blaðið - 12.10.2006, Síða 18
blaðið
blaðiö
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árog dagurehf.
SigurðurG.Guðjónsson
Sigurjón M. Egilsson
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Janus Sigurjónsson
Dómsmála-
ráðherrann
Björn Bjarnason rær lífróður fyrir áframhaldi í pólitík. Staða hans er erfið,
jafnvel afleit. Ráðherrann hefur gert stöðu sina erfiða og eflaust þykir mörgum
komið nóg af Birni Bjarnasyni.
Það eru ekki nema fimm ár siðan Björn var kallaður fram sem borgarstjóra-
efni en galt afhroð. Hann hefur lengstum verið i skjóli Davíðs Oddssonar, skjóli
sem ekki nýtur lengur við.
Björn Bjarnason hefur tekið að sér að vera málsvari persónunjósna og varð-
veislu hins opinbera á gögnum um skoðanir og orð fólks sem ekkert athugavert
fannst við. Björn tekur til varna sem málsvari kuldalegs kerfis og honum rennur
blóðið til skyldunnar. Honum finnst hann verða að verja minningu látins föður
síns, en hann gegndi embætti dómsmálaráðherra á þeim tíma sem njósnir hins
opinbera risu hvað hæst. Það er fallegt af Birni að verja minningu föður síns, en
um leið bendir margt til að sú vörn kosti Björn mikið í þeirri baráttu sem hann
nú á í til að framlengja pólitískt líf sitt.
Það er fleira sem vinnur gegn Birni og sem áður er hann örlagavaldurinn.
Baugsmenn hafa sent aðfinnslur við orð og gerðir dómsmálaráðherrans til
Mannréttindadómstólsins. Augljóst er að ráðherrann hefur ekki leynt hatri sínu
á Baugsmönnum og einkum og sér í lagi þeim fjölmiðlum sem þeir eiga hlut í.
Öll þau stóru orð sem Björn hefur viðhaft verða jafnvel skoðuð af erlendum dóm-
stóli og hugsanlega mun Mannréttindadómstóllinn finna að gerðum og orðum
ráðherrans.
Áður hefur Björn þurft að kyngja áfellisdómi, hann var sagður hafa brotið
jafnréttislög. Svar Björns á þeim tíma hjálpar honum ekki, en hann sagði ósköp
pent að lögin væru barn síns tíma. Birni hefur tekist að draga upp af sér mynd
sem fellur ekki öllum í geð. Hann vildi verða borgarstjóri og var hafnað eftir-
minnilega, hann hefur skrifað og talað af meiri hörku og óbilgirni um þá sem
honum ekki líkar en dæmi eru um í langan tíma. Hann hefur tekið að sér að
vera holdgervingur njósna og leyniþjónustu, hann hefur brotið gegn jafnréttis-
lögum og allt þetta og fleira mun reynast honum erfitt á næstu vikum og senni-
lega verða til þess að hann fái harðan dóm flokksfélaga sinna.
Sjálfstæðisflokkurinn er í andlitslyftingu. Þeir sem þóttu harðastir og erfið-
astir eru að yfirgefa leikvöllinn hver af öðrum. Þeir leita skjóls, ýmist hjá hinu
opinbera eða hverfa af velli í einhvern tíma. Davíð fór í Seðlabankann, Jón
Steinar i Hæstarétt, Kjartan er farinn en ekki er vitað hvert og eftir situr Björn
og freistar þess að fá að halda áfram. Bakland hans er ekki sterkt í helsta valda-
kjarna flokksins og varla meðal þeirra yngstu. Þess vegna er ekki fjarri lagi að
ætla að Birni Bjarnasyni verði hafnað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Sigurjón M. Egilsson.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsimi: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmíðja Morgunblaðsins
Tilboðsverð
TREZETA TOP GTX
Mjög vandaðir millistffir leðurskór
m/gore-tex öndunarfilmu
Verð óður 25,995
ÆK TRBZETA
FERÐA- OG UTIVISTARVERSLUN
Skeifunni 6 • Sfml 533 4450 • www.everest.is
18 FIMMTUDAGUR 12. OKTÖBER 2006
, TtLAOAR! HSPÍ-P mnk JHVGSJOR.
