blaðið - 12.10.2006, Side 8

blaðið - 12.10.2006, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 blaftiö UTAN ÚR HEIMI KÍNA Kona ríkust allra [ (yrsta skipti í sögunni trónir kona á toppi lista yfir ríkasta fólk í Kína. Zhang Yin hefur auðgast gríðarlega á fyrirtæki sem endurvinnur pappír og er meðal annars ríkari en sjónvarpsspjallarinn Oprah Winfrey og rithöfundurinn J.K Rowling. ÍSRAEL Assad velkominn til ísraels Shimon Peres, aðstoðarforsætisráðherra Israels, segir að Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sé velkominn til Jerúsalem vilji hann ræða við (sraelsmenn um frið á milli ríkjanna. Ehud Olmert forsætisráðherra sagði hinsvegar að boð Peres væri ekki í hans umboði. Börn enn undir vopnum Amnesty International fullyrðir að ellefu þúsund börn í Kongó séu enn undir vopnum hjá vígahópum eða að ekki sé vitað um örlög þeirra. Borgarastríði lauk fyrir þremur árum en meðan á því stóð vopnuðu vígahópar meðal annars börn til átaka. Lítið hefur áunn- ist þrátt fyrir átak til að hjálpa börnum að lifa eðlilegu lífi á ný. Sendiráð í Eþíópíu: Hlébarði vekur ugg Starfsmenn breska sendiráðs- ins í Addis Ababa í Eþíópíu hafa óskað eftir hjálp yfirvalda í land- inu við að handsama hlébarða sem hefur verið að hrella þá. Breska sendiráðið hefur um 30 hektara svæði til umráða í höfuðborginni og búa starfs- menn þess þar. Fjöldi villtra dýra hefst við á lóðinni en reynt hefur verið að koma í veg fyrir að rándýr komist inn á svæðið. Fyrir nokkru sást hlébarðinn á sveimi fyrir utan hús eins sendiráðsstarfsmannsins um miðja nótt en ekkert var aðhafst í fyrstu. Það var ekki fyrr en villidýrið tók að láta sjá sig að degi til að starfsmenn sendiráðs- ins tóku að óttast um börn sín og gæludýr. Þrátt fyrir að dýrið hafi ekki ráðist á fólk hefur fjöldi heimiliskatta og kanína horfið að undanförnu og er talið að hlé- barðinn sé viðriðinn það mál. Stjórnvöld í Norður-Kóreu harðorð undir hótunum um refsiaðgerðir: Refsingar leiða til stríðs ■ Hóta fleiri kjarnorkutilraunum ■ Japanar beita refsiaögerðum ■ Bandaríkin vilja aukna hörku Eftir Örn Arnarson orn@bladid.net Kim Yong Nam, valdamesti maður Norður-Kóreu á eftir Kim jong-il forseta, lýsti því yfir í gær að stjórn- völd myndu gera fleiri tilraunir með kjarnorkuvopn láti Bandaríkjamenn ekki af fjandsamlegri stefnu gegn þeim. Ennfremur lýstu stjórnvöld í Pjongjang því yfir að ef gripið verði til harðari þvingunaraðgerða gegn Norður-Kóreu í refsingarskyni fyrir tilraunir þeirra með kjarnavopn jafn- gildi það stríðsyfirlýsingu og að þau „myndu grípa til viðeigandi ráðstaf- ana” vegna þeirra. Ekki var útskýrt frekar hverjar þær ráðstafanir yrðu. Þrátt fyrir viðvaranir Norður-Kór- eumanna ákváðu japönsk stjórnvöld í gær að herða þvingunaraðgerðir sínar gegn þeim og mun meðal ann- ars innflutningsbann á varningi taka gildi á föstudag og jafnframt verður landhelginni lokað fyrir um- ferð norðurkóreskra skipa. Bandaríkjamenn vilja að öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna samþykki ályktun sem felur í sér alþjóðlegt eftirlit með milliríkjaviðskiptum Norður-Kóreu auk viðskiptabanns á allan varning sem hægt er að nota til eldflauga- og gereyðingarvopna- þróunar sem og bann á sölu munað- arvarnings. Auk þess felur tillaga Bandaríkjamanna í sér að Norður- Kóreumenn hætti smíði stýriflauga og gefi kjarnorkuáætlun sína upp á bátinn. Bandarísk stjórnvöld vilja einnig að ályktun öryggisráðsins byggi á sjöunda kafla stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Slík ályktun gerir að verkum að öll ríki verða að framfylgja henni og opnar dyrnar fyrir hernaðaraðgerðir fari Norður- Kóreumenn ekki eftir henni. Tillögur Bandaríkjamanna hafa tvíþætt markmið: I fyrsta lagi að þrengja enn að stjórn Kims Jong-il og í öðru lagi koma í veg fyrir að Norður-Kórea selji eldflaugatækni og kjarnorkuvopn til annarra ríkja eða hryðjuverkahópa. Bandaríkja- menn útiloka ekki hernaðaraðgerðir en hafa ítrekað að þeir vilji helst leysa málið með diplómatískum hætti. Talið er víst að Bretar og Frakkar ásamt Japönum styðji þær útfærslur á þvingunum sem Bandaríkjamenn hafa lagt fyrir öryggisráðið. Rússar og Kínverjar hafa fram til þessa verið andvígir hörðum þvingunarað- gerðum gegn stjórnvöldum í Pjongj- ang en stjórnvöld í Moskvu og Peking hafa ekki sent frá sér skýr skilaboð um afstöðu sína. Hinsvegar er ljóst að með kjarnorkutilraunum sínum hafa Norður-Kóreumenn einangrað sig frá Kínverjum, eina bandamanni sínum, og að stjórnvöld í Peking styðja einhverskonar þvingunarað- gerðir í refsingarskyni. Hann er fallegur, hann er góður, hann er hagkvæmur og svo fæst hann í mörgum útgáfum. Sjálfskiptur og beinskiptur. Með bensínvél eða díselvél. Fjórhjóladrifinn eða framdrifinn. Og verðið er lyginni líkast ...er lífsstill! Suzuki bílar hf. Skeifunni 17. Sími 568 51 00. wtfíffó/.suzikib . 1 j i . jtjT B í f 1 A ^ p' 1 Ww '/ in § m\ Verð frá 1.589 þúsJ Hátt í 700 þúsund fallin 655 þúsund hafa látist frá því að Bandaríkjamenn réðust inn í Irak í marsmánuði árið 2003. Það er mat fræðimanna hjá Johns Hopk- ins Bloomberg School of Public Health. Skýrsla þeirra verður birt í hinu virta læknariti The Lancet í dag. Þetta er margfalt hærri tala en áður hafa verið nefndar en í rannsókninni reyndu fræði- mennirnir að meta aukningu á dánartiðni Iraka vegna innrásar- innar. Rannsóknin er ekki byggð á talningu fallinna né opinberum tölum heldur á viðtölum við íraka. Erfitt hefur verið að henda reiður á hversu margir óbreyttir borgarar hafa fallið í landinu frá því að innrásin var gerð en í mörgum úttektum eru nefndar tölur í kringum fimmtíu þúsund. Rannsókn sérfræðinga Johns Hopkins byggir á grunni úttektar sama skóla frá árinu 2004. Niðurstöður hennar voru birtar rétt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum það ár og viður- kenndi einn stjórnenda hennar að tímasetningin hafi ekki verið tilviljun. Því er haldið fram að tímasetningin nú sé valin vegna þingkosninga í haust.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.