blaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 blaðið til Madrid Höfuðborg Spánar MADRID Verð frá 58.240 á mann í tvíbýli í 4 nœtur á Senator Gran Vla # * * * Mest spennandi borg í Evrópu! Madrid er borg menningar og lista, fótboita og tapas. Hún er ein fjörugasta kvöld- og nceturlífsborg í Evrópu, mannlífiö er einstaklega fjölskrúöugt, veitingahúsin, kaffi- húsin, barirnir og diskótekin eru óteljandi og flamenkóstaöirnir eru meðal þeirra albestu á Spáni, Ekki má gleyma fótboltanun en þann 3. desember er heimaleikur Real Madrid gegn Athletic Bilbao. Úrvalsgisting í hjarta borgarinnar. Margt að sjá: - El Corte Inglés stórverslanirnar meö ótrúlegu vöruúrvali - Las Ventas, frcegasta nautatorg landsins - El Museo del Prado, eitt besta málverkasafn heims - El Museo Reina Sofía, Guernica eftir Picasso og myndir eftir Dalí og Miró . , k ÚRVAL ÚTSÝN www.urvalutsyn.is Sími 585 4000 www.urvalutsyn.is Útgáfufagnað ‘ Félagsskapurinn Nýhil hefur á undanförnum misserum verið áberandi í íslensku listalífi og vakið athygli fyrir öfluga útgáfustarfsemi. Fyrir þessi jól gefur Nýhil út skáldsögur eftir þrjá unga höfunda og í kvöld mun verða mikið húllumhæ í Þjóðleikhúskjallaranum af því tilefni. Kynnir er Ingibjörg Magnadóttir myndlistarmaður. Varðveitir liðinn tíma Það er kunnara en frá þurfi að segja að fiskveiðar skipa stóran sess i sögu íslensku þjóðarinnar. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Is- lands hefur nú stígið þarft skref í að varðveita þessa sögu en á dögun- um sendi safnið út spurningalista um fiskvinnu á síðari hluta tutt- ugustu aldar. Tilgangurinn er sá að bjarga dýrmætri þekkingu frá glötun og tryggja að fræðimenn komandi kynslóða hafi aðgang að þessum upplýsingum. „Ein af ástæðunum fyrir því að við erum núna að senda út spurn- ingaskrá um fiskvinnu er sú að þessar heimildir hefur vantað inn í safnið okkar. Fyrir nokkuð mörgum árum var reyndar send út spurningaskrá um atvinnuhætti í þéttbýli og þar komu inn einhverj- ar upplýsingar um fiskveiðar en það var svo lítið að okkur þótti tímabært að senda þessa skrá út núna,“ segir Ágúst Georgsson, sérfræðingur í sjávarháttum við Þjóðminjasafnið. „Við miðum við að fólk sé að segja frá sínum eigin minningum tengdum fiskvinnslu frá um það bil 1950 og til dagsins í dag. Við spyrjum um verklag, hreinlæti, vinnutíma og laun. Einn- ig spyrjum við út í félagslega þætti, til dæmis kynjahlutverk, samskipti á vinnustað og erlent vinnuafl. Tryggir heimildarmenn Þjóðháttadeildin hefur allt frá ár- inu 1960 safnað skipulega heimild- um um lífshætti liðinna tíma með því að semja spurningaskrár og senda út til eldra fólks. „Við höfum komið okkur upp föstum heimild- armönnum um allt land og sá hóp- ur hefur reynst okkur ákaflega vel. Það fólk sem við erum að leita til núna í sambandi við fiskvinnu er alveg nýr hópur og þeir yngstu eru fæddir á áttunda áratug tuttug- ustu aldar. Þessi vinna er öll unnin í sjálfboðavinnu og við reynum að gæta þess að spurningalistarn- ir séu ekki það langir að það vaxi fólki í augum að svara þeim,“ út- skýrir Ágúst og bætir við að verka- lýðshreyfingin hafi reynst safninu einkar vel í því að benda á hugsan- lega heimildarmenn. Hópurinn sem fær spurningalist- ana er fjölmennur og telur hátt í 600 einstaklinga. „Við getum aldr- ei vitað hve svarhlutfallið er hátt og því reyndum við að hafa úrtakið stórt. Það er mjög misjafnt hversu vel svörin skila sér til okkar en oft er talað um að á bilinu þriðjung- ur til helmingur einstaklinganna svari.