EG LflcTEKIO BULlió í kíSSUM ÍRJjf/M
KúR-EKA HflPfl NE.'N 'AHEiF fl j,fl SlEFNB
*ÍNfl W STIWL/I
IP SrVijiíiNGif
0G FfLíNGo
flLHEj MSSg'Sffl L’ífflflflö
MlKHAIL eOTlBATSjoV
ÁVARPAl? Vfo SÍNA
£FTíK Mi5LUKKA*>AM
LEí-PTOGAPUKíD !
H'ÓFPA. ÖKT6BFR !98^>
Hitnar í kolunum
Alþýðulýðveldið Norður-Kórea
hefur um árabil verið nánast aðhlát-
ursefni heimsins. Þar hefur þrifist
óskiljanleg og hlægileg persónu-
dýrkun furðufeðganna Kim Il-Sung
og Kim Jong-Il, landið hefur verið
nánast öllum lokað um áratuga-
skeið og til útskýringar á ástandinu
dugir ekki að ræða um að landið
sé enn fast aftur í myrkum öldum.
Nær er að líkja því við ástandið
á lítt þekktum hnetti í vondum
vísindaskáldskap.
Á sama tíma og menn hafa brosað
út í annað hafa flestir litið hjá ógn-
arástandinu í Norður-Kóreu. Þar er
hálf þjóð hneppt í ánauð, þvinguð til
þess að tigna og trúa á geðsjúklinga
og fær ekkert af umheiminum að
vita annað en að þar búi djöfullegir
óvinir fyrirmyndarríkisins, sem
ágirnist allsnægtirnar í Norður-
Kóreu. Þeirri þvælu er haldið að
þjóðinni, sem býr við landlæga
hungursneyð, svo mjög að borið
hefur á mannáti í þessari Paradís
hins sjálfsnæga kommúnisma. Af
gervihnattamyndum, sem teknar
eru að næturlagi, má vel greina þétt-
býli heimsins af ljósmagninu. En
ekki í Norður-Kóreu. Þar er engin
rafmagnslýsing að næturlagi því
þjóðin er send í háttinn klukkan
átta.
Ræskingar alþjóðasamfélagsins
Þeim mun einkennilegra er að
nú er hin frumstæða og bláfátæka
Norður-Kórea komin í hóp kjarn-
orkuvelda heimsins. Raunar hefur
áhugi einræðisherra Norður-Kóreu
á kjarnorkuvígbúnaði ekki farið
framhjá neinum hin síðari ár, en af
einhverjum ástæðum hefur heims-
byggðin kosið að leiða málið hjá sér
að mestu, reynt að múta þeim til
þess að fara ekki þá leið og vonað
það besta. Vandinn er vitaskuld sá
að valdamönnum í Norður-Kóreu
varð snemma ljóst að þeir höfðu
frábært kúgunartæki í höndunum
þar sem kjarnorkan var. Þannig
gætu þeir ekki aðeins kúgað landa
sína og þræla, heldur erlend ríki. En
hafi heimsbyggðin farið mjúkum
höndum um Kim Jong-Il þegar hann
masaði um að verða sér úti um kjarn-
Andrés Magnússon
orkuvopn, hvað má þá segja um
framhaldið þegar hann er kominn
með sprengjuna og hefur einhverju
að hóta, svona í alvöru?
Það er full ástæða til þess að hafa
áhyggjur af því. Ástandið i þessum
heimshluta er alveg nógu viðkvæmt
fyrir. Þá má ekki gleyma hinu, að
Norður-Kóreumenn hafa hreint
ekki verið yfir það hafnir að deila
tækniundrum sínum á sviði vígbún-
aðar með öðrum óróaríkjum á borð
við íran og Líbýu. Fyrir nú utan
víðtæk tengsl stjórnarherranna við
bæði hryðjuverkasamtök og skipu-
lagða glæpastarfsemi víða um heim.
Ríki heims hafa flest fordæmt
kjarnorkuvígvæðinguna í Norður-
Kóreu, en flest hafalátið þar við sitja,
þó sum hafi tekið fyrir innflutning
á munaðarvarningi þangað! Kín-
verjar hafa fyrir sitt leyti útilokað
innrás og þar við situr.
