blaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 02.11.2006, Blaðsíða 16
blaðiA blaðiö Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Lausn Landsvirkjunar Islenska ríkið leysti til sín i gær eignarhluta Reykjavíkurborgar og Akur- eyrarbæjar í Landsvirkjun og ekki vonum seinna. Engin sérstök rök hnigu til þess að sveitarfélögin væru með svo mikið fé bundið í fyrirtæki, en þar fyrir utan hefur orðið eðlisbreyting á orkumarkaði og ljóst að samkeppni á milli innlendra orkufyrirtækja mun fara harðnandi á næstu árum. Það var því fráleitt að Reykjavíkurborg ætti svo stóran hlut í Landsvirkjun um leið og hún á stærsta keppinautinn, Orkuveitu Reykjavíkur. Þessi einföldun á eignarhaldi Landsvirkjunar er merkilegur áfangi á langri leið í orkusögu þjóðarinnar, sem hvað sem öðru líður er nátengd fram- förum og efnalegri velferð þjóðarinnar. Undanfarin misseri hafa hins vegar magnast væringar um Landsvirkjun, stefnu hennar, eðli og vinnubrögð. Þar er þó ekki við fyrirtækið sjálft að sakast, heldur miklu fremur eignarhaldið. Landsvirkjun hefur frá öndverðu verið í eigu hins opinbera og starf hennar hefur litast af því; gallinn er sá að þá hafa menn jafnan sett atvinnustefnu stjórnvalda - gjarnan stóriðjustefnu - í öndvegi, en aðrir veigamiklir hagsmunir á borð við umhverfisvernd lotið í lægra haldi. Vitaskuld er það ómögulegt að ríkisvaldið raði sér hringinn í kringum borðið þar sem á takast stóriðja og náttúruvernd, framkvæmdaað- ili og eftirlitsaðili. Og auðvitað á ríkið ekkert með að reka atvinnustefnu. Eðli máls sam- kvæmt eru stjórnvöld síst til þess fallin að meta hvaða atvinnustarfsemi er hagkvæmust og hvaða verkefni er skynsamlegt að ráðast í. Hvað þá að verj- andi sé að láta skattborgarana bera kostnaðinn af áhættusömum tilraunum í þeim efnum. Þær röksemdir lágu að baki upprætingu sjóðakerfisins sællar minningar og jafnframt farsælli einkavæðingu undanfarinna ára. Næst hlýtur að koma að Landsvirkjun. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefur sagt að stefna beri að sölu Lands- virkjunar innan fárra ára og þá til langtímafjárfesta eins og lífeyrissjóðanna. Það er ekki seinna vænna að hefja undirbúning þeirrar sölu, enda verkefnið risavaxið og ótal álitaefni blasa við. Þannig kemur vel til greina að skipta Landsvirkjun upp í þrennt, þann hluta sem selur orku til stóriðju, þann hluta sem selur orku til annarra þarfa og síðan hinn þriðja sem fæli í sér flutningskerfið. Umfram allt þarf að tryggja hæfilega dreifða eignaraðild að fyrirtækinu og að almenningur fái sem hæst verð fyrir þessa eign sína. En Landsvirkjun þarf að fá lausn frá ríkinu. Andrés Magnússon. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Simbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmlðja Morgunblaðsins H A R Ð F1S K U R-BITAFISKUR - Nœring og hollusta - GÆÐA T ] p U AV TIU-ELLEFU • HAGKAUP • SKELJUNGSBÚÐIRNAR 16 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 f Ja STFNjDU^ f OKKAlT&iWiW' Hvaðan í ósköpunum koma allir þessir peningar „Á þessari vindblásnu klettaeyju úti í Atlantshafi hafa 300.000 fslend- ingar greinilega fengið þá hugmynd að þeir geti yfirtekið mestallan heim- inn. Eins og góðglaðir hrísgrjóna- kastarar í brúðkaupi strá þeir um sig með peningum, og einn góðan veðurdag mæta þeir með tösku fulla af seðlum og kaupa upp fyrirtæki í Kaupmannahöfn og London. Svo nokkrir staðir séu nefndir. f Dan- mörku höfum við þegar séð Mag- asin, Illum, Sterling og mörg önnur virðuleg og heiðvirð fyrirtæki verða fyrir innrás þessara óseðjandi eyjarskeggja. fslendingar búa yfir fleiru en heitu vatni í hverum. Þeir hafa einnig fundið óstöðvandi upp- sprettu af köldum peningaseðlum, og viðskiptablaðamenn og fjármála- spekúlantar út um allan heim klóra sér í hausnum: Hvernig geta þeir látið þetta ganga? Hvaðan koma peningarnir?” Svona hljómar upphafið að einni fréttinni sl. mánudag í bálki danska Ekstrablaðsins um íslensku útrásina. Ekstrablaðið er auðvitað sorprit og enginn heiðvirður Dani ber nokkurt traust til blaðsins, en orðalagið lýsir eigi að síður vel furðu margra Dana yfir velgengni íslenskra viðskipta- manna í útlöndum. Og nagandi ótta um að nýlendan þeirra gamla ætli að éta gömlu