blaðið


blaðið - 12.10.2006, Qupperneq 39

blaðið - 12.10.2006, Qupperneq 39
blaðið FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 2006 47 Mel Gibson segist ekki hafa bragðað áfengi i 65 daga, eða siðan hann var hand- tekinn fyrir ölvunarakstur og lét jafnframt óvarleg orð falla um gyðinga. I viðtali við Diane Sawyer í morgunþætti ABC sagði Gibson að áfengi væri eitur og aö hann hefði boðist til að tala opinberlega um hættuna af því að drekka og keyra. RÚV kl. 23.40| Siðferði og glæpir Hröð og áhrifamikil frönsk glæpamynd sem vekur upp áleitnar siðferðilegar spurn- ingar. Myndin fjallar um ungan mann sem alist hefur upp í hörðum glæpaheimi en reynir samt ailt hvað hann getur til að snúa blaðinu við og feta beinu brautina. Gamla gengið beitir öllum brögðum til að fá hann til liðs við sig og að því kemur að hann þarf að taka stóra ákvörðun er varðar framtíð hans. Aðalhlutverk: Clotilde Courau, Samuel Le Bihan, Samy Naceri. Leikstjóri: Manuel Boursinhac. 2002. Myndin er stranglega bönnuð börnum. Skjár einn kl. 19.45 Tölvuleikir og tækni Sverrir Bergmann og Ólafur Þór Jóelsson fjalla um allt það nýjasta í tækni, tölvum og tölvu- leikjum, taka lífleg viðföl í heim- sóknum til þekktra eihstaklinga, bæði innan sem utan tölvuleikja- bransans. Meðal efnis í þættinum í kvöld er viðtal við Dóra DNA þar sem hann tjáir sig um svokallaða „Gangsta”-leiki, og farið verður yfir gæði nýútkomins tölvuleiks sem margir bíða í ofvæni eftir á ári hverju, Football Manager 2007. Stöð 2 kl. 20.05 í sjöunda himni f þessum þriðja þætti vetrarins verða (slenskar hæfileikakonur í hávegum hafðar í tilefni af átaki sem staðið hefur yfir til að minna á baráttuna gegn brjósta- krabbameini og mikilvægi forvarna. Bleikar slaufur hafa verið seldar í söfnunarskyni og er ætlunin í þættinum að hengja bleikan borða á Alþing- ishúsið. Meðal gesta í þætt- inum verða þær Aníta Briem, sem um þessar mundir leikur í nýrri Hollywood-mynd á móti leikaranum þekkta Brendan Fraser, fótboltadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir sem er á leið í atvinnumennskuna og Sigga Beinteins, söngkona og Idol-dómari. Dempsey og Washington í hár saman Tveir aðalleikaranna í Grey’s An- atomy, þeir Patrick Dempsey og Isaiah Washington, voru mjög nálægt því að lenda í áflogum við tökur á þætt- inum í vikunni vegna deilna um tökur. „Við vorum eins og tveir hafnaboltaleikmenn, nef við nef,” sagði Washington við blaðamenn. „Ég hef aldrei verið svona nálægt Patrick áður og komst að því að hann er með mjög falleg, blá augu.” Að sögn tímaritsins Pe- ople leystu félagarnir ágreining sinn fljótlega og voru farnir að lesa yfir hand- rit saman skömmu eftir upp- gjörið. Alba vill ekki vera Leikkonan Jessica Alba segir í viðtali við Elle sem kemur út í næsta mánuði að leikstjórar myndarinnar Sin City, Frank Miller og Robert Rodriguez, hefðu lagt hart að henni að leika í nektaratriðum í myndinni en hún þvertekið fyrir það. „Ég leik ekki f nektaratriðum. Kannski gerir það mig að lélegri leikkonu og kannski fæ ég minna af hlutverkum, en mér er bara illa við það,” sagði Alba. nakin Playboy birti í fyrra myndir á forsíðu blaðsins af Jessicu þar sem hún var á bikiní einu fata og lýsir hún van- þóknun sinni á því í viðtalinu. KRISTALL SPORT er nýr íþróttadrykk'ur og fyrsti sinnar tegundar á landinu. Hann inniheldur aðeins 10 kaloríur í hverri flösku ásamt nauðsynlegum vitamínum og steinefnum s.s. B-vitamín, bíótin, kalk, magnesíum, kalíum og natríum. Kristall SPORT er uppspretta TO KALORÍUR I HVERRI FLÖSKU

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.