blaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006
blaöiö
INNLENT
VIÐSKIPTI
Nýtt sameinað fyrirtæki
Dagur Group hf., sem áður var þekkt sem Skífan,
hefur sameinast afþreyingarfyrirtaekinu Árdegi
undir nafni þess síðastnefnda. Þetta kemur fram
í tilkynningu sem fyrirtækin sendu frá sér í gær.
Hið nýjafyrirtæki mun reka 15 verslanir.
STJÓRNMÁL
22 þúsund undirskriftir
Um 22 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun
um að frumvarp um afnám fyrningar vegna kynferð-
isbrota gegn börnum verði samþykkt. Ágúst Ólafur
Ágústsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins,
sem hefur hingað til ekki fengist samþykkt á þingi.
UMFERÐ
Of fáir eru með endurskinsmerki
„Við söknum umræðu um mikilvægi endurskinsmerkja í umferðinni,"
segir Guðbrandur Sigurösson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykja-
vik. (úttekt lögreglunnar kom í Ijós að verulega skortir á að vegfar-
endur beri endurskinsmerki. Notagildi þeirra er óumdeilt og rannsóknir
sýna að þeir sem nota merkin sjást mun fyrr í umferðinni.
Spámaðurinn mikli:
Fjármál stjórnmálaflokka:
Miklar heræfingar
Klerkastjórnin í Teheran til-
kynnti í gær að Iranar myndu
halda heræfingar á Persaflóa í
þessari viku. Æfingarnar munu
standa yfir í tíu daga og þykja
til marks um aukna spennu á
svæðinu en bandaríski sjóherinn
hélt heræfingar á flóanum fyrir
nokkrum dögum.
Að sögn íranskra stjórnvalda
hafa æfingarnar fengið nafnið
„Spámaðurinn mikli” og er þeim
ætlað að sýna fram á fælingarmátt
hersins og er meðal annars áætlað
að prófa meðaldrægar eldflaugar
sem geta borið kjarnaodda og
klasasprengjuodda. Slíkar flaugar
geta dregið til ísraels og flestra
þeirra staða þar sem bandarískir
hermenn hafa bækistöðvar í
Mið-Austurlöndum.
Rýmingarsala
á tilbúnum
Rimlum
Margir litir
og stærðir
Z-brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • S.525 8200
Leynd um fjármál
veldur tortryggni
■ Skiptar skoöanir um leiöir ■ Sjálfstæöismenn vilja bann
LL
.Iþingi Ríkið greiðir nú um 250
íilljónir á ári í styrki til stjórn-
íálaflokka. Búist við að sú upp
æð gæti hækkað verulega.
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Setja þarf skýrar reglur um fjármál
stjórnmálaflokkanna að mati for-
manna stjórnarandstöðuflokkanna
þriggja. Skiptar skoðanir eru þó um
hversu langt eigi að ganga í þeim
efnum en formenn allra þingflokka
hittast um helgina til að ræða mál-
efnið. Sjálfstæðismenn vilja banna
fjárframlög frá fyrirtækjum en
framsóknarmenn vilja ræða málið
fyrst. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
formaður Samfylkingarinnar, segir
ekki nauðsynlegt að banna fjárfram-
lög en vill að bókhald sé opið og
sýnilegt. Formaður Vinstri grænna
segir mikilvægt að fyrirbyggja að al-
menningur fyllist tortryggni í garð
stjórnmálamanna.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
„Þetta snýst ekki um að bregð-
ast við einhverri meintri spillingu
stjórnmálamanna og flokka,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri grænna. „Þetta á að snúast
um hið gagnstæða, að fyrirbyggja
alla tortryggni.“
Fram kom i máli Indriða H. Indr-
iðasonar, dósents í stjórnmálafræði
við Háskóla íslands, í Blaðinu í gær
að nauðsynlegt sé fyrir flokka og
frambjóðendur í prófkjörum að
halda opið bókhald yfir styrktar-
aðila. Þannig megi tryggja lýðræð-
islegt gegnsæi og koma í veg fyrir
Vill leyfa fólki
að styrkja
flokkana
Guðjón A. Kristjánsson,
formaður Frjálslynda
flokksins
Irill leita eftir
sátt allra flokka
Jón Sigurðsson, formaður
Framsóknarflokksins
<r-
Snýst ekki um
að bregðast við
r melntri spillingu
Steingrímur J.
Slgfússon, formaður
Vinstri grænna
Ekki hrifin
afbanni
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar
óeðlileg hagsmunatengsl. Nefnd
sem Halldór Asgrímsson, þáverandi
forsætisráðherra, skipaði á síðasta
ári og ætlað var að móta reglur um
fjármál stjórnmálaflokka hefur nú
boðað til fundar með formönnum
flokkanna til að ræða fyrirliggjandi
tillögur. Er áætlað að fundurinn
fari fram um næstu helgi.
Sjálfstæðismenn hafa þegar lagt
það til að fjárframlög fyrirtækja
til flokka verði bönnuð með öllu og
ríkið hlaupi þess I stað undir bagga.
Gangi þær hugmyndir eftir er ljóst
að fjárframlög hins opinbera til
stjórnmálaflokka munu hækka
verulega en þau nema nú um 250
milljónum króna á ári.
Steingrímur segist vera fylgjandi
því að sett séu skýr og opin ákvæði
um fjármál flokkanna og leggur
áherslu á að allt sé uppi á borði.
,Við höfum fylgt þeirri reglu að hafa
alla okkar reikninga
opna og setja okkur þak varðandi
styrktarupphæðir."
Vilja ekki banna styrki
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, segir
nauðsynlegt að setja einhverskonar
reglur varðandi fjárframlög. Hún er
þó á móti því að sett verði almennt
bann á þau. „Ég er sjálf almennt
hlynntari þeirri aðferðafræði að
allt skuli vera gegnsætt og sýnilegt.
Minna hrifin af bannleiðum."
Guðjón A. Kristjánsson, formaður
Frjálslynda flokksins, tekur undir
orð Ingibjargar og segir eðlilegt
að flokkar geti áfram tekið á móti
styrkjum. „Við sjáum ekki hvers
vegna á að meina fólki að styrkja
stjórnmálaflokka ef það vill. Okkur
finnst eðlilegf að settar verði ein-
hverjar reglur'en höfum hins vegar
ekki tekið undir þær hugmyndir að
banna fjárframlög.“
Jón Sigurðsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, segist ekki
vera tilbúinn að tjá sig um
málið fyrr en hann hefur
séð tillögur nefndarinnar.
„Flokkurinn hefur tekið þá
afstöðu að taka þátt í starfi
þessarar nefndar. Viðhorf
okkar er að leita eftir alls-
herjar samkomulagi allra
flokka um málið.“
lní
F05722420
Ml®
“ F05722429 , y>
Hreint ehf. var stofnað áriö 1983 og er eitt elsta
og stærsta ræstingarfyrirtæki landsins.
Er HREINT hjá þínu fyrirtæki
upp á ókeypis ráðgjö
Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, simi 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is