blaðið


blaðið - 12.10.2006, Qupperneq 6

blaðið - 12.10.2006, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 blaöiö ■- ' Verndun og nýting auðlinda Niðurstaðan var málamiðlun milli nefndarmanna. Verðbólga lækkar Vísitala neysluverðs í október hækkaði um 0,23 prósent frá fyrra mánuði samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,2 pró- sent sem er lækkun frá mánuðinum á undan. INNLENT Matvælaverð: Hert eftirlit Tryggja verður stöðugleika í efnahagslífinu ef aðgerðir stjórnvalda til lækkunar matvæla- verðs eiga ekki að brenna upp í verðbólgu segir hagdeild ASÍ. Hagdeildin telur mögulegt að matvælqverð lækki um 12 til 15 prósent í kjölfar aðgerðanna og verði þannig sambærilegt við matvælaverð í Danmörku. Þá boðar Alþýðusambandið hertar effirlitsaðgerðir til að tryggja að lækkanirnar skili sem mestum ávinningi. Tillögur auðlindanefndar: Tékkaðu á honum þú verður ekki fyrir vonbrigðum Hinn heimsþekkti Budweiser Budvar er seldur til 52 landa víðs vegar um heiminn. Vinsældir hans eru ekki síst að þakka þeirri staðreynd að hann er bruggaður á einum stað og eingöngu ur bestu faanlegu hraefnum. Hann er alltaf, alls staðar jafn góður. UPPAHALDSBJOR MARGRA KYNSLOÐA Börn og sorg Fræðslufundur í Fossvogskirkju í kvöld 12. október kl. 20-22. Fyrirlesari Anna Ingólfsdóttir Allir velkomnir! NÝDÖGUN Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Landeigendur fái sjálfræði li Deilt um leyfisveitingar ■ Tilboö í þjóölendur Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Auðlindanefnd á vegum iðnaðar- ráðherra leggur til að Alþingi sam- þykki ekki síðar en árið 2010 lög eða þingsályktun um sérstaka verndar- og nýtingaráætlun fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl til raforkufram- leiðslu. Deilt er um leyfisveitingar þangað til. Meirihluti nefndarinnar telur að leyfishafar rannsóknarleyfa vegna jarðhita sem eru í gildi fái að halda áfram rannsóknum sínum og fram- kvæmdum í samræmi við gildandi lög. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður Vinstri grænna, segir það mat sitt að þau rannsóknarleyfi sem þegar hafi verið gefin út eigi ekki að halda gildi sinu nema að ákveðnu lágmarki. Hún er ósátt við að engar stóriðjuframkvæmdir fari í bið og telur jafnframt að ekki komi til álita að gefa út ný rannsóknarleyfi, hvorki vegna jarðhita né vatnsafls fyrr en lokið er framtíðarstefnu- mörkun þeirri sem nefndin gerir ráð fyrir. Orkufyrirtækin eru ósátt við að fá ekki að rannsaka allt sem þau vilja á tímabilinu og tilgreina sér- staklega að heimila eigi veitingu leyfis til rannsókna á háhitasvæð- unum í Gjástykki og Grændal enda hafi opinberar stofnanir og aðrir lögbundnir umsagnaraðilar veitt málinu samþykki sitt. 1 Ósátt við að engar stóriðju- framkvæmdir fariibið Kolbrún Halldórsdóttir, mmr þingmaður Landeigandi ráði sjálfur Auðlindanefnd leggur til grund- vallarbreytingu á afgreiðsluferli umsókna um rannsóknar- og nýt- ingarleyfi. Meðal annars er lagt til að á landi í einkaeigu ráði landeig- andi sjálfur hvort og þá við hvern hann semur um rannsókn og nýtingu auðlindar en í slíkum til- vikum þurfi engu að síður að upp- fylla almenn lagaskilyrði og afla tilskilinna leyfa. Lagt er til að auglýsa skuli eftir umsóknum um leyfi til rann- sóknar og nýtingar á auðlindum í jörðu og vatnsafli á eignarlöndum ríkisins og í þjóðlendum og sett verði lágmarksskilyrði um fjárhags- legt bolmagn og þekkingu umsækj- enda. Jafnframt er lagt til að gjald verði tekið fyrir nýtingu auðlinda í þjóðlendum og landi í ríkiseigu. Ef fleiri en einn sæki um verði tekið hagkvæmasta tilboði. Auðlindanefndin, sem skipuð var í apríl síðastliðnum fulltrúum allra þingflokka, iðnaðarráðuneytis og Samorku, leggur til að víðtækt sam- ráð verði um mótun verndar- og nýtingaráætlunar með þvi að skipa starfshóp þar að lútandi. Hreint ehf. var stofnaö árið 1983 og er eitt elsta og stærsta ræstingarfyrirtæki landsins. Er HREINT hjá þínu fyrirtæki Hreint býður upp á ókeypis ráðgjöf Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.