blaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 29
blaðiö FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 37 í leit að sálarró Sellers eignaðist dóttur með Britt Ekland en hjónabandinu lauk með skilnaði eftir fjögur stormasöm ár, en Sellers hafði nokkrum sinnum lagt hendur á konu sína. Tveimur árum síðar kvæntist hann sendi- herradóttur, Miröndu Quarry. Hún var 22 ára og hann 44 ára. í leit að sálarró flutti hann með eigin- konu sinni til írlands. Hann virtist fljótur að gleyma því að hann væri kvæntur því hann lýsti því yfir að hann ætlaði að verða munkur og sagði að hamingjusamasta tímabil sitt hefði verið þegar hann eyddi nokkrum mánuðum i klaustri. Eng- inn kannaðist við klausturvistina sem virðist hafa verið ímyndun hans. Hann fékk þunglyndisköst og lokaði sig inni á heimili sínu og eyddi tímanum í að búa til lista yfir það fólk sem honum var í nöp við. Eiginkona hans þoldi ekki álagið og flutti til London. Stuttu seinna seldi hann hús sitt á írlandi og flutti til Englands en ekki í sama hús og eiginkona hans. Hann hitti leikkonuna Lizu Min- elli í matarboði og tveimur vikum seinna tilkynnti hann um trúlofun þeirra. Hann var enn kvæntur Mi- röndu. „Ég er ástfangin af snillingi,“ sagði Liza Minelli sem flutti inn í íbúð Sellers. Sambandið entist í mánuð. Glötuð lífsgleði Sellers skildi við eiginkonu númer þrjú og kvæntist í fjórða sinn rúmlega tvítugri leikkonu, Lynne Fredericks. Ekki löngu síðar var honum boðið hlutverk garðyrkjumannsins Chance í myndinni Being There. Ekki leið á löngu þar til hann var orðinn að Chance. Eiginkonu hans var ekki rótt því eiginmað- urinn talaði varla við nokkurn mann og brosti nær aldrei. Það var eins og hann væri staddur á annarri plánetu. Einn daginn tilkynnti hann blaðamönnum að hjónabandi hans væri lokið. Eiginkona hans heyrði af þeirri yfirlýs- ingu frá sameiginlegum vini þeirra. Með Being There vann Sell- ers einn sinn mesta leiksigur á ferlinum. En hann hafði misst alla lífslöngun. Hann hafði aldrei kunnað að takast á við lífið og þóttist vita að hann myndi aldrei læra það. Vinir hans sögðust sjá á honum að hann vildi deyja. í júlímánuði 1980 fékk Sellers hjartaáfall á hótelherbergi sínu. Hann lést einum og hálfum sólar- hring seinna á sjúkrahúsi. Eini per- sónulegi hluturinn í veski hans var mynd af fyrstu eiginkonu hans. Dag- inn sem Sellers fékk hjartaáfallið ör- lagaríka ætlaði hann að undirrita skilnaðarplögg og hreinsa nafn fjórðu eiginkonu sinnar úr erfða- skrá sinni. Þar sem honum entist ekki líf til þess erfði eiginkonan auð- æfi hans. Börn hans fengu einungis nokkur þúsund dollara í sinn hlut. kolbrun@bladid.net F'BÓKAVEISLA FJÖLVA NÚ Á AP TÆMA LAGERINN! Smiðjuvegi 4, Kópavogi, græn gata Missið ekki af einstöku tækifæri til að gera reyfarakaup á frábærum bókum. Bækur fyrir alla fjölskylduna: Barnabækur - Teiknimyndasögur - Landakort - Tímarit Listaverkabækur - Heiisubækur - Ljóðabækur Skáldsögur - Ævisögur - Ferðabækur og margt fleira • . 9 kr. 190 kr. Allir sem kaupa fá bók í kaupbæti! Allir sem kaupa 3 eða fleiri 9°9ok Tinnabækur fá Tinnabol 490 kr. í kaupbæti! 590 kr. 90 kr. 90 kr. 90 kr. 90 kr. 'm' a"a 6 etti Una www.fjolvi.is Sími: 565 6500 Opnunartími: Virka daga kl. 12-18 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.