blaðið - 12.10.2006, Síða 34

blaðið - 12.10.2006, Síða 34
42 FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 m Fóbíur Fólk hræöist hitt og þetta en flsstir ná að halda ótta sínum i skefjum. Ýmsar fóbiur eru vel þekktar og eru sumar algengari en aðrar. Ein þeirra sem er nokkuð sérkennileg kallast hippopotomonstrosesquippedalio- phobia og er heiti yfir hræðslu við löng orð. m» Um helgina hefst SEQUENCES sem er heiti á alþjóðlegri listahátíð í Reykja- vík. Dagskráin hefst á morgun með formlegri opnun í Nýlistasafninu og mun verndari hátíðarinnar, forsetafrú- in Dorrit Moussaieff, setja hana. Á hátíðinni verður sjónum beint að líðandi list eða myndlist sem líður í tíma, til dæmis vídeólist og hljóðlist og listamenn munu setja myndlist í sam- hengi við aðra miðla, einkum hljóð- og gjörningalist. Sequences fer fram víða um miðborg Reykjavíkur og nær líka til myndbanda- og stuttmyndakvölda sem haldin verða. Fjöldinn allur af áhuga- verðum listamönnum bæði hérlendum og erlendum tekur þátt í hátíðinni og verður dagskráin því afar fjölbreytt og spennandi. Ýmsar uppákomur munu eiga sér stað á þessu tveggja vikna tímabili og er Sequences tengt að hluta hinni merkilegu tónlistarhátíð Iceland Airwaves. Þar sem mikið verður í gangi á degi hverjum verða sýningar ekki ein- göngu bundnar við sýningarsali og gall- erí heldur verða almenningsstaðir eins og verslanir og barir einnig iðandi af áhugaverðum gjörningum. Listahátíð- inni lýkur svo laugardaginn 28. október með sýningu í Tjarnarbíó. Iceland Airwaves 2006 Ghostigital verða fyrstu listamennirnir í sögu Airwaves- hátíðarinnar til að sjá um eigið kvöld á hátíðinni. Ghostigital hafa boðið hingað til lands samstarfsmönnum og lista- mönnum sem gefa út hjá sömu útgáfu og þeir í Bandaríkjunum, þeim Dalek og Otto von Schirach. Auk þeirra koma fram Steintryggur, Hestbak, Biogen og Stilluppsteypa, sem eru að koma fram á Airwa- ves í fyrsta sinn. Múm munu spila sem plötu- snúðar á Sirkus á opnunarkvöldi Airwaves sem hluti af off- venue dagskrá hátíðar- innar sem fer fram á börum, kaffihúsum og plötuverslunum í miðborginni alla Airwaves-helgina. Bent og Spaceman eru nýjustu viðbæturnar við opnunarkvöld hátíðarinnar á NASA sem kennt er við hipp- hoppklúbbinn Kronik. Margir stórlaxarnir hafa spilað undir merkjum Kronik á Airwaves í gegnum tíðina og má þar nefna J-Live, Killa Kela, Non Phixion og The Mitchell Brot- hers f fyrra. Kronik-kvöldið í ár verður hins vegar með fjöl- breyttari hætti því indí-popp- sveitin Fræ treður þar upp ásamt r&b/fönk-dúóinu Kenya Nemor og hipphopphetjunum í Forgotten Lores sem enda kvöldið. Jagúar hefur hins vegar afboðað fyrirhugaða tónleika sína á kvöldinu vegna þess að trommari sveitarinnar verður staddur í Kína. v__________________________J Hvernig byrjar dagurinn hjá þér? Ætli dagurinn byrji ekki bara oftast þannig að ég fer fram úr, kveiki á katl- ínum og vek barnið mitt. Svo les ég blaðið og drekk svona þrjá kaffibolla áður en ég fer í vinnuna, en ég starfa sem blaðamaður á DV. þegar Franco var ennþá við lýði á Spáni og fjallar um ástir, svik og spillingu Það er stórkostleg bók. Við hvað gætir þú ekki hugsað þér að starfa? Ég vil nú ekki vera að lasta neinar starfsstóttir. En ég held samt að ég gæti ekki verið skurð- læknir, það er bara ekki að ræða það. Hvaða fimm hluta gætir þú aldrei verið án? Ég held að ég gæti ekki verið án kaffikönnu, inni- skóa, hárbursta, sófa og eldhúsborðs. Hvert er leiðinlegasta starf sem þú hefur verið í? Ég vann einu sinni í kjöt- verksmiðju á Englandi, það var hræðilegt. Þar var ég að skera ónýta bita af kjöti í burtu. Ég var við það að kasta upp allan daginn, klædd risastórum stígvélum með hárnet. Hvað dreymir þig um? Ég myndi vilja ferðast meira, það er hálf vandræðalegt hvað ég er búin að ferðast lítið undanfarin ár. Ég myndi helst vilja komast á framandi slóðir utan Evrópu. Taíland heillar mig en þar gæti ég hugsað mér að dveljast í einhvern tíma á sama stað, frekar en að vera á bakpoka- ferðalagi þar sem ég er ekki þessi bakpokatýpa. sungið með og dillað sér. Von- andi verður bara góð mæting, platan okkar hefur allavega fengið góð viðbrögð þannig að við erum mjög ánægð. Svo tekur Airwaves við og eftir það erum við hjónin að spá í að fara bara upp í sumarbú- stað, slökkva á símanum og slappa af eina helgi. Hver er uppáhalds- bókin þín? Þær eru svo margar þar sem ég les mikið en síð- asta bók sem ég las var Skuggi vindsins. Hún gerist Hvað er á döfinni hjá þér? Það eru útgáfutónleikarnir í Fríkirkjunni. Það verður svakalegt stuð í tilefni af nýja disknum okkar. Fólk getur komið og vangað, rokkað, í risastórum _st«c»vélum Berglind Hásler er meölimur hljómsveitarinnar Skakkamanage sem nýverið gaf út sína fyrstu breið- skífu, Lab of Love, en Berglind syngur, spilar á orgel og píanó í bandinu. Laugardaginn næstkomandi, þann 14. október klukkan átta, mun sveitin halda út- gáfutónleika í hinni hljómþýðu Fríkirkju í Reykjavík þar sem öll tólf lög plötunnar verða leikin.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.