nýlenduherrana lif- andi, - fyrirtæki eftir fyrirtæki. Danir og við Danir eru miklir þjóðernissinnar, alveg eins og við íslendingar. Um langa hríð hafa þeir litið á fslend- inga eins og margir fslendingar líta á Grænlendinga. Og við skulum bara viðurkenna að Grænlendingar hafa nú ekki verið í miklum metum hér á fslandi. Á sama hátt hafa Danir enga trú á að velgengni íslend- inga á erlendum mörkuðum geti staðið á traustum, löglegum fótum. f þvi ljósi má skilja umfjöllun Ekstra- blaðsins. En það er ekki aðeins þetta gamla rótgróna viðhorf til gömlu ný- lendunnar i norðri sem veldur þeirri andúð sem íslensku viðskiptamenn- irnir hafa orðið fyrir í Danmörku að undanförnu. Margir þeirra hafa nefnilega hagað sér eins og óupp- dregnir götustrákar í viðtölum við danska fjölmiðla og látið hafa eftir sér misviturleg ummæli. Slíkt hjálpar ekki þegar menn eru að koma sér fyrir á nýjum markaði. Grænlendingar og við Prófum stutta hugaræfingu: Segjum sem svo að hópur Grænlend- inga mæti einn daginn til Reykja- víkur, kaupi fullt af fyrirtækum og fari að slá um sig í fjölmiðlum. Sumir kaupa banka, aðrir dagblöð og enn aðrir veitingahús. Einhver þeirra kaupir Hótel Borg, annar Flugleiðir. Ætli við myndum ekki líka spyrja hvaðan peningarnir kæmu? Bætum svo við að uppkaupum Grænlending- anna fylgdi yfirlýsing þess efnis að fslendingar kunni ekki að reka fyrir- tæki. Hvernig ætli íslenskt viðskipta- líf myndi bregðast við? Lítið dæmi í lokin: Systurblað Fréttablaðsins, Nyhedsavisen, mætti tortryggni lesenda og auglýs- enda löngu áður en það kom út í Dan- mörku. Við vandann bætist að öfugt við fjölbýlishús á íslandi eru stiga- gangar í Danmörku lokaðir og þeir sem vilja dreifa þar blaðaefni verða að sækja um leyfi og fá lykil hjá hússtjórninni, í hverju og einu húsi. Mér er sagt að þessi þjóðernisskotna tortryggni Dana hafi orðið til þess að Nyhedsavisen er ekki einu sinni hleypt inn í fjölmarga stigaganga, sem torveldar dreifingu blaðsins verulega. Nyhedsavisen er að sönnu gott blað en ég er samt ekki frá því að hugmyndin gæti gengið betur svo til alls staðar annars staðar en í Danmörku. En vonandi stendur það allt saman til bóta. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Klippt & skorið Meðal sjálfstæðismanna erað vonum nokkuð rætt um ásakanir þess efnis að uppfærð rafræn flokksskrá frá því i borgarstjórnarkosningunum hafi farið á flakk til sumra prófkjörsframbjóðenda, en flestir þurftu að gera sér að góðu úrelta skrá á pappír. Þau skot beinast ekki síst að Valhöll, en hitt er annað mál T. J hvort þaðan sé frekari aðgerða að vænta eftir að Andri Óttars- J - son, framkvæmdastjóri flokks- Bk/'/rl ins, fullyrti að allt væri með felldu nokkrum dögum fyrir prófkjör. Fyrir fjórum árum varð uppvíst um kosningasvindl í prófkjöri flokks- ins Norðvesturkjördæmi, sem auðvitað er allt annað mál og miklu alvarlegra, en fórnarlamb þess var þingmaðurinn Vilhjálmur Egilsson. Þá treysti miðstjórn flokksins sér ekki til þess að taka á málinu, svindlið var látið standa og Villidatt afþingi. Senn styttist í prófkjör Samfylkingar- innar í Reykjavík. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir eru talin raða sér í efstu sætin, í þeirri röð, en svo vandast málin. Margir telja I að Helgi Hjörvar sé á örugg- pc-n®M astri siglingu, en síðan skiptast menn nokkuð í horn um það BS— hver staða Steinunnar V. Óskarsdóttur sé. Almennt telja menn að Mörður Árnason þurfi litlar áhyggjur að hafa, enda einn skelaggasti málsvari flokksins á opinberum vettvangi, og á svipuðu róli segja menn grasrótardrottning- una Guðrúnu Ögmundsdóttur. ði misjafnt er hvernig menn haga kosningabaráttunni. Sumir aug- lýsa grimmt, en aðrir ekki; Sumir hringja mikið en aðrir láta það eiga sig af ótta við símhleranir llkt og Glúmur Jóns Baldvinsson gantast með á heimasíðu sinni (glumur.is). Óformlegasta kosninga- baráttan hlýtur þó að vera hjá hugmyndasmiðnum Valgerði Bjarnadóttur, sem heldur kosningaskrifstofu á Café Pa- ris frá klukkan 16:30 -18:00 á virkum dögum og er sjálfsagt afar hvetjandi að sitja þar með rótsterkt es- presso í annarri, gemsann í hinni og Alþingis- húsið fyrir augunum. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.