blaðið - 08.11.2006, Side 6

blaðið - 08.11.2006, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2006 blaðið INNLENT KEFLAVÍK Sjómaður slasaðist Sjómaður slasaðist þegar hann fékk högg á höfuðið þegar verið var að hífa voð. Slaki kom á blökk og við það fór hún í höfuð mannsins. Maðurinn gekk þó sjálfurfrá borði og leitaði sér lækningar. UMFERÐARBROT FERÐAÞJÓNUSTA Tíu teknir á Akureyri Tíu ökumenn voru stöðvaðir á Akureyri á einum degi en sá sem ók hraðast var á 130 kílómetra hraða. Lögregian brýnir fyrir ökumönnum að sýna stillingu í hraðakstri, sérstaklega í Ijósi undangenginna at- burða þar sem nokkuð hefur verið um banaslys. Stefnir í metár Útlit er fyrir að þetta ár verði metár fyrir ferðaþjónustuna. Gisti- nóttum hefur fjölgað mikið og erlendum ferðamönnum einnig. Að mati Greiningardeildar Glitnis hefur lágt gengi krónunnar komið sér vel fyrir ferðaþjónustuna auk þess sem aukið framboð með tíðari flugferðum hefur sín áhrif. ÞU SPARAR REYKJAVlK Rönning Borgartúni 24 Sími 562 4011 REYÐARFJÖRDUR Rönning Nesbraut 9 Sími 470 2020 REYKJANESBÆR Rönning Hafnargötu 52 Simi 420 7200 RONNING Opnunarb'mi: mánudaga - föstudaga kl. 09.00 -18.00 • Laugardaga ki. 11.00 -16.00 Tiltxiðin gilda á meðan birgðir endast. VIRKILEGUR SPARNAÐUR! Gorenje veggháfur stál Við eigum næsta leik Reykvíkingar - muniö prófkjör Samfylkingarinnar. Veljum vel á S-listann! Mörður Árnason 4.-6. sæti www.mordur.is Opið óllurn stuöníngsmönnurn kosíð 11. nóvember í Þróttarheimilinu, Laugaraiil, Auglýslngasfmlnn er 510 3744 alla þriðjudaga María Valgeirsson, verslunar- og veit- ingamaður. Hætt að flytja inn pólskar pylsur: Segist þó gjarnan vilja halda því áfram enda Islendingar sólgnir i þær Tollurinn krefst hærri tolla en voru lagðir á innfluttan mat: Vill stærri bita af pólskum pylsum ■ Sendi bankreikning upp á tvær milljónir ■ Innflytjandinn ósáttur og kærir Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Tollayfirvöld hafa krafið verslunar- mann í Hafnarfirði um tvær millj- ónir króna í bakreikning vegna innflutnings á pólskum pylsum árið 2004. Verslunarmaðurinn, sem er fyrir löngu búinn að selja allar pylsurnar, segir mistökin liggja hjá tollayfirvöldum enda hafi þau ekki gert neinar athugasemdir við tollnúmerið. Fékk rangar upplýsingar „Þetta er mjög ósanngjarnt. Ég gerði engin mistök og fylgdi öllum þeim leiðbeiningum sem ég fékk frá hinu opinbera,“ segir María Val- geirsson, sem rekur Pólsku búðina við Reykjavíkurveg og veitingastað við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. ,,Ég borgaði fyrir tollkvótann og allir pappírar voru réttir af minni hálfu. Það var bara röng manneskja sem af- greiddi þetta hjá tollayfirvöldum." María hóf fyrir tveimur árum innflutning á pólskum pylsum sem hún seldi síðan í verslun sinni við góðar undirtektir Islendinga. Alls flutti hún inn tvö tonn af pylsum í fjórum sendingum á rétt rúmu ári. Við undirbúning á innflutn- ingnum leitaði María aðstoðar hjá landbúnaðarráðuneytinu sem meðal annars ráðlagði henni hvaða tollnúmer bæri að setja á pylsurnar. I fyrstu gekk allt snurðulaust fyrir sig og það var ekki fyrr en í fjórðu sendingu sem tollayfirvöld gerðu athugasemdir við innflutn- inginn. Kom þá í ljós að tollnúmerið var rangt og pylsurnar höfðu borið of lágan toll. I kjölfarið óskuðu tollayfirvöld eftir öllum upplýsingum frá Maríu um fyrri innflutning og sendu henni síðan bakreikning í sumar vegna vangreiddra tollgjalda upp á tæpar tvær milljónir. Alltaf ífríi María segist vera afar ósátt við framgöngu tollayfirvalda enda hafi þau ekki gert neinar athuga- semdir við þrjár fyrri sendingar. „Tollurinn á Keflavíkurflugvelli hefði undir venjulegum kringum- stæðum átt að gera athugasemdir við tollnúmerið strax í fyrstu send- ingu. I stað þess var ég ekki stoppuð fyrr en í fjórðu sendingu." María segir að henni hafi gengið illa að fá upplýsingar frá tollayf- irvöldum í Hafnarfirði þar sem starfsmaður embættisins sem sér um hennar mál sé alltaf í fríi. Hún segist þó ekki ætla að lúta úrskurð- inum og borga gjöldin. „Þetta eru ekki mín mistök og ég ætla ekki að borga þetta.“ Þegar Blaðið reyndi að nálgast upplýsingar um málið hjá Tollstjór- anum í Hafnarfirði fengust þær upplýsingar að umræddur starfs- maður væri í fríi. Hjá tollstjóranum í Reykjavík fengust hins vegar þær upplýs- ingar að tollayfirvöld geti gert kröfu allt að sex ár aftur í tímann sé tollaupplýsingum um ákveðna vöru ábótavant. Ábyrgð á réttum upplýsingum hvílir algerlega á inn- flytjanda og aðeins hægt að tryggja sig gegn mistökum með því að biðja tollvörð um að skoða vöruna sérstaklega. Ukraínumenn minntust byltingarafmæli Bolsévíka: Róstur á byltingarafmæli Mikill viðbúnaður var í Kænugarði í gær en þá minntust Úkraínumenn byltingar bolsévíka árið 1917. Um þúsund kommúnistar, flestir ellilífeyrisþegar, söfnuðust saman í miðborg Kíev og héldu á fána Sovétríkjanna og myndum af Lenín og Stalín. Á sama tíma söfnuðust nokkruð hundruð þjóðernissinnar saman í miðborginni og brenndu myndir af sömu mönnum og minntust Við mynd af Stalín Þjóðernissinnar hittust í miöborg Kænugarðs ígær. hungursneyðarinnar miklu árin 1932 til 1933. í henni féllu um tíu milljónir manna og er orsök hennar rakin til samyrkjuvæð- ingar Jósefs Stalíns á landbúnaðar- kerfi Sovétríkjanna. Nokkrir þjóð- ernissinnar voru handteknir eftir að þeir köstuðu reyksprengjum að göngu kommúnista. Þrátt fyrir mikla spennu og við- búnað kom ekki til meiriháttar átaka.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.