette með krabbamein og fékk vægt hjarta- áfall. Hún sagðist geta komist yfir krabbameinið en myndi aldrei jafna sig á því sem dóttir hennar hafði gert henni. Bette kom fram i mörgum spjallþáttum á þessum tíma en neitaði ætíð að ræða um dóttur sína. Sonur Bette, Michael, sleit öllu sambandi við systur sína eftir útkomu bókarinnar. Síðustu árin sem Bette Davis lifi hafði hún nóg að gera við að taka á móti kvikmyndaverðlaunum fyrir lífsstarf sitt. Hún lést árið 1989. kolbrun@bladid.net Rúllukragapeysur ný sending- síðbuxur allar stærðir vErhlisfiiui við Laugalæk»sími 553 3755

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.