Kjarnorkuvæðinq
Af þessu geta franir dregið marg-
víslega lærdóma. Þeir þekkja það
svo sem sjálfir að með því að halda
viðræðum gangandi geta þeir keypt
sér endalausan tíma og friðþæging-
argjafir og sjálfsagt verður þess ekki
ýkja langt að bíða að ofsatrúarmenn-
irnir í Teheran eignist sína kjarn-
orkusprengju. Vilja menn eiga mikið
undir friðsemd þeirra manna?
Hitt er þó kannski verra, að þessi
þróun og aðgerðaleysi umheims-
ins mun vafalaust ekki letja alls
kyns öfgamenn og einræðisherra
til þess að koma sér upp dómsdags-
sprengjum, enda geta þeir flestir
með góðum rökum haldið því fram
að þeir séu ekki hálft eins galnir og
Kim Jong-Il. Sú framtíð er uggvæn-
leg í meira lagi.
Hins vegar væri kannski fróðlegt
að heyra nánara álit íslenskra stjórn-
valda á þessum atburðum öllum.
Hvaða ráð myndi fulltrúi Islands í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
leggja til við slíkar aðstæður? Kemur
til greina að rjúfa tengsl Lýðveldisins
íslands við Alþýðulýðveldið Norður-
Kóreu? Og hvernig er það með öll hin
mikilvægu tengsl, sem íslenskir ráða-
menn hafa ræktað við kollega sína í
Kína á umliðnum árum? Kannski
væri ráð að beita þeim núna í von
um að þeir geti komið vitinu fyrir
skjólstæðinga sína í Norður-Kóreu.
Nema náttúrlega þau hafi aldrei
verið neins virðis.
Höfundur er blaðamaður
Klippt & skorið
Fréttablaðið er artnars í alveg einstakri
stöðu í þessu leyniþjónustumáli öllu. Á
ritstjórninni ernefnilega maðursem ætti
að geta svarað ýmsum spurningum sem leitað
hafa á menn að undanförnu, meðal annars á
Alþingi. Hann ætti að geta
svarað því hvort ieyniþjón-
ustustarfsemi fór hér fram
eftir að kalda striðinu lauk
með falli Sovétríkjanna
árið 1991- Þessi maður heitir
Þorsteinn Pálsson og var
dómsmáiaráðherra, yfirmaður iögregiunnar, á
árunum t99t til 1999. Aðstoðarmaður hans í
ráðuneytinu á þessum árum var Ari Edwald,"
bloggar Guðmundur Magnússon á sfðunni
sinni, gudmundurmagnusson.blogspot.com
Sumum kom á óvart
að Stuðmaðurinn
Jakob Frímann
Magnússon skyldi enn
leita stuðnings í prófkjöri
(Ijósi þess að hann hafði
engan veginn árangur sem erfiði þegar hann
gaf kost á sér í höfuðborginni síðast. Hann
þykir hins vegar eiga sterka innkomu f Krag-
anum og raunhæfa möguleika á að ná 4--5.
sæti, sem gæti vel leitt hann inn í þingsali áður
en yfir lýkur. Jakob nýtur sjálfsagt vinsælda
sinna og hljómsveitar allra landsmanna, en
hitt spillir örugglega ekki heldur fyrir að hann
hefur starfað ötullega innan Samfylkingar-
innar hin síðari ár og lagt þar sitt af mörkum til
stefnumörkunarsemskemmtunar.
Staðan hjá Samfylkingunni í Reykjavík er
ekki síður spennandi. Þrjú efstu sætin
er í flestra hugum „frátekin" fyrir Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur, sem er formaður
flokksins, Össur Skarphéðinsson, þingflokks-
formann, og heilaga Jóhönnu
Sigurðardóttur, en það má ’jf. .-S
búast við harðri og óvæginni bar- “*! •-£-Jj
áttu allt að tíu frambjóðenda um
næstu 5 sæti. Forvitnilegt verður að sjá hvernig
,hirð Ingibjargar" reiðiraf: Steinunn ValdísÓsk-
arsdóttir, Valgeröur Bjarnadóttir, Kristrún
Heimisdóttir og Gylfi Arnbjörnsson, og Ijóst
að hart verður sótt að sitjandi þingmönnum.
En svo má vel vera að Samfylkingarmenn kjósi
ferskari andlit á borð við Bryndísi ísfold
Hlöðversdóttur.
andres.magnusson@bladid.net