“ Skipasmíðar næstar á dagskrá Heilmikið efni er aðgengilegt á þjóðháttadeild Þjóðminjasafns fyrir almenning og fræðimenn að vinna úr. Þar má meðal annars finna upplýsingar um fráfærur, hey- annir, leiki barna, gömul læknisráð og jólaboð fyrri tíma. „Fólk sækir mikið í þessar heimildir og stúdent- ar leita í sífellt meira mæli hingað í tengslum við sín lokaverkefni. Þjóð- fræðingar, sagnfræðingar og fræði- menn úr ýmsum öðrum greinum leita hingað og upp úr spurningalist- unum hafa til dæmis verið unnar doktorsritgerðir," segir Ágúst. Þótt mikið starf hafi verið unnið síðustu áratugi á þjóðháttadeildinni er því starfi hvergi nærri lokið. Ágúst og samstarfsfólk hans vinna nú að samningu spurningalista um skipa- smíðar á íslandi. „Það er starfsgrein sem óðum er að hverfa hér á landi og við erum að reyna að ná til okkar efni áður en það verður um seinan og leitum við til fólks í því augna- miði að nálgast þessa þekkingu," segir Ágúst að lokum. hilma@bladid.net Undir fölsku flaggi Endurminningar Immaculée Ilibagiza eru að ég held fyrsta bók- in sem kemur út á íslensku um þá skelfilegu atburði sem áttu sér stað þegar stór hluti rúandísku þjóðar- innar gekk af göflunum og tók til við að slátra nágrönnum sínum og vinum. Þess vegna er miður að bókin sem valdist til útgáfu er ekki aðallega bók um helförina heldur fremur bók um trúarlega upplifun höfundar. Bakgrunnur sögunnar eru þeir þrír mánuðir sem Ilibagiza dvaldi, fyrst með fimm og síðar sjö kon- um, í rúmlega eins fermetra baðher- bergi prests meðan á fjöldamorðun- um stóð. Þær gátu sig lítið hreyft og urðu að passa að láta ekki í sér heyra. Þær voru því svo hljóðar að eftir þrjá mánuði saman er ekki hægt að segja að þær hafi þekkt hver aðra að nokkru ráði. Sem lýsing á helförinni líður bókin nokkuð fyrir að mestallan tímann var Ilibagiza lokuð af inni á baðherberginu og frétti það eitt af helförinni sem hún heyrði i út- varpinu og af frásögn annars fólks. Á móti kemur að Ilibagiza lýsir ótta sínum og áhyggjum af fjölskyldu sinni stundum vel, einnig sveiflu- kenndu viðhorfi til bjargvættar kvennanna sem verður hræddur og fer að'efast um hvort hann hafi tek- ið rétta ákvörðun með því að skýla þeim fyrir morðsveitunum. Stóri galli bókarinnar er sá að þetta er alls ekki sama bókin og út- gefandinn gefur til kynna að hún sé. í kynningu JPV segir að þetta sé einstæð frásögn konu sem lifði af helförina. Að einhverju leyti er það rétt en það er ekki útgangspunktur í ritun bókarinnar. Utgangspunkt- urinn er trúarlíf Immaculée Ilibag- iza, hvernig hún bað til guðs allar sínar vakandi stundir og hvernig lllbagiza lýsir ótta sínum og áhyggj- umaffjölskyldu sinni stundum vel. Alls ekki sama bókin og útgefand- inn gefurtil kynna aö hún sé. Ein til frásagnar Eftir Immaculée Ilibagiza Bækur hún upplifði að hann héldi yfir henni verndarhendi. Útgefendur hafa meðal annars valið að sleppa undirtitli bókarinnar Discovering God in the Rwandan Holocaust eða Að uppgötva guð á tímum helfarar- innar í Rúanda. Brynjólfur Þór Guðmundsson

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.