blaðið - 12.10.2006, Side 27

blaðið - 12.10.2006, Side 27
blaðið FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 3 5 Merivale elskaði Leigh ákaflega en honum fannst eins og eftir skilnaðinn væri hann að hugga hana eftir dauða manns sem hefði verið henni mjög náinn. Hún bjó með Jack Merivale síðustu árin sem hún lifði og sagði við hann einn dag- inn: „Ég er ekki hrædd við að deyja en þú lætur ekki loka mig inni, er það?" hvarflaði ekki að henni að veik- indi hennar hefðu hreinlega verið Olivier um megn. Sjálf var hún sannfærð um að hún hefði aldrei yfirgefið eiginmann sinn heldur staðið með honum í gegnum alla erfiðleika. Berklaveikin tók sig upp og hún fór að hósta blóði en neitaði að fara á sjúkrahús. Merivale kom að henni eitt kvöldið látinni. Hún var 53 ára. Leikarinn Douglas Fairbanks yngri sagði Laurence Olivier frá láti hennar. Hann þagði lengi, andvarp- aði síðan djúpt og sagði: „Vesalings, kæra, litla Vivien.“ kolbrun@bladid.net sinn og vini að segja sér hvað hún hefði gert svo hún gæti beðið fólk afsökunar. Vinur hennar John Gi- elgud sagði: „Hún skrifaði þessu fólki síðan bréf, sendi því blóm og heimsótti það þegar henni batnaði og baðst afsökunar. Gerði allt sem hún gat til að sýna að hún hefði ekki meint þetta. Það hlýtur að hafa verið skelfilegt fyrir hana að vita af því að þessi skuggi grúfði yfir henni.“ Sár skilnaður Samlíf þeirra hjóna var orðið 01- ivier óbærilegt. Vivien varð barns- hafandi og hjónin gerðu sér vonir um að allt myndi færast til betri vegar en hún missti fóstrið. Olivier kynntist ungri leikkonu, Joan Plow- right, sem var gift en þau tóku upp ástarsamband og skildu loks við maka sína til að giftast hvort öðru. Vivien tók skilnaðinn afar nærri sér og leitaði huggunar hjá vini sínum, leikara að nafni Jack Meri- vale. Hann var ástfanginn af henni og henni þótti afar vænt um hann en hún talaði stöðugt um Olivier. Hún sagði einum vini sínum að hún hefði frekar viljað eiga stutt líf með Olivier en langa ævi án hans. Merivale elskaði Leigh ákaflega en honum fannst eins og eftir skiln- aðinn væri hann að hugga hana eftir dauða manns sem hefði verið henni mjög náinn. Hún bjó með Jack Merivale síðustu árin sem hún lifði og sagði við hann einn daginn: „Ég er ekki hrædd við að deyja en þú lætur ekki loka mig inni, er það?” Hún hafði enn mynd af Olivier á náttborði sínu og í skúffu voru tvö bréf sem hann hafði skrifað henni og letrið var orðið máð vegna þess að hún las þau svo oft. Hún álasaði ekki Olivier heldur kenndi Joan Plowright um að hafa tekið hann frá sér og fyrirgaf henni aldrei. Það Weight-Loss Formula INCREASE ENERGY BURN CALORIESa Fæst í öllum apótekum Lyf & heilsu Við hlustum